Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

laugardagur, nóvember 30
 
Almáttugur. Ég ætla að láta ykkur einlægu aðdáendur mína vita að þið þurfið ekki að koma hingað fyrr en föstudaginn 13. desember næstkomandi. Afhverju föstudaginn þrettánda, nú vegna þess að þá á ég að vera búin að skila öllum ritgerðunum fjórum sem ég er ekki byrjuð á. Er komin í hörku ritstuð (smí) þar sem mér hefur tekist að eyða þakkargjörðarhátíðinni og fimm daga fríinu sem ég fékk í því tilefni í að gera ekki neitt nema:


  1. Heimsækja aðalbókasafn New York
  2. Heimsækja köttin hennar Alysonar fimm sinnum og gefa henni að borða
  3. Horfa á Lord of the Rings í þriðja skipti
  4. Lesa allar Harry Potter bækurnar aftur, í fimmta skiptið
  5. Horfa á sjö klukkustundur af Blóðsugubananum Buffy
  6. Fara í partí með sjö þriðjaársnemum sem ég þekki ekki neitt og eru óhugnanlega vel lesnir og vel að máli farnir
  7. Sofa


Og auðvitað hefur mér tekist að gleyma því að ég á eftir að skrifa ritgerðir um:


  1. Útópíanisma í Oroonoko eftir Öfru Behn
  2. Texta- og útgáfusögu Oroonoko ásamt samanburði þriggja frumútgáfna bókanna frá seinni hluta sautjándu aldar
  3. Viðtökur The Vindications of the Rights of Woman eftir Mary Wollstonecraft og þau áhrif sem ævisagan eftir eiginmanninn, William Godwin, hafði á skilning samtímamanna á kenningum hennar.
  4. Eitthvað mjög merkilegt sem á að tengjast höfundarnafni bókmenntafræðinga og kennivaldi þeirra í gegnum tíðina en ég get ekki greint meira frá þar sem ég hef hreint út sagt ekki græna hvað ég á að segja um það. Dreymir þó um að byggja upp nýja heimsmynd eins og Paul de Man gerði í grein sinni um Lucyljóð Williams Wordsworths og Cleanth Brooks gerði í bók sinni um Ode on a Grecian Urn eftir Keats. Ritgerðin mun þó væntanlega enda upp sem leiðinleg endursögn á kenningum með a hint of originality in its contexts. Bleugh.


Allt í állt, áttatíu blaðsíður á næstu tveimur vikum. Þetta þýðir að ég á ekki eftir að segja neitt fyrr en föstudaginn þrettánda. So until then, hasta la vista babies.

Jú og PS. HVER er með bókina mína Monsieur D'Eon Is a Woman: A Tale of Political Intrigue and Sexual Masquerade sem ég keypti árið 1997 og þarf loksins að nota núna í DAG. Grrr. Er að pæla í að setja upp lista á netinu yfir bækur forever lost from my library og láta þennan lista fara í gegnum tölfræðilega útreikninga og annað mumbo jumbo til að komast að því hvort þær eigi eitthvað sameiginlegt og þannig nálgast the intrepid bókaþjóf sem hefur fjarlægt svo marga fjársjóði úr bókasafni mínu.

23:26

(0) comments fimmtudagur, nóvember 28
 
Man. ég ætla bara ekki að geta lært í dag. Kemur í ljós að FX sjónvarpsstöðin er með Buffymaraþon. Allir skemmtilegustu þættirnir sem valdir hafa verið af áhorfendum eru endursýndir í dag. Er farin að glápa.

15:08

(0) comments
 
Bleugh. Ég er farin að halda að ég sé leið á að skrifa hérna. Er engan veginn að nenna að segja hvað ég hef gert undanfarna daga. Og það hefur verið mikil aksjón. Jemeina. Fór í aðalbókasafnið hérna í NY (þið vitið, þetta með ljónunum). Og horfði á Lord of the Rings aftur. Og er á leiðinni í þakkargjörðarpartí í kvöld hjá öllum útlendingunum í deildinni minni sem eru ekki farnir einhversstaðar í biblíubeltið hérna til að hitta fjölskyldurnar sínar eins og hálf newyorkborg. En nenni ekki að segja frá því. gisp. er farin að læra.

11:37

(0) comments laugardagur, nóvember 23
 
Vá er ég ekki alveg búin að gleyma stórfréttunum. Ég er flutt! Whoope! Milli herbergja. Er núna komin með lítið og púkó svefnherbergi og stóra og skemmtilega skrifstofu. Whoopla.

20:42

(0) comments
 
Vá. Það er alveg geðsjúkt drama komið af stað hérna meðal fyrstuársnema í enskudeildinni í Kólumbíuháskóla. Og ég komst að því öllu á öldurhúsum NYborgar. En þetta er reyndar kallað að byrja in media res. Ég ætti kannski núna að hoppa aftur til föstudagsmorguns og byrja á réttum stað. Allt hefst þetta í rúminu mínu í íbúð 52, 540 vestur 122. strætis. Ung stúlka liggur í rúminu og þegar síminn hringir. Hún rumskar og hrýtur hátt og teygir sig í símann, ekki paránægð að einhver skuli vera að vekja hana klukkan ellefu að morgni til. Þegar símtólið er komið á réttan stað og snýr í rétta átt, glymur í eyrnarmergnum rödd að heiman. Unga stúlka, þú ert ekki búin að skila inn réttum eyðublöðum til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Unga stúlka, ef þú skilar þeim ekki á réttum tíma, þá missir þú lánið. Unga stúlka, það er búið að loka skrifstofu Lánasjóðs ungra námsmanna þar sem fimm tíma tímamismunur er á löndunum tveimur. Eins og píla skýst umrædd ungastúlka upp úr rúminu, skellir á símann og hleypur af stað niður á skrifstofu í skólanum til að redda þessu. Þar sem hún þarf að hanga næstu tvo tímana þar sem kemur í ljós að bandarískar skólaskrifstofur eru alveg sérlega illa skipulagðar, vita ekkert hvað þær eigi að skrifa hvar, hafa ekki einu sinni stimpil á svæðinu og nota tippex meira en penna.

Og hvað svo, Jú, Binna (sem eins og glöggir lesendur hafa vænantanlega getið sér til, er umrædd unga stúlka) missir af alveg dúndur fyrirlestri sem átti að vera á hádegi á föstudaginn og fjallaði um stöðu samkynhneigðra í lagakerfinu í Bandaríkjunum. Gisp.

En í staðinn fór ég eitthvað að vesenast eftir tímann á föstudaginn. Sat þar með gamla góða genginu (ég er sem sagt komin í gengi, whoope, Helen, Allyson, Big John, Little Jon, Edward og Jeanette) og fórum hingað og þangað þar til ég rölti aftur heim um fjögurleytið.

Annars er ekkert sérstakt frá þessu kvöldi að segja. Allt mjög fyrirsjáanlegt þetta kvöld. Nema helst hvað að við Helen og Allyson seldum sálir okkar til Bílsibúbbs og gerðum blóðsamning þá um kvöldið að standa saman í að taka yfir akademíska fræðiheiminn í feminískum bókmenntagreiningum.

Kvöldið sá einnig stofnun félagsins "The Decadent Academics", skóli sem mun seinna meir lifa í manna minnum eins og Yale hópurinn og Frankfurt hópurinn. Meira seinna.

Já og kemur í ljós að Little Jon er í massa vandræðum fyrir að hafa ekki myndað nægilegan þykkan akademíupólitíkarskráp. Eins og ég hef ýjað að áður, þá skiptir miklu máli hvort vinasambönd séu mynduð við meistaranema sem fara á næsta ári eitthvað annað og hina sem halda áfram með okkur í doktorsnáminu. Nú, Jon er eins og ég til sex ára hérna í skólanum. Elsku Ellen, sem er líka hérna til sex ára og er með litla Jon í miðaldarfræðiskori námsins, lét detta út úr sér móðgandi athugasemd um eina stúlku sem Jon var með í BA námi í Washington og er hérna í prógramminu til eins árs. (Móðgandi, ha, hún kallaði hana heimska, athugasemd sem ég, þar sem ég er með umræddri stúlku í tveimur tímum, skil alveg...) Anyways, Jon var fjúkillur, fór til umræddrar stúlku og lét hana vita að Ellen hefði sagt þetta um hana og að hún hefði "óvin í deildinni". Djeesus. Strákar. Eins og við mátti búast er Ellen núna fjúkill út í Jon og vill helst ekki tala við hana. Umrædd stúlka líður ekki betur, heldur hreinlega verr að heyra að fólk hefur verið að baktala hana og hefur hagað sér öfgafurðulega í bekkjum undanfarnar vikur. Og ég skemmti mér konunglega við að fylgjast með þessari dramatík.

Langar að byrja aftur í skilmingum. Don't know why, though...

20:42

(0) comments föstudagur, nóvember 22
 
Tíhí. Var að skrifa bréf til kennara til að biðja þá um að hleypa mér í námskeið til sín í vor. Einn kennarinn bað okkur um að láta fylgja með bréfinu eina málsgrein sem lýsir skáldsögu skrifaða fyrir 1900 sem við hötum út af lífinu. Þetta skrifaði ég og skemmti mér vel við það:

The novel that I hate. Jane Austen's Mansfield Park. Why? I have been racking my brain to try to find any vituperative comments that I can make on the novel's insipidity and flatness, yet somehow I cannot bring myself to hate it. To hate something means being able to dredge up a smidgeon of passion when reading it. For hate requires passion, passion requires interest, and interest is something that Mansfield Park could never stir in its readers. Mansfield Park is a novel that is just plain boring and nobody could ever hate such a bland, prosaic, lackluster, prosy, tedious, monotonous, sapless, colorless, lifeless, vapid, and boring boring boring boring book. I, hate Mansfield Park? Well no, madam, the novel does not deserve that encomium.

Regards, Brynhildur Heiðardóttir Ómarsdóttir

P.S. Sjáiði núna að ég verð að skrifa á ensku. Er hreinlega miklu skemmtilegra. Vísa til greinar hér beint fyrir neðan.

01:53

(0) comments
 
Nú hef ég fengið allnokkrar athugasemdir um að ég sletti ansi mikið. Mér er reyndar nokk sama um það. Það sem ég hef mestar áhyggjur af, er að textinn sem ég skrifa á íslensku hefur farið hrakandi síðan ég kom hingað til Bandaríkjanna. Hann er ekki eins sophisticated og nær ekki alveg að koma með allar núansa sem mig langar að smíða í kringum orðin og það versta er, hann er algjörlega flatur, dauður, málfræðilega leiðinlegur og endrum og eins vitlaus. Hvað getur ritsmíða gert, þegar orðin flýja frá henni þegar hún starir á LCD ljósaskjáinn og horfir á svörtu stafina birtast á hvíta fletinum. Ég legg til að ég fari að skrifa á ensku, þar sem þetta er auðvitað einn liður í því að undirbúa alla heima að ég komi aldrei aftur heim, a.m.k. ekki fyrr en ég er orðin áttatíu ára svo að RÚV getur gert human interest sögu um mig í sjöfréttunum og komið mér í samband við afkomendur allra ættingjanna sem ég var fyrir löngu búin að gleyma og tekið alveg sérstaklega djúpviturt viðtal við mig þar sem ég tala um að krossa strítið og læka sittíið. Hvað finnst ykkur. Góð hugmynd, n'est ce-pas? Enska hér eftir, non? Athugasemdir óskast.

00:18

(0) comments
 
Jibbí jey og hallelúja. Ég er búin að halda fyrirlesturinn minn og kennarinn minn fílaði hann í botn. Eins og alþjóð veit er ég búin að vera rífa í hárið á mér síðustu vikuna vegna þess að ég þurfti að halda fyrirlestur í tímunum mínum með Jean Howard (sem í dag er frægust fyrir það að kalla ritgerð sem ég skrifaði fyrir hana "untheoretical", sjá hér fyrir neðan...) og í þessum tíma höfðum við í heimsókn eina Kim Hall sem er algjört æði og súperstjarna í race studies í Bandaríkjunum og við höfum verið að lesa síðustu mánuði. Anyways. Fyrirlesturinn var algjört æði. Fólk actually hló hér og þar að honum þar sem ég komst sérlega vel að orði og flutti sérlega vel með dramatic flair, og líka kennararnir. Og eftir upplesturinn spunnust miklar umræður, eitthvað sem sjaldan gerist eftir stúdentafyrirlestur og ég var spurð að hinu og þessu og gat svarað öllu! Svo eins og þetta var, þá sat ég á einum enda háborðs, Jean við hliðina á mér og Kim við hliðina á henni. Svo við vorum þarna, the big three, and me included. Tíhí. Very happy.

Reyndar var kvöldið ekki eins skemmtilegt. Það var fyrirlestur í Kólumbíu um nítjándu aldar líffræðikenningar um bókmenntir (eitthvað fyrir þig Quas), og eftir það var nokkrum boðið í mat í grískum veitingastað á 113. stræti. Fyrirlesturinn var skemmtilegur og hafði eitthvað að segja sem ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að væri til (ekki það að ég er að monta mig, en það er sífellt sjaldnar sem þetta gerist þessa dagana. Humph. Ahem. Anyways...) en matarboðið eftir það var hræðilegt. Við vorum þarna, tuttuguogfimm talsins, þar af fimm graduate nemendur sem höfðu hlotið þann heiður að komast í matinn. Við Helen vorum sem sagt þarna, og Binna fékk aftur að sitja við enda háborðsins ásamt Helenu, Jenny Davidson, Julie Crawford og Amanda Claybough. Síðustu þrjár eru ungir prófessorar, ekki enn búnar að fá lífsráðningu og mjög competitive. Það var alveg greinilegt að þeim var ekki sama um að það var enginn hotshott í kringum þær. Höfuð deildarinnar var heilum fimm sætum fyrir neðan og enginn alvöru prófessor við okkar enda borðsins sem þær gátu smúsað upp við. Þetta voru sem sagt excruciating þrjár klukkustundir þar sem þær töluðu stundum við okkur, en oftast litu niður borðið með vonbrigðarglampa í augunum og ég og Helen sátum bara og reyndum að líta gáfulega út og borðuðum alveg hræðilega vondan mat. Gisp. Reyndar virðist þó Julie Crawford vera the best of the lot og hún er að vinna að efni sem ég hef áhuga á, það er sautjándu aldar kvennabókmenntir, svo ég fyrirgef henni. En hello! Hinar. Djeesus.

Og nú sit ég við tölvuna. Á að vera að reyna að komast yfir efnið fyrir tíma á morgun. Alveg busy dagur á morgun. Bæði þarf ég að mæta í skólann og lesa tvær bækur fyrir það, en einnig er ég bókuð í fyrirlestur um hádegið þar sem einhver lagaprófessor kemur og talar um hvernig ástandið er fyrir samkynhneigða í Bandaríkjunum í dag. Þarf reyndar einnig að lesa fyrir það. Gisp.

00:13

(0) comments fimmtudagur, nóvember 21
 
Voila! I am made. Var að fá verkefni til baka frá einum kennaranum mínum. Athugasemdir sem hann skrifar eftir ritgerðina (hann er að svara athugasemd sem segir að ég hafi ekki gefið neitt út hingað til. don't ask. injoke...). Anyways hann segir: "Not for long, at this rate.... An excellent review -- cogent, lucid, and very well written." En svo þið haldið ekki að allt sé í gúddígúddí hérna í Kólumbíu, þá fékk ég ritgerð til baka í síðustu viku sem ég ætla ekki einu sinni að vitna í athugasemdirnar í (er að gera mitt besta til að gleyma þeim), en hápunkturinn á þeirri gagnrýni var að ritgerðin væri "untheoretical" and "verging on essentialism". Aaargh.

11:50

(0) comments
 
By the way. Hver hver hver er með bókina mína The Philosophy of Star Trek. Ég sakna hennar sárlega og vil fá hana aftur.

00:31

(0) comments
 
Oooh lala. Hryðjuverkaíkorninn hefur verið tekinn af lífi af afa litlu Kelsi Morley. Lesið allt um það!

Aðrar fascinating sannar sögur af íkornum í Englandi:

  • Íkorni hjálpar enskum lögregluþjónum að handsama þjóf
  • Æstur íkorni daðrar við amatör uppfinningamann með skelfilegum afleiðingum
  • Íkorni veldur skelfingu í afskekktu úthverfi í Englandi og slökkviliðið er kallað til
  • Íkornar fara á pilluna. Hluti af leynilegu samsæri ensku ríkisstjórnarinnar til að berjast gegn bandarískum áhrifum.

    Og eftir að hafa lesið þetta, þá hljótið þið að geta svarað nokkrum laufléttum spurningum um íkorna.

    00:17

    (0) comments þriðjudagur, nóvember 19
     
    LONDON, England (Reuters)
    A squirrel is spreading terror in a Cheshire town where it keeps attacking people.

    Its latest victim was a two-year-old girl, British newspapers reported on Thursday.

    Children have been attacked, grown men chased and residents of Knutsford, central England, are fearful of letting their kids out to play, the Times newspaper said.

    The rogue squirrel's latest attack was on toddler Kelsi Morley who was bitten on the forehead.

    "It was awful because she (Kelsi) was spinning around and we couldn't get it off," her mother told the newspaper.

    "From the amount of blood there was, I thought it had taken Kelsi's eye out."

    The squirrel eventually let go and the terrified youngster was rushed to a doctor.

    Colin Booty, a senior scientific officer in the Royal Society for the Prevention of Cruelty to Animals, said it was very unusual for a squirrel to behave like this.

    Local resident Blanche Kellye said the problem was not funny. "Everyone round here is living in fear...it's a vicious little thing. I'll never trust squirrels again."


    14:28

    (0) comments
     
    Jæja. er enn að prókrastineita. En í þetta skipti hef ég góða ástæðu. Tveir sveittir verkamenn vinna nú hörðum höndum við að setja upp hurð á holuna sem ég kalla skrifstofu. Og ekki get ég unnið við þær aðstæður. Hávaðinn og bleugh. Hef því kveikt á netútvarpinu og skemmti mér við að gera ekki neitt nema hangsa. Vildi þó óska að ég hefði ekki farið í mánaðarlega heimsókn mína á íslensku veffjölmiðlana. HELLO. Nick Cave að spila á Íslandi. Og ég ekki þarna. Grrr.

    11:44

    (0) comments mánudagur, nóvember 18
     
    Jæja, ég var búin að segja ykkur að ég ætlaði ekki að segja neitt í nokkra daga. Well, ég stend fast við það sem ég segi en þar sem ég er að nota tækifærið til að prókrastineita smá áður en ég byrja á Öfru Behn og sit hérna við tölvuna mína með kaffibolla á hægri hönd, tvo lítra af dæet kóki á vinstri, hálfan lítra af vanillu dæet kóki á gólfinu, pitsu á stólnum hérna við hliðina og Pringles kartöfluflögur við hliðina á henni. Aaah. Lífið lífið. Eða livet livet, þar sem þetta hljómar betra á dönsku.

    Annars var ég að koma frá fyrirlestri sem J. Hillis Miller hélt hérna í Kólumbíu. Hann er einn af bigshottunum í bókmenntafræði, er einn af stóru Yale fræðimönnunum í afbyggingu, ásamt Paul de Man heitnum og Geoffrey H. Hartmann. Hann hélt afar skemmtilegan fyrirlestur sem bar heitið: "Crisis of (language) in Comparative Literature". Þar vildi hann halda því fram að bókmenntafræði væri í krísu þar sem við getum ekki stúderað texta á frummáli. Þ.e.a.s. að vitundarvakning hefur orðið undanfarin ár (politically correct globalization...) og við erum actually farin að lesa aðra texta en vestræna, en hingað til hefur þessi lestur á textum sem eru skrifaðir utan Vesturlanda verið yfirborðskenndur þar sem við getum ekki stúderað frumútgáfuna. Mjög líflegur og erudite fyrirlestur. En ég var hins vegar ósammála honum að miklu leiti. Eins og ég best get séð, þá er ekki hægt að bera saman tvo menningaheima eða texta frá tveimur mismunandi menningarheimum -- ever. So why try? Við getum aðeins rannsakað okkar eigin menningarheim og aðrir heimar komast aðeins að þegar við athugum hvaða áhrif hann hefur haft á okkur. Svo að þýðingarnar verða að vera aðalviðfangsefni okkar. Því að þýðingarnar eru það sem hafa áhrif á menningu okkar. Bar ég þessa athugasemd upp í spurningatímanum eftir fyrirlesturinn? No Way! Hver einasti prófessor í enskudeildinni var á svæðinu og helmingur þeirra hafði eitthvað að segja. Glætan að ég myndi opna munninn eftir það. Kannski eftir tvö ár...

    Já, og kemur í ljós að viðfangsefnið sem ég hef valið mér á Öfru Behn hefur ekki verið stúderað hingað til. I might have struck paydirt! Því að hver einasti framhaldsnemandi í bókmenntum verður að finna sér eitthvað original að segja í ritgerðum sínum og það hefur verið skrifað ógrynni mikið um Oroonoko hingað til. Og hvert er viðfangsefnið, mun nú kannski athugull lesandi þessa pistils spyrja. Hmmm. Svarið verður: ég segi það þegar ég er búin að skrifa the darn thing.

    21:09

    (0) comments sunnudagur, nóvember 17
     
    Jæja. Þið fáið ekkert að heyra frá mér á næstunni. Er alveg uppi að eyrum að reyna að klára fyrirlestur sem ég á að halda núna á fimmtudaginn. Málið er það, að ég er sú seinasta til að halda fyrirlestur í tímanum hennar Jean Howards í bekknum um kynferði og kyngervi á endurreisnartímanum. Og kemur í ljós að þegar ég held fyrirlesturinn minn, þá höfum við gest í bekknum -- sjálfa Kim Hall sem er nýjasta stjarnan í fræðaheiminum eftir að hafa skrifað mikið og vel um litarhátt og kynferði í sextándu aldar Englandi. Gisp. Sem þýðir að ég ligg yfir því sem ég ætla að segja um Oroonoko eftir elsku Öfru Behn. Aaaargh. Og ég sem hélt að þetta misseri yrði algjört breeze. Ég er búin í skólanum eftir tæplega mánuð og hef ekki einu sinni byrjað á lokaritgerðunum mínum fjórum. bleugh.

    22:39

    (0) comments fimmtudagur, nóvember 14
     
    Tíhí. Það var villt tryllt stuð í gær í háskólanum. Eins og alþjóð veit, þá kom Valerie Traub í heimsókn og hélt fyrirlestur í gær í skólanum. Það var troðfullt út fyrir dyr og á tímabili sat fólk (ok. einn gæi) á gólfinu. Hún kom með sérstaklega athyglisverða greiningu á leikritinu The Antipodes og hvernig hægt er að nýta það leikrit sem upphafspunkt í að leita að nýrri aðferð til að skilja fortíðina, framtíðina og nútíðina í hinseginfræðum. Hún var algjört æði og sagði fullt af dónaorðum í fyrirlestrinum sínum og ekki einn einasti áhorfandi flissaði eins og oft vill verða á fyrirlestrum. Enda voru áhorfendurnir allir dedicated fræðimenn í hinsegin- og kynjafræðum og vanir flestu.

    Eftir fyrirlesturinn var mér boðið í dinner og kokkteilboð til Jean Howards sem haldið var til heiðurs heimsókn Valerie. Nú verð ég að segja að ég býð eftir að verða hotshott prófessor. Oh my god íbúðin. Þegar gengið er inn í íbúðarhúsið, þá er tyrkneskt teppi á marmaragólfinu og krystalljósakróna uppi í sveigðum boganum í loftinu. Og gamalll spegill blasir við manni. Ekki tekur verr við þegar komið er upp á sjöundu hæð og farið er inn í íbúð Jeans. RISAstór er hún. Ok, nú er ég ekki að segja að hún sé stærri en týpískt úthverfahús í Reykjavík, ætli hún hafi ekki verið svo sem tæplega tvöhundruð metrar. En eftir aðeins þrjá mánuði í Ny, þá er ég farin að hafa annað skyn á stærðum á íbúðum en áður, and I tell you this, að suddaháskólanemar fá sjaldan að sjá such glory eins og þessa glorious kokkteilboðíbúð.

    Mér tókst nú reyndar ekki sérstaklega vel að networkast í þessari veislu. Ég þarf greinilega að fá einhverja æfingu í að tala við fólk. Málið var að ég þekkti helminginn af fólkinu og þær manneskjur sem mig mest langaði að tala við voru alltaf eitthvað svo busy að tala við hvort annað að ég kunni ekki við að trufla þær samræður. Enda er það líka argasti dónaskapur að ganga upp að manneskju og tala við hana. Og krækjan mín, manneskjan sem ég þekki í deildinni sem þekkir alla og ætlaði að kynna mig, þurfti að yfirgefa teitið snemma. Sigh. En talaði við fullt af skemmtilegu fólki í staðinn og meira um það síðar.

    Reyndar vorum við Alyson í svo miklu stuði þegar við yfirgáfum íbúðina klukkan níu að við fórum beinustu leið á næsta bar með lettneskri stelpu að nafni Liga og ungverska stráknum Andras (ef strák má kalla þegar kominn er yfir þrítugt og giftur). Þar tók við fimm klukkustunda carousery sem ég sá mikið eftir í morgun. Því að barinn, sem greinilega er svona "undergraduate" bar, bauð upp á það tilboð að borga tíu bandaríkjadali og fá ókeypis áfyllingar á bjórinn þar til miðnættis. Sem við og gerðum. Og ég og Alyson enduðum í einhverju undergraduate partí þar sem við störðum fullar hryllingar og forvitni á skítugan sófann, hvítmálaða og óskreytta veggina og bjórglösin á hverju borði (eitt þeirra með tveimur borðtennisboltum í. Aðspurðir, sögðu íbúar íbúðarinnar að þessir boltar væru notaðir í þeim sérstaklega elegant leik að reyna að kasta boltunum ofan í full bjórglös og ef það tekst, drekka). Hmmm. Héldum okkar merry leið eftir fimm mínútur.

    Síðan hef ég reyndar ekkert meira að segja frá kvöldinu. Nema að ég gisti hjá Alyson og við fundum kött á götunni sem við tókum heim með okkur og gáfum að borða og var alveg æðislegur. Mig langar alveg að eiga hann en Alyson segir að við verðum væntanlega að auglýsa eftir eigendunum. Gisp.

    15:43

    (0) comments
     
    Vá. Ég sver. Bókin verður bara lélegri og lélegri. Hvað getum við sagt við setningu eins og: "Lady Castlemaine was Samuel Pepy's pin-up girl."

    15:25

    (0) comments miðvikudagur, nóvember 13
     
    Annars er ég komin með Rochester æði þessa dagana. Var að lesa yfir BA ritgerðina mína aftur í fyrsta skipti í tvö ár (hin víðfræga "Siðapostuli eða Saurlífsseggur? Höfundarnafn Rochesters og skilningur á verkum hans" og kemur í ljós að hún er Geðsjúkt Léleg. Ah. Það sem við getum skrifað illa þegar við erum tuttuguogeins árs. Gisp. Er síðan búin að taka fimmtán bækur á bókasafninu hérna í Kólumbíu, bækur sem ég náði aldrei að lesa fyrir ritgerðina mína vegna þess að Þjóðarbókhlaðan átti þær ekki og ég hafði ekki efni á að kaupa þær (var ég búin að segja frá því að bókasafnið í Kólumbíu er á tíu hæðum, og það er aðeins eitt útibú af mörgum...). Er núna að lesa alveg hræðilega lélega nýja ævisögu um guttann. Ber sú heitið So Idle A Rogue og er ótrúlega léleg. Gæinn sem skrifar hana byrjar á því að segja í formálanum að hann hafi í rauninni engu að bæta við aðrar ævisögur sem komið hafa út, svo sem Vivian de Sola Pintos Rochester eða Graham Greenes Lord Rochester's Monkey. Af hverju er hann þá að skrifa? Nú, vegna þess að hann vill Sanna það að Rochester hafi þjást af ættgengri áfengissýki. Hann dregur inn upplýsingar úr poppútgáfum af bókum fyrir almenning um áfengissýki og potar þeim upplýsingum inn hér og þar í ótrúlega illa skrifaðan texta sinn. Phew. Gott að lesa svona bækur til að vita hvernig EKKI á að skrifa. En eitt er gott við bókina. Höfundurinn hefur alveg barnslegan áhuga og æsing fyrir efnisvali sínu og birtir þann áhuga í naívískum greiningum og upphrópunarmerkjum hér og þar (LOL. Minnir mig alveg á BA ritgerðina mína...). En fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa meira um manninn sjálfan, um Lord Rochester, þá mæli ég með krækjusíðunni minni glæsilegu (þar sem þið getið auðvitað einnig skroppið yfir í æsandi heim Blóðsugubanans Buffyar) og þá sérstaklega með stórskemmtilegum kafla frá The Cambridge History of English and American History in Eighteen Volumes.

    00:57

    (0) comments
     
    Algjör bömmer. Ég er búin að eyða meira en tíu klukkustundum að bera saman fjórar helstu tuttugustu aldar útgáfurnar af ljóðum og verkum Lord Rochesters til að halda fyrirlestur í dag. Og síðan var ekki tími fyrir mig. Skemmti mér því við að horfa á Buffy þegar ég kom heim, Buffy sem í fyrsta skipti í vikur var skemmtileg. Thank god. Kominn tími til.

    Nú þarf ég hins vegar að fara að sofa. Verð að vera vel sofin á morgun þar sem ég er að fara í JAVA námskeið á morgun og í kokkteilboð með öllum bigwiggunum í enskudeildinni.

    00:28

    (0) comments þriðjudagur, nóvember 12
     
    Ég vil ítreka það að Lord Rochester er flottasta ljóðskáldið í heiminum. Og hann lifir að eilífu Sama hvað sumir vilja segja...

    Poets and women have an equal right
    To hate the dull, who, dead to all delight,
    Feel pain alone, and have no joy but spite.

    14:07

    (0) comments
     
    Aaaaaaargh!
    Ekki er nóg með að ég skildi eftir nokkra essential kjóla heima á Íslandi, heldur vantar upp á bókasafnið mitt. Hvar eru frönsku orðabækurnar mínar ÞRJÁR? Eða Brekkukotsannáll eftir hann Halldór? Eða John Christophers The White Mountains sem ég sver að ég átti tvö eintök af. Og hvar hvar hvar er Paddy Lyons 1993 útgáfan af ljóðum og leikritum Lord Rochesters?

    01:38

    (0) comments
     
    Bandaríkjamenn eru fífl! Nú er ég búin að skila inn nokkrum ritgerðum í skólanum og í hvert skipti sem ég hef prentað þær út hefur farið á milli mín og dýra nýja Canon prentarans míns. Ég hreyti í hann nokkrum vel völdum blótsyrðum og hann hikstar á móti og spýtir út blaðsíðum sem eru prenta út fyrir blaðið. Og auðvitað hefur Canon unnið í hvert skiptið. Alltaf endaði það með því að ég settist niður til að fiffa til í Word, ýta á enter hér og enter þar, bæta við bilum hér og bilum þar og leika mér í blaðsíðuuppsetningu á stærðum á margins (hjálp, I honestly can´t remember the Icelandic word for margins...). Og getið þið hvað. Bandaríkjamenn eru fífl. Kemur í ljós að þeir nota ekki A4. Hverjum myndi Detta Það í Hug. Ha! Mundi orðið: Spássía. Reyndar er það nú ekki sérstaklega íslenskt orð. Er ekki til neitt betra? Endilega, skrifið inn hugmyndir í niffy athugasemdakerfið hér fyrir neðan sem enginn notar.

    00:51

    (0) comments mánudagur, nóvember 11
     
    Why I'll be damned. Kemur í ljós að litla systir er að koma hingað um jólin svo að ég verð ekki ein í stórborginni hættulegu. Whoopla hooplí. Reyndar kemur hún bara yfir jólin svo það er AFAR takmarkað hvað hún getur séð hérna í NY af listasöfnum og listaskólum. Þar sem greyið er auðvitað í þeirri stöðu að útskrifast núna í vor og vita ekkert hvað hún á að gera í framtíðinni. Ég, thank god, þarf ekki að hafa áhyggjur af því næstu sex árin. Nema auðvitað (7,9,13) að mér verður hent út úr prógramminu núna í vor þegar ég fer í gegnum evaluation hvort ég megi halda áfram í doktorinn eftir að hafa fengið meistararéttindi.

    Meistararéttindi. Hummph. Ég verð að viðurkenna að þetta hljómaði miklu meira impressive í gamla daga, áður en ég fór í háskóla. Ég er ennþá appalled yfir því hvernig fólk er leyft að útskrifast án þess að hafa grunnþekkingu í hinum og þessum hluta námsins. Reyndar sagði einhver spekingur einhvern tímann að því meiri menntun sem kona hefur, því meira veit hún af því sem hún veit ekki. Eða eitthvað í þá áttina. En getum við sagt að níu ár af framhaldsmenntun fari í það að læra að læra, að læra að lesa og læra að vita af því sem við vitum ekki. Þetta er spurning sem ég á eftir að glíma við næstu árin. eða ár. Gisp.

    Annars er massa fyndin saga. Í eftirpartíinu á föstudagskvöldið síðasta fórum við nokkur til Allyson vinkonu og héldum áfram að sumbla fram á morgun. Í fylgd með okkur var einhver strákur sem við þekktum ekki neitt, sem sat þarna í sófanum hennar Alyson í fjóra tíma og sagði ekki neitt. Og allir voru í góðu stuði, skiptust á confidential sögum af vandræðalegustu augnablikum lífs okkar, drykkjuskap, eiturlyfjanotkun (nei amma, ég hafði ekki neitt að segja um það.hinsvegar voru Kaliforníubúarnir duglegir að safna þannig sögum) og sottleiðis. Og ekki sagði strákurinn neitt. LOL. Kemur í ljós að hann útskrifast næsta vor frá The Union Theological Seminary sem prestur í Meþódista kirkju Bandaríkjanna. Grey Alyson fór í kerfi þegar ég sagði henni það í dag. LOL. Vill ekki segja af hverju.

    Anyways. Er að procrastinata núna. Á að vera að vinna að fyrirlestri sem ég á að halda á morgun um elsku Lord Rochester. Am so bad.

    19:01

    (0) comments sunnudagur, nóvember 10
     
    Ó dear god.

    Ég held að ég þurfi að fara til tannlæknis! Ég fór í skoðun í ágúst, áður en ég fór út, og það var ekkert að tönnunum mínum, en á laugardaginn vaknaði ég upp, massa bólgin í hægri kinninni og á í erfiðleikum með að opna munninn. Ég er að vona að ég hafi lent í slag á villta föstudagskvöldinu mínu (Helen vinkona hélt massa innflutningspartí) og gleymt því, v.þ. að mig langar EKKI að fara til bandarísks tannlæknis. En ef þetta er ekki farið á þriðjudaginn, well, I guess að ég þarf að reyna að finna einhvern reputable dental surgeon til að pota í tennurnar mínar. Quelle dommage!

    17:31

    (0) comments föstudagur, nóvember 8
     
    Loksins loksins.

    Kapallinn datt niður aftur heima hjá mér. Ég er búin að vera í skjálftakasti núna síðustu vikuna þar sem ég hef verið á cold turkey af netnotkun. En mér tókst að setja hann aftur upp. Reyndar hef ég ákveðinn grun um að á sama tíma hafi mér tekist að loka fyrir veftenginguna hjá Hailey meðleigjanda. En hún getur bara sjálfri sér um kennt þar sem hún þykist eitthvað vera í New Orleans í brúðkaupi.

    Það er annars allt að verða vitlaust hérna í Kólumbíu. Þurfti að skrifa tvær míníritgerðir í þessari viku líka og hafði afar lítinn tíma fyrir það þar sem eins og venjulega tókst mér að eyða helginni í ekki neitt nema afslöppun og úberslökun. Núna hefst alvaran. Ritgerðarsmíðar eru hafnar. Ég ætla að byrja á morgun... Hef reyndar ekki grænan grun hvað ég á að skrifa um í hverjum tíma, en þarf að fara finna litinn nú þegar þar sem blaðsíðurnar eiga að vera samtals áttatíu. Gisp.

    Það er síðan ótrúlega margt búið að gerast í prívat/félagslífinu hérna í NY, en þar sem ég hef einhvern veginn enga nennu í að koma því á blað, þá lifnar það líklegast við í ímyndun ykkar í staðinn í technicolor.

    Annars er Derrida ekki lengur guð. Einn síðasta árs nemi sagði mér slúður um hann og einn kvenprófessorinn minn. Not a pretty sight. blrrr.r.

    Annars er Valerie Traub að koma til Kólumbíu og heldur fyrirlestur á miðvikudaginn og kemur í einn bekkinn minn á fimmtudaginn að tala við okkur prívat. Þurfti einmitt að skila gagnrýni á nýju bókinni hennar núna í gær og kennarinn minn, Jean Howard, sagðst ætla að sýna Valerie Traub the selected few. Almáttugur. o.s.frv. En ég hugga mig við það að ég á eftir að fara í kokkteilboð til Jean á miðvikudaginn eftir almenna fyrirlesturinn svo þar ætti ég að hafa tækifæri til að smúsa upp við Valerie svo hún taki gagnrýninni minni (sem var auðvitað beinskeitt og hárbeitt) (LOL, eða eins og lítilfjörlegur fyrstaársnemi getur gagnrýnt upprennandi stjörnu í akademíunni) vel.

    18:00

    (0) comments sunnudagur, nóvember 3
     
    Jæja. Þá er Halloween komin og farin. Og ég fór aðeins í eitt Halloween partíið af þremur sem ég ætlaði að fara í. Kemur í ljós að á sjálfri Hrekkjavökunni þurfti ég að sitja heima og klára ritgerð sem átti að koma inn daginn eftir. Klukkutímum saman sat ég við tölvuna mína og reyndi að finna eitthvað intelligent og pertinent að segja um tvær bækur sem nýlega komu út um endurreisnarEngland. bleugh. En ég bætti upp fyrir það daginn eftir...

    Eins og alþjóð veit, þá eru engar vísindaferðir í bandarískum háskólum. Í staðinn höfum við fyrirbærið "colloquiums", eða leshópar. Það gengur þannig fyrir sig, að við stúdentar komum okkur um einhver efni sem við viljum lesa greinar um og tala um, fáum pening frá deildinni, og höldum kvöldleshópa sem sitja og hafa vitrænar umræður með rauðvínsglös í annarri hendi og illa lyktandi osta í hinni. Venjulega koma hóparnir sér saman um einhver mikilvæg efni, svo sem póstkólóníalísk fræði, átjándu aldar þýskar bókmenntir eða hýrar tuttugustu aldar bandarískar bókmenntir. En síðan eru það líka leshóparnir sem eru blatantly afsökun fyrir að fá ókeypis partí. Eins og í gær. Ég og nokkrir busar fengum inspiration þegar við sátum á krá fyrir þremur vikum síðan. Við sóttum um peninga frá deildinni og fengum til að halda "leshóp" fyrir busanna á þessu ári. Eins og við sögðum deildinni, þá vildum við deila með okkur þeirri þekkingu sem við erum að fá í okkar mismunandi námskeiðum og tala um erfiðleikana við að byrja í framhaldsnámi. Eins og þetta er í rauninni: sötra rauðvín og skiptast á slúðri um kennarana. Ég staulaðist heim klukkan fimm aðfaranótt laugardags eftir skemmtilegt kvöld niðrí miðbæ á suddalegri djasskrá, Smalls.

    Thank god að það er frí í skólanum núna á morgun og á þriðjudaginn vegna kosninganna. Ég fæ tækifæri til að bæta upp fyrir allan lærdóminn sem ég ætlaði að stunda núna um helgina en gerði ekki, þar sem ég eyddi henni í afslöppun, slökun og catching up with old friends.

    22:25

    (0) comments

    Efst á síðu

    This page is powered by Blogger.
  • Skyndikrækjur
    Bríet.is
    Þórey Mjallhvít

    Kólumbíuháskóli
    Enskudeildin í Kólumbíu
    Húsið mitt

    Aðrir vefleiðarar
    Eagle & Weasel
    Sveit(t)astelpan
    Sparkle Motion
    Fláráður
    Rói
    Brantley
    Fellow librarian
    Atallus
    Ylfa
    Þórey Mjallhvít
    DíDee
    Diary of a Feminist


    Eldri greinar
    << í dag




    2002
    brynhildur