föstudagur, nóvember 22
Nú hef ég fengið allnokkrar athugasemdir um að ég sletti ansi mikið. Mér er reyndar nokk sama um það. Það sem ég hef mestar áhyggjur af, er að textinn sem ég skrifa á íslensku hefur farið hrakandi síðan ég kom hingað til Bandaríkjanna. Hann er ekki eins sophisticated og nær ekki alveg að koma með allar núansa sem mig langar að smíða í kringum orðin og það versta er, hann er algjörlega flatur, dauður, málfræðilega leiðinlegur og endrum og eins vitlaus. Hvað getur ritsmíða gert, þegar orðin flýja frá henni þegar hún starir á LCD ljósaskjáinn og horfir á svörtu stafina birtast á hvíta fletinum. Ég legg til að ég fari að skrifa á ensku, þar sem þetta er auðvitað einn liður í því að undirbúa alla heima að ég komi aldrei aftur heim, a.m.k. ekki fyrr en ég er orðin áttatíu ára svo að RÚV getur gert human interest sögu um mig í sjöfréttunum og komið mér í samband við afkomendur allra ættingjanna sem ég var fyrir löngu búin að gleyma og tekið alveg sérstaklega djúpviturt viðtal við mig þar sem ég tala um að krossa strítið og læka sittíið. Hvað finnst ykkur. Góð hugmynd, n'est ce-pas? Enska hér eftir, non? Athugasemdir óskast.
00:18