fimmtudagur, nóvember 14
Tíhí. Það var villt tryllt stuð í gær í háskólanum. Eins og alþjóð veit, þá kom Valerie Traub í heimsókn og hélt fyrirlestur í gær í skólanum. Það var troðfullt út fyrir dyr og á tímabili sat fólk (ok. einn gæi) á gólfinu. Hún kom með sérstaklega athyglisverða greiningu á leikritinu The Antipodes og hvernig hægt er að nýta það leikrit sem upphafspunkt í að leita að nýrri aðferð til að skilja fortíðina, framtíðina og nútíðina í hinseginfræðum. Hún var algjört æði og sagði fullt af dónaorðum í fyrirlestrinum sínum og ekki einn einasti áhorfandi flissaði eins og oft vill verða á fyrirlestrum. Enda voru áhorfendurnir allir dedicated fræðimenn í hinsegin- og kynjafræðum og vanir flestu.
Eftir fyrirlesturinn var mér boðið í dinner og kokkteilboð til Jean Howards sem haldið var til heiðurs heimsókn Valerie. Nú verð ég að segja að ég býð eftir að verða hotshott prófessor. Oh my god íbúðin. Þegar gengið er inn í íbúðarhúsið, þá er tyrkneskt teppi á marmaragólfinu og krystalljósakróna uppi í sveigðum boganum í loftinu. Og gamalll spegill blasir við manni. Ekki tekur verr við þegar komið er upp á sjöundu hæð og farið er inn í íbúð Jeans. RISAstór er hún. Ok, nú er ég ekki að segja að hún sé stærri en týpískt úthverfahús í Reykjavík, ætli hún hafi ekki verið svo sem tæplega tvöhundruð metrar. En eftir aðeins þrjá mánuði í Ny, þá er ég farin að hafa annað skyn á stærðum á íbúðum en áður, and I tell you this, að suddaháskólanemar fá sjaldan að sjá such glory eins og þessa glorious kokkteilboðíbúð.
Mér tókst nú reyndar ekki sérstaklega vel að networkast í þessari veislu. Ég þarf greinilega að fá einhverja æfingu í að tala við fólk. Málið var að ég þekkti helminginn af fólkinu og þær manneskjur sem mig mest langaði að tala við voru alltaf eitthvað svo busy að tala við hvort annað að ég kunni ekki við að trufla þær samræður. Enda er það líka argasti dónaskapur að ganga upp að manneskju og tala við hana. Og krækjan mín, manneskjan sem ég þekki í deildinni sem þekkir alla og ætlaði að kynna mig, þurfti að yfirgefa teitið snemma. Sigh. En talaði við fullt af skemmtilegu fólki í staðinn og meira um það síðar.
Reyndar vorum við Alyson í svo miklu stuði þegar við yfirgáfum íbúðina klukkan níu að við fórum beinustu leið á næsta bar með lettneskri stelpu að nafni Liga og ungverska stráknum Andras (ef strák má kalla þegar kominn er yfir þrítugt og giftur). Þar tók við fimm klukkustunda carousery sem ég sá mikið eftir í morgun. Því að barinn, sem greinilega er svona "undergraduate" bar, bauð upp á það tilboð að borga tíu bandaríkjadali og fá ókeypis áfyllingar á bjórinn þar til miðnættis. Sem við og gerðum. Og ég og Alyson enduðum í einhverju undergraduate partí þar sem við störðum fullar hryllingar og forvitni á skítugan sófann, hvítmálaða og óskreytta veggina og bjórglösin á hverju borði (eitt þeirra með tveimur borðtennisboltum í. Aðspurðir, sögðu íbúar íbúðarinnar að þessir boltar væru notaðir í þeim sérstaklega elegant leik að reyna að kasta boltunum ofan í full bjórglös og ef það tekst, drekka). Hmmm. Héldum okkar merry leið eftir fimm mínútur.
Síðan hef ég reyndar ekkert meira að segja frá kvöldinu. Nema að ég gisti hjá Alyson og við fundum kött á götunni sem við tókum heim með okkur og gáfum að borða og var alveg æðislegur. Mig langar alveg að eiga hann en Alyson segir að við verðum væntanlega að auglýsa eftir eigendunum. Gisp.
15:43