miðvikudagur, nóvember 13
Algjör bömmer. Ég er búin að eyða meira en tíu klukkustundum að bera saman fjórar helstu tuttugustu aldar útgáfurnar af ljóðum og verkum Lord Rochesters til að halda fyrirlestur í dag. Og síðan var ekki tími fyrir mig. Skemmti mér því við að horfa á Buffy þegar ég kom heim, Buffy sem í fyrsta skipti í vikur var skemmtileg. Thank god. Kominn tími til.
Nú þarf ég hins vegar að fara að sofa. Verð að vera vel sofin á morgun þar sem ég er að fara í JAVA námskeið á morgun og í kokkteilboð með öllum bigwiggunum í enskudeildinni.
00:28