Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

mánudagur, nóvember 18
 
Jæja, ég var búin að segja ykkur að ég ætlaði ekki að segja neitt í nokkra daga. Well, ég stend fast við það sem ég segi en þar sem ég er að nota tækifærið til að prókrastineita smá áður en ég byrja á Öfru Behn og sit hérna við tölvuna mína með kaffibolla á hægri hönd, tvo lítra af dæet kóki á vinstri, hálfan lítra af vanillu dæet kóki á gólfinu, pitsu á stólnum hérna við hliðina og Pringles kartöfluflögur við hliðina á henni. Aaah. Lífið lífið. Eða livet livet, þar sem þetta hljómar betra á dönsku.

Annars var ég að koma frá fyrirlestri sem J. Hillis Miller hélt hérna í Kólumbíu. Hann er einn af bigshottunum í bókmenntafræði, er einn af stóru Yale fræðimönnunum í afbyggingu, ásamt Paul de Man heitnum og Geoffrey H. Hartmann. Hann hélt afar skemmtilegan fyrirlestur sem bar heitið: "Crisis of (language) in Comparative Literature". Þar vildi hann halda því fram að bókmenntafræði væri í krísu þar sem við getum ekki stúderað texta á frummáli. Þ.e.a.s. að vitundarvakning hefur orðið undanfarin ár (politically correct globalization...) og við erum actually farin að lesa aðra texta en vestræna, en hingað til hefur þessi lestur á textum sem eru skrifaðir utan Vesturlanda verið yfirborðskenndur þar sem við getum ekki stúderað frumútgáfuna. Mjög líflegur og erudite fyrirlestur. En ég var hins vegar ósammála honum að miklu leiti. Eins og ég best get séð, þá er ekki hægt að bera saman tvo menningaheima eða texta frá tveimur mismunandi menningarheimum -- ever. So why try? Við getum aðeins rannsakað okkar eigin menningarheim og aðrir heimar komast aðeins að þegar við athugum hvaða áhrif hann hefur haft á okkur. Svo að þýðingarnar verða að vera aðalviðfangsefni okkar. Því að þýðingarnar eru það sem hafa áhrif á menningu okkar. Bar ég þessa athugasemd upp í spurningatímanum eftir fyrirlesturinn? No Way! Hver einasti prófessor í enskudeildinni var á svæðinu og helmingur þeirra hafði eitthvað að segja. Glætan að ég myndi opna munninn eftir það. Kannski eftir tvö ár...

Já, og kemur í ljós að viðfangsefnið sem ég hef valið mér á Öfru Behn hefur ekki verið stúderað hingað til. I might have struck paydirt! Því að hver einasti framhaldsnemandi í bókmenntum verður að finna sér eitthvað original að segja í ritgerðum sínum og það hefur verið skrifað ógrynni mikið um Oroonoko hingað til. Og hvert er viðfangsefnið, mun nú kannski athugull lesandi þessa pistils spyrja. Hmmm. Svarið verður: ég segi það þegar ég er búin að skrifa the darn thing.

21:09

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur