mánudagur, maí 26
Á sjöttu hæð byggingar minnar býr kona ein að nafni Connie. Connie er stórmerkileg kona. Hún er fimmtug, en lítur út fyrir að vera þrjátíu ára gömul. Hún var í músíkheiminum þegar hún var á fertugsaldrinum og ferðaðist um heiminn í tíu ár á tónleikaflandri með listamönnum eins og The Who og David Bowie. Hún á hús í Zansibar. Hún vinnur sem almannatengslafulltrúi í Harlem. Hún er með fjöldan allan af sögum af samböndum hennar við karlmenn tíu, tuttugu árum yngri en hún sjálf. Og hún er vinkona mín.
Núna um helgina bauð Connie mér í göngutúr í Harlem. Ég verð að viðurkenna það að í það tæpa ár sem ég hef búið hér á 122. stræti, þá hef ég aldrei farið ofar en 125. stræti, gatan sem skilur að Morningside Heights og Harlem. En Connie dró mig í þetta hverfi sem leigubílstjórar vildu ekki fara til fyrir áratug síðan. Og ég fékk mikið menningarsjokk. Ég hef ekki séð jafn fallegt og jafn rólegt hverfi og Harlem síðan ég kom hingað til New York. Vissulega tala allar túristabækurnar um Greenwich og Soho og TriBeCa og þangað flykkjast New York búar þegar þeir vilja skemmta sér í borginni, en þau hverfi eru einhvern veginn öll svo eins, öll svo vel þekkt að þau eru ekki spennandi lengur. En Harlem, it's the undiscovered country. Húsin þar eru gömul einbýlishús, sem öll er verið að gera upp. Umferð er ekki mikil, og hér og þar eru almenningsgarðar þar sem fólk getir setið og sólað sig í friði frá mannþrönginni í Central Park.
Og Connie er auðvitað algjört æði. Hún gekk um hverfið með mér og sýndi mér það helsta og fór með mér til að heimsækja hina og þessa hönnuði í hverfinu. Í fyrsta skipti skildi ég hvað öll tískutímaritin eru að tala um þegar þau minnast á "The Harlem Renaissance". Í hverfinu eru að flytjast inn ungir hönnuðir sem hafa búðir hér og þar í heiminum, en bækistöðvar í Harlem. Connie kynnti mér fyrir Veronicu Jones, Eto Evans og Montgomery. Og sem punkturinn yfir i-ið hitti ég Dr. Garries, litla miðaldra konu með sléttustu húð í heimi, sem er kannski engin furða, því að hún er fegurðarskurðlæknir... Og í lok dagsins fórum við á nýjan veitingastað sem verið var að opna í hverfinu og Connie keypti fyrir mig besta grillmat sem ég hef smakkað í langan tíma, suðurríkja/karabískan mat.
Harlem er samt engin paradís. Hverfið er blanda af þessu hugsjónafólki sem flyst þangað, gerir upp húsin, opnar nýja og skemmtilega staði, en því fylgir auðvitað að húsaleigan í hverfinu hækkar, verð í búðum hækkar, og gömlu íbúar hverfisins hrökklast á brott. Hverfið er stórfurðuleg blanda af hinu nýja og spennandi og fallega, og af niðurníddum byggingum, vínbúðum þar sem allt er selt í gegnum skothelt gler, skuggalegum mörkuðum á götuhornum og offeitu fólki í sjúskuðum fötum.
Ég varð vitni að dæmi um þennan árekstur hins nýja og ríka og hins gamla og fátæka. Montgomery er hönnuður með búð í Central Harlem þar sem hún selur boli á 150 dali og kjóla á 600. Á hverjum degi koma einhverjir íbúar hverfisins í heimsókn, ekki til að kaupa, heldur til að sjá herlegheitin. Og samkvæmt Montgomery, taka margir þeirra því sem persónulegri móðgun að fötin skuli vera svona dýr. Ég var vitni að því þennan dag, þegar tvær konur gengu inn í búðina til að skoða fötin. Þær spurðu hve einn kjóll kostaði og voru ekki nógu hressar með verðið (595). Montgomery vildi ekki tala við þær og afsakaði sig og fór að lagfæra tónlistina, en þó ekki fyrr en hún var búin að taka pilsið sem önnur kvennanna hélt kæruleysislega á (345). Þær gengu út í fússi og voru fyrir utan búðina í þó nokkrar mínútur að tala saman mjög hressilega og horfðu við og við í gegnum glerið á búðinni og störðu á okkur með merkingarþrungnum augnsvip. Montgomery hefur gefist upp á að hafa búðina opna fyrir almenning. Í næstu viku ætlar hún að setja inn bjöllu á búðina, og viðskiptavinir þurfa því að hringja bjöllunni ef þeir vilja komast inn.
Ég vil taka það fram að þótt að mér finnist þessi saga vera afar einkennandi fyrir þennan árekstur tveggja menningarheim (ekki lengur svartra og hvítra, heldur ríkra og fátækra), þá er hún ef til vill ekki besta dæmisagan. Því að Montgomery sjálf er stórfurðuleg. Hún er opinská svört kona á miðjum aldri, orkumikil og sjálfsörugg, skemmtileg og oft á tíðum hrokafull. Hún talar mikið um hvernig hverfið vill ekki að hún sé þarna, og hvernig íbúar hverfisins trufla hana í vinnunni og eftir vinnu. En ég er ekki viss. Voru það íbúarnir, sem skrimta á 1000 dollurum á mánuði, sem vildu ekki að Montgomery kæmi í hverfið og stríddi þeim með því að sýna þeim kjóla sem kosta jafn mikið og þeir þéna á tveimur vikum? Eða er það Montgomery sjálf, hrokafull og upptekin af fötunum sínum, sem vill ekki að óhreinn og ómenntaður almenningur kemur inn í búðina og káfar á verkum hennar?
11:45
(0) comments
sunnudagur, maí 25
Júróvisjón er stórfurðuleg keppni. Á hverju ári keppa öll þessi lönd í hver sé hallærislegur, og áhorfendur skemmta sér konunglega yfir herlegheitunum. Gæði laganna eru yfirleitt hverfandi og þess vegna hefur komið upp þessi hefð júróvisjónpartía þar sem fólk getur drukkið frá sér ráð og rænu og þegar að lokalögunum kemur eru lögin þolanleg. En í ár... Vegna tímamismunar sáum við júróvisjón að degi til, í gegnum þokkalega internettengingu í boð latneska ríkissjónvarpsins, svo að júróvisjón partístemningin var ekki alveg að gera sig. Ég sá aðeins eina mínútu af íslenska laginu þar sem það var svo framarlega og ég var að böggast með tölvutenginguna, og hreinlega gerði mér ekki grein fyrir því að það væri íslenska lagið og eyddi næstu þrem tímunum í að bíða eftir því. Ég sé reyndar ekki mikið eftir því að hafa misst af því lagi, en Austurríki, ég hefði viljað fá að sjá Austurríki... Alltaf jafn cheesy!
Annars er mikil sorg í New York þessa dagana. Little John og Big Jon eru farnir, Arne fer í dag, Helena er í burtu næstu fimm dagana, og ég sjálf fer á þriðjudaginn (já elskurnar, ég er að fara koma). OG, ég er ekki enn búin að sjá Matrix. Pælið í bömmer!
Og halló! Lagið frá Tyrklandi! Eitt lélegasta lag keppninnar. Ég er núna endanlega búin að missa trú á smekk evrópskra kjósenda, sérstaklega þar sem mér hefur verið sagt að þetta lag eigi eftir að verða mjög vinsælt í klúbbum í Hollandi og Belgíu.
Og hápunktur keppninnar: Rússneski fréttamaðurinn sem hóf stigagjöfina á að segja (með rússneskum hreim auðvitað): "We in Russia do not have televoting and our votes come from a jury. But don't worry, since they are all very respected entertainment people..."
12:02
(0) comments
fimmtudagur, maí 22
Robert og Priscilla eru nágrannapar sem ég hata út af lífinu. Robbie og Prissie eru dúfnapar sem eiga heima í holinu í íbúðarhúsinu okkar. Þau fljúga um milli glugganna, sitja þar og kurra og kurra og óhreinka (mjög PC orð) gluggasyllurnar. Já, og síðan fljúga þau inn í íbúðirnar. Á þriggja vikna fresti fljúga þau inn í skrifstofuna mína og taka sér stað á bókahillunni minni eða á skrifborðinu mínu. Þegar ég vakna og staulast illa sofin inn í skrifstofuna er svo venjulega mikið fjaðrafok, ég öskra og þau fljúga út, og oftar en ekki
á gluggann í ofboði sínu.
Það versta við Robbie og Prissie er að þau eru einstaklega ráðagóð. Ég er löngu hætt að skilja gluggann eftir galopinn eins og ég gerði fyrst, en skil þó vanalegast eftir einhverja rifu. En það er nebbnilega málið með dúfur. Þegar þær fljúga eitthvert einusinni, þá muna þær vanalegast eftir þeim stað sem eðal kurrstað. Svo að dúfnaparið mitt hefur komið sér upp vana að beygja sig og bukta þar til þau smeygja sér inn í skrifstofuna mína og kurra í friði meðan ég sef.
Og í dag, í dag kemur í ljós að þau eru svo vön mér að þau kippa sér ekkert upp við það að ég kem inn í herbergið. Algjörlega græn og grunlaus vakna ég í morgun og sest við tölvuna. Ég opna öll tölvupósthólfin mín og svara þeim bréfum sem þarf að svara, eyði flestum; les tvö dagblöð á netinu; hringi í litla sæta háskólastrákinn sem ætlar að leigja hjá mér; hringi í Helenu vinkonu... þegar... ég heyri kurr... kurrið er ansi nálægt. Ég lít við, og situr parið ekki makindarlega á bókaskápnum mínum og starir á mig og sig og herbergið og jafnvel þegar ég hoppa upp, hoppa oná sófann og byrja að klappa höndunum, tekur það Robbie og Prissie nokkrar sekúndur að lyfta vængjunum og fljúga beinustu leið út. Robbie flaug á gluggann. Hahahaha. Gott á hann. Og í þetta skipti virðast skemmdirnar vera í lágmarki. Aðeins einn drithnjúkur sem ég hef fundið hingað til og hann er á tösku vinar míns sem á það vel skilið. Svo að all in all, allt er undir stjórn.
Í öðrum fréttum. Little Jon fór á þriðjudaginn til Bangkok. Helena fer til Wisconsin á föstudaginn. Big Jon fer til Kaliforníu á laugardaginn. Arne fer til Belgíu á sunnudaginn. Binna fer til Íslands á þriðjudaginn. Jeanette fer til Mexíkó á miðvikudaginn. Edward fer til New Orleans á fimmtudaginn. Síðustu dagarnir hafa því verið tilfinningaþrungnir. Nema fyrir mig auðvitað, sem er sú eina sem hefur vit á því að flýja út í horn þegar enn ein senan er í uppsiglingu, fletta bók eða horfa á sjónvarp meðan aðrir ljúka uppgjöri vetrarins. Fleiri leyndarmál hafa komið í ljós á síðustu þremur dögum en ég þótti vera mögulegt. Það sem kemur mér mest á óvart: Hvernig í ósköpunum er hægt að gera eitthvað hérna í Morningside án þess að hinir frétti af med det samme. Stórfurðulegt.
11:14
(0) comments
miðvikudagur, maí 21
Ég er núna orðinn meistari. Svo þegar ég kem heim í næstu viku, þá vil ég gersovel að allir kalli mig meistara Binnu. Því að tilhvers er að fá þennan titil ef að hann er ekki notaður? tíhí!
Anyways, útskrifaðist í gær. Það var alveg fáránlegur dagur. Kjólarnir sem við þurftum að ganga í voru alveg illilega óklæðilegir. Gráir pokar sem huldu sparifötin okkar og pottlokahatturinn sem við höfum séð í öllum þessum bandarísku bíómyndum (hérna er mynd sem ég fann á einhverri norskri heimasíðu af norsara í meistarabúningnum. Það er nebbnilega engar myndir á netinu af þessum búningi. Sem er ekki furða, því þeir eru einstaklega hallærislegir. Sérstaklega fyrir konur... Ég er að segja ykkur það, þessir búningar voru hannaðir fyrir löngu síðan þegar bara karlmenn voru fræðimenn, og því líta þeir þokkalega út á þeim, en þegar konur byrja að ganga í þessum búningi, þá eyðileggja brjóstin allar fellingarnar á kjólnum. Gisp.)
Dagurinn í gær var einstaklega heitur, og við sátum allir meistarakandidatarnir í kirkjunni og hlustuðum á ræðu eftir ræðu, og svitnuðum, því að það gleymdist að kveikja á loftkælingunni. Og síðan gengum við í röð upp á svið og tókum við gráðunni og heilsuðum upp á Pinkham skólastjóra, og það var tekin mynd af okkur, og ég held að myndin mín verði afar hallærisleg því að skyndilega byrjaði ég að skælbrosa og hoppa... LOL
En nóg um það. Síðan var boðið upp á kampavín og jarðaber fyrir utan enskudeildina og ég hitti aftur alla foreldra vina minna og snúsaði smá, og eftir það fórum við Helena og Arne, einu nemendurnir sem höfðum enga fjölskyldu til að hanga með, niður á 50 stræti í tælenskan mat. Eftir að matnum lauk vorum við svo energetic að við höldum beinustu leið í Central Park þar sem við förum í hringekju (alltof gaman!) og leigjum árabát og sitjum þarna þrjú í kvöldklæðnaði á skænu í garðinum og róum eins og við ættum lífið að leysa. Fólk starði á okkur, but hey, we are masters, we can do what we want... Deginum lauk þegar við hittum hina krakkana, flökkum á milli veitingastaða á 80 stræti (þar sem ég sé fyrstu sjónvarpsstjörnuna mína, Sarah Jessica Parker, þegar ég glápi inn um gluggana á lokuðum veitingastað þar sem var verið að taka upp þátt af Beðmál í borginni) og förum síðan heim til Helenu og sitjum þar halfheartedly og reynum að geispa ekki of mikið eftir daginn.
Og í dag, í dag bíð ég eftir flugmiðanum mínum sem kom ekki gær og reyni að safna orku til að hringja í símafyrirtækið, leigusalann og bankann. Já, og bíð eftir Allison, en við ætlum að glápa á vídjó og gera ekki neitt á þessum gráa, leiðinlega rigningardegi.
13:12
(0) comments
þriðjudagur, maí 20
Vei! Ég er búin að finna leigjanda að íbúðinni minni í sumar. Hann heitir Xavier Blake Sparrow (I kid you not) og er í Amherst College. Ég fann hann í gegnum póstlistasíðu á netinu sem sérhæfir sig í því að finna leigjendur og leigusala í Bandaríkjunum. Ég leitaði auðvitað strax að honum Blake á netinu og komst að því að hann útskrifast frá háskólanum í Amherst á næsta ári, og að hann er mjög virkur í stúdentapólitíkinni. Blake er að fara til New York í tvo og hálfan mánuð til að vinna sem ólaunaður starfskraftur á lögfræðistofu í borginni.
Þetta er samt alveg stórfurðulegt. Ég hef ekki græna hvernig á að fara að þessu. Málið er nebbnilega að Kólumbíuháskóli vill ekki að við leigjum út íbúðina okkar til fólks af öðru kyni. En ég þufti eiginlega að finna karlmann þar sem Hailey var búin að finna kall fyrir sinn hluta af íbúðinni, og bandarískar konur eru furðulegar og eru ekki alveg að meika að búa með karlmanni. Svo að ég er búin að hugsa mikið um þetta. Blake virðist vera dependable (pólitískur aktívur, í forríkum einkaskóla ahem, pabbi ætlar að borga fyrir leiguna, er að fara að vinna á lögfræðistofu). Ég ætla að reyna að biðja hann um ávísunina í heilu lagi fyrir sumarið, leggja það inn á reikninginn minn hér í Bandaríkjunum og borga síðan leiguna í Kólumbíu upp í topp í sumar. Og Hailey kemur síðan fram og til baka í sumar að fylgjast með strákunum í íbúðinni þar sem hún kannast við guttann sem verður í hennar hluta íbúðarinnar. Og síðan er það bara að krossleggja fingurnar og vona. Gisp. Þetta er allt mjög erfitt!
En núna er ég farin að sofa. Klukkan er hálfeitt og ég útskrifast eftir tíu tíma...
00:33
(0) comments
mánudagur, maí 19
Hef ekki frá neinu skemmtilegu að segja. Helgin hefur verið vitlaus. Útskriftin er á morgun, og allir hafa verið að standa í hörkuundirbúningi síðustu dagana. Ég held ég hafi ekki sofið hálfa nóttina síðustu fimm dagana. Búin að versla hins vegar ansi mikið. Fór í Harlem og keypti föt. Fór í Chinatown og keypti útskriftargjafir handa öllum. Fór í vínbúðina og keypti alltofmikið. Ha? spyrjið þið ef til vill? Af hverju vín? Nú, í gær var gott veður í fyrsta skipti í einn mánuð, og við héldum risastórt kokkteilboð fyrir okkur sjö vinina sem erum að útskrifast og foreldrana sem voru á staðnum. Ég er núna sólbrennd og illa farin, en kokkteilboðið var mikið success. Hélt uppi hörkusamræðum við gamla gengið og sniðgekk matinn sem Allison hafði eldað síðustu dagana (sjávarréttir, thank you very much. Vissuð þið að það þarf að sjóða lobstera lifandi. Og að þeir öskra. Ég held að ég eigi aldrei eftir að jafna mig). En hvítvínið var gott. Foreldrar Edwards komu með ansi mikinn fjársjóð frá villunni sinni í Frakklandi.
Og bla og bla og bla. Ég útskrifast á morgun, og síðan hefjast kveðjustundirnar þar sem við föðmum þá sem við eigum aldrei eftir að sjá aftur, sem og auðvitað þá sem við eigum eftir að hanga með næstu sex árin. Og síðan hefst pappírsvinnan enn á ný, og ég undirbý brottför mína til Íslands. Gisp. Sigh. Bleugh.
19:16
(0) comments
föstudagur, maí 16
Well, ég fer ekki til Parísar. Reyndi að taka út pening á bankakortinu mínu í gær, og, horrors of horrors... Innistæðan er ekki nægileg fyrir þessa úttekt. Ég eyddi fjórum klukkutímum í gær að skipuleggja áætlanir hvernig ég gæti verið hérna í næstu tvær vikurnar án þess að eyða neinu (áætlanirnar snerust að mestu leyti um hrísgrjónapokana mína tvo sem ég keypti í september og gleymdi, svo og niðursuðudósunum mínum fimm frá því guð má vita hvenær. Já og síðan á ég heilan poka af proscuttio sneiðum í frystinum. Bleugh.) En allt kom fyrir ekki. Ég þarfnast fés! Svo að núna á seinustu dögum New York dvalar minnar vippa ég upp vísakortinu, pabbi vírar til mín pening til að ég hafi eitthvað konkret í höndunum og ég get hætt að hugsa upp áætlanir hvernig ég get eldað þurru kartöflurnar tvær í ísskápnum. Og oh well, París bíður betri tíma!
Annars ekkert merkilegt að frétta. Fór í kaffiboð heim til kennara míns í gær. Það er ótrúlegt hvað við eigum mikið sameiginlegt, og ég fór á taugum þegar ég uppgötvaði að hún er aðeins sex árum eldri en ég og strax orðinn lektor... Já, og Edward Said gaf mér stórt og feitt A. Sem ég hélt fyrst að væri pró forma, að hann hefði gefið öllum. En í matarboðinu hitti ég sem sagt tvær sem voru með mér í bekk sem fengu lágt lágt lágt. Og ég segi ykkur það, ég er svo petty, skapið mitt batnaði med det samme. Ofurfyndið! LOL.
Fór síðan á New York State Ballet í gær í boði Fulbright. Kemur í ljós að sætin sem þau gáfu mér voru bæði langt aftur í merinni, sem og í vitlausri röð. Allison tók sér sem sagt sæti fyrir framan Binnu gömlu sem var ekki nógu ánægð með þetta uppátæki Fulbright. Og ballettinn sjálfur. Feugh. Nú man ég af hverju ég er afar diskúltúreruð. Fólk í funky búníngum að hoppa um sviðið og geifla sig (ég sver, eitt danssporið var eins ot "powerwalking", ofurfyndið) is not my cup of tea.
Og jájá, það gerðist fullt af skemmtilegu gær, en ég er enn svo ánægð með peningaleysið (really, mikill léttir. Ég veit í fyrsta skipti í fimm mánuði hvað ég á mikið á bankareikningnum mínum) að ég held ég fari núna til að vígja vísakortið.
10:46
(0) comments
miðvikudagur, maí 14
Þekkir einhver einhvern í París? Var að fá tilboð frá Flugleiðum þar sem ég flogið til Parísar og aftur til baka á 318 dollara. Málið er svona: Ég get keypt miðann og hoppað út á Leifsstöð og gleymt afganginum. Eða... ég get farið til Parísar í tvo daga og flogið aftur heim og farið að vinna. En þar sem ég er gjaldþrota nemi hef ég ekki efni á að vera á hóteli?
Dyggu lesendur! Ég kalla á ykkur! Hver þekkir einhvern í París?
23:29
(0) comments
Það er erfitt líf í stórborginni þessa dagana. Þessir dagar snúast um búrókratísk málefni. Gærdagurinn var fyrsti dagurinn minn í baráttunni við kerfið.
Dagurinn hófst í ISSO, International Scholars and Students' Office. Þar sýndi ég vegabréfið mitt og fékk stimplað I-9 form sem gefur mér atvinnuleyfi hérna í Bandaríkjunum. Síðan hélt ég beinustu leið niðrá enskuskrifstofuna, en uppgötvaði miðja leið að ég ætti kannski að tala aðeins betur við ISSO og fá hjá þeim formið sem gefur mér kleyft til að fá endurgreiddan allan skattinn minn (þar sem Ísland og BNA hafa skattasamning sem þýðir að ég borga engan skatt í fimm ár). ISSO gellurnar voru þó ekki á því að þetta form, 8233 væri fyrir mig og ég hélt aftur af stað, vonsvikin til enskudeildarinnar.
Þegar þar var komið fór ég beinustu leið á skrifstofu Davids Damrosch, forstöðumanns framhaldsskólanámsins. Auglýstar skrifstofustundir hans eru á þriðjudögum milli eitt og fjögur, en kemur í ljós að þar sem skóla er lokið, hafa skrifstofustundir dottið niður. Svo ég hékk á skrifstofunni þar til Joy Hayton, skrifstofustjóri deildarinnar mætti á staðinn. Þar fór hún í gegnum þau átta form sem ég var búin að komast yfir með því að prenta þau af netinu frá heimasíðu háskólans og skattstofunnar, og henti út helmingnum þar sem þau áttu ekki við mig þar sem ég er erlendur skiptinemi (kemur til dæmis í ljós að ég bý ekki í NY, nonresident, thank you very much). Og I-9 formið mitt, sem var eina rétta eyðublaðið mitt, var gagnslaust þar sem landvistarleyfi mitt rennur út í ágúst, og því hef ég ekki leyfi til að vinna næsta haust. Joy var afar jákvæð og gaf mér 8233 sem ISSO gellurnar höfðu neitað mér um og sendi mig burt, og ég renn yfir bleðilinn á ganginum og sé að ég get ekki heldur fyllt út þetta blessaða eyðublað þar sem ég er ekki með landvistarleyfi á næsta ári.
Og þá er Binna heppin. Nappa ég ekki hann Damrosch á ganginum og heng í honum þar til hann sest við tölvuna og pikkar inn bréf þar sem hann segir að ég sé í "good standing" í prógramminu, að ég hafi peninga fyrir næsta ár, og að ég sé skráð í deildina. Og hann fer yfir landvistareyðublöðin mín og skrifar undir á réttum stað.
Og hvað svo? Well, á morgun fer ég aftur á ISSO, læt þau skrifa undir landvistareyðublöðin mín, svo ég geti sent þau af stað í Fulbright, beðið eftir svari þaðan, og þegar þau berast og ég fæ nýtt leyfi, fer ég aftur á ISSO, fæ nýtt I-9 og get þá fyllt út 8233 og upplýsingaeyðublöðin sem ég þarf að skila inn til að geta fengið þessa 17,044 dollara sem ég á að fá á næsta ári.
Og næstu dagarnir: segja upp símanum, segja upp internetinu, segja upp sjónvarpinu, leita að leigjanda að íbúðinni minni (þó ég sé þó komin á þá skoðun að ég ætti bara að borga leiguna og leyfa engum að vera í skrifstofunni minni með öllum bókunum mínum), leita að flugi heim til Íslands (já, ég er ekki komin með flug heim...), biðja póstinn um áframsendingu á reikningunum mínum, o.s.frv. o.s.frv.
Og það hjálpaði ekki að eftir alla búrókratísku hringavitleysuna í dag, þá fór ég á fyrirlestur með þremur kennurum í deildinni þar sem talað var um framtíð doktorsnámsins, slaks ástands á atvinnumarkaðnum í dag, krísu akademíunnar, og hvernig framhaldsnemarnir í bókmenntafræði eru í vondum málum, og eiga eftir að enda uppi sem atvinnulausir aumingjar í ræsinu. Gisp. Og vorið er komið. Og muggan. Mengunin hér á götum New York eykst með hverjum deginum sem líður og eftir sex daga á ég eftir að standa í Harry Potter kufli, með kassalaga pottlok á hausnum og taka við gráðu sem segir að ég sé með meistaragráðu í bókmenntafræði, og hello, ég get sagt ykkur það, að eftir eitt ár í bókmenntafræði hérna hef ég komist að því að ég veit ekki neitt, og það er hypókrísa af hæstu gráðu að gefa mér meistararéttindi fyrir það eitt að komast að því að ég veit ekki neitt.
Sigh. Og því er engin furða að ég er andvaka í nótt. Grey Binna.
04:24
(0) comments
þriðjudagur, maí 13
Ég get hér með upplýst ykkur um það að ég hef störf í Reykjavík 2. júní næstkomandi. Ég er semsagt nýr starfsmaður jafningjafræðslunnar. Illa borgað starf, en gífurlega áhugavert, og felur í sér miklar setur á námskeiðum (which I like), tala yfir hausamótunum á ungu fólki um daglegt líf og FEMINISMa, og hringferð um landið í ágúst. So little Binna is coming home. Don't know if I should cry or laugh...
11:46
(0) comments
Ég var að fá meistararitgerðina mína aftur til baka. Fékk ágætiseinkunn frá elsku Jean minni, en annar lesandinn gaf mér ágætiseinkunn/mínus (mjög flókið einkanakerfi fyrir ritgerðina, og ég er í engu ástandi til að útskýra það). Það var því mikil sorg á bænum í dag. Ég keypti mér comfort food fyrir fjörutíu dali, og lagðist í vídjógláp. Horfði á Tomb Raider sem er enn jafn léleg, og á Die Hard III sem er enn jafn góð. Fékk síðan support frá Allison, Helenu og Arne, og við slúðruðum um annan lesanda minn, sem er enginn annar en David Kastan, ein af súperstjörnunum í deildinni minni, mikið autoritet um Shakespeare þar sem hann hefur ritstýrt öllum leikritum hans og skrifað milljón bækur um guttann, er velborgaður, ríkur og nennir greinilega ekki að lesa ritgerðir fyrsta árs nema. Athugasemdirnar sem hann skrifaði voru engar. Venjulega skila lesendur inn einni til þremur blaðsíðum af athugasemdum með einkunnargjöf sinni, en hann lét sér nægja tíu línur sem voru illa stafsettar og greinilega engin hugsun lögð í þær (wow Bryn, bitter-much!). Er búin að hlusta á allt safnið mitt af þunglyndislögum og planleggja það að spyrja Jean um manninn. Því að þetta er ekki Kosher!
En í góðum fréttum, Kastan er fífl sem reynir við alla kvennemendur skólans og lítur svo hátt á sjálfan sig að hann hefur ekki viljað kenna í háskólanum síðustu þrjú árin þar sem hann er að vinna við "rannsóknir". Hann er einkakennari Júlíu Styles, sem eins og allir vita gengur í Kólumbíuháskóla og missir oft af tímum þar sem hún er stórleikkona í Hollívúdd.
Já, og Jean var að bjóða mér í kvöldverðarboð, ásamt Allison, Patriciu (öðrum fyrsta árs nema) og Joanne (annars árs nemi frá Bretlandi, öfgakúl gothari!). Jean er æði æði skæði. Ég á auðvitað í ástar/hatarsambandi við hana þar sem hún gagnrýnir ritgerðirnar mínar og bendir mér á hvar ég get gert betur, hvar ég er vitlaus, og hvar ég er brilljant. Ég hef aldrei verið gagnrýnd fyrir ritskrif mín. Jean er fyrsti kennarinn sem hefur gert það. Ever! Svo að það er enginn furða að jafn arrogant manneskja og ég eigi stundum erfitt með að þola það. En ég og Allison erum þó búin að nefna okkur sem lærimeyjar hennar, og höfum stofnað the Jean Fan Club, þar sem við erum Jeanites!
Og hell! Mér til ólýsanlegrar ánægju virðist ég enn vera atvinnulaus. Skrifaði á föstudaginn til tilvonandi vinnuveitandans míns þar sem ég tók starfinu, en hef ekki enn fengið nein svör! Svo að ég hef all the time in the world að hanga í New York í sumar, eyða LÍN sjóðnum mínum, lesa Shakespeare, heimsækja söfn og verða beturlesinn doktorsnemi.
Og fjórðu stórfréttirnar! Fór á heilsugæslustöðina í Kólumbíu. Ég er ekki með Conjunctivities eða Diabetic Kidney Disease. Nei, en ég er hins vegar hypochondriac sem hefur sofið ansi óreglulega síðustu dagana. Og Dr. Rudy leit meiraðsegja á fótinn minn sem ég rak svo illilega í fyrir tveimur mánuðum og hefur verið bólginn síðan. Kemur í ljós að ég braut ekki neitt (hjúkkitt) og það sem ég hélt að væri bólga og ónýtur vöðvi, er ekkert annað en vatnssöfnuður sem á að hverfa á næstu mánuðum (ef ekki, þá get ég alltaf farið til læknis og látið stinga á það... oj).
01:05
(0) comments
Harrumph! Ef ég væri að borga fyrir þessa þjónustu, myndi ég segja henni upp. En þar sem þetta er ókeypis fyrir níska Íslendinga eins og mig, þá læt ég mig hafa það...
00:54
(0) comments
mánudagur, maí 12
Herregud! Ég er fárveik. Vaknaði í morgun með þrútin augnlok, og eftir að borðaði morgunmatinn, þá ældi ég honum upp. Fór auðvitað strax á netið og leitaði að symptómunum. Hef komist að þeirri niðurstöðu að þetta er annaðhvort Conjunctivitis eða Diabetic Kidney Disease. Eftir að ég hef lokið mér af í ISSO fer ég semsagt beinustu leið á John Jay, til að heimsækja læknana í Columbia Health Services... Krossleggjum öll fingurnar og vonum að ég deyi ekki.
14:14
(0) comments
Eg eyddi svo innilega hálftíma í gær að leita að einhverjum stað í New York fylki þar sem ég gæti farið og verið í tvo daga án þess að heyra í umferðinni sem er alltumlykjandi hérna. Ég bý á Broadway, sem þýðir það að það er ekki hægt að komast hjá umferðaróhljóðunum. Og núna þegar vorið er komið (fyrsta útlenska lyktin blossaði upp í fyrradag, þegar það var tiltölulega heitt, og mikill loftraki, og ég fann fyrir erlenda blómailminum) og Íslendingurinn í útlöndum finnur ósjálfrátt fyrir skyndilegri löngun að komast í skarpt íslenskt vorið þar sem enginn loftraki er, engin mugga, engin fýla (já og engin sól, ahem....). Og auðvitað lét ég af því að æsa upp Íslandsþrá mína með að fara í gegnu myndir sem einhver erlendur túristi tók af landinu og setti á netið. En eftir hálftíma leit á netinu komst ég að því að allir gististaðir hérna í New York fylki væru dýrir, dýrir og dýrir svo ég læt ekki vera af því að hverfa í þrjá daga.
(0) comments
Ha! Halló sundurlaust! (Úps, er ég ekki búin að segja þetta, oft áður?) Ég er greinilega illa farin eftir vorið.
03:14
(0) comments
Ég bý í segregated society. Nú verð ég að viðurkenna að ég hef búið á mörkum Harlem í tæplega eitt ár, 122 stræti, en aldrei hef ég farið upp fyrir 125 stræti. Það eina sem ég hef átt að sækja á 125 stræti er neðanjarðarlestarstöðin og McDonaldsstaðurinn sem er einmitt á horninu á Broadway og 125 stræti (hmmm. ég er ekki hamborgararass og hananú. Hef aðeins farið á McD fimm sinnum síðan ég flutti hingað...). En í dag ákvað ég að þetta væri Harlem dagurinn minn. Og ég gekk niður 125 stræti, sem einnig er þekkt sem Martin Luther King Boulevard, og Halló! fann ég ekki H&M og aðrar hörkubúðir á götunni þegar ég gekk eftir hana í austurátt. Ég hef eytt svo miklum peningi í föt núna í dag að ég gispa bara og reyni ekki að hugsa um það. En ég byrjaði með því að segja að ég bý í flokkaskiptu samfélagi. Og ég geri það. Ég gekk fimm kílómetra niður 125 stræti í dag. Og ég sá svo mikið sem fjóra hvíta einstaklinga (fyrir utan mig auðvitað, ég ljóshærða skandinavíska mjaltarstúlkan). Og pæliðíþví, Kólumbíuháskóli er á 116 stræti. Þar eru svo sem 90 prósent nemenda hvítir, hinir eru asískir... America, land of the free.
Já, og við gengið erum búin að komast að niðurstöðu. Við erum öll ónýt eftir meistaranámið. Svo þið vitleysingarnir sem reyna að halda því fram að þetta sé sætt líf að fá borgað muchos money við að sitja og lesa og læra, hugsið betur. Það er eins og síðustu þrír mánuðir hafi verið á sífelldri adrenalínsprautu, og núna þegar hún er farin, þá sitjum við öll eftir og vitum ekki hvað við eigum af okkur að gera. Munið þið eftir lélegu bíómyndinni með Brendan Fraser og Liz Hurley? Þið vitið, þar sem Brendan selur sál sína til djöfulsins Liz og vinnur hana aftur undir lokin með herkjum? Well, í þeirri bíómynd er stórmerkileg sena þar sem Brendan gengur inn í skemmtistað djöfulsins. Þegar Brendan gengur fyrst inn til að selja sálu sína, þá er fullt af myndarlegu fólki að dansa og allt gengur vel og allt lítur vel út. Þegar Brendan kemst síðan loksins að því að það er kannski ekki nógu gott að selja sálu sína, fer hann aftur til djöfulsins og þá er sama fólkið ennþá að dansa, nema að núna er hávær diskótónlistin orðin stöðnuð og ógnvekjandi og dansararnir dansa enn eins og þeir eiga lífið að leysa, nema núna er það í bókstaflegri merkingu, þar sem dansararnir geta ekki hætt að dansa... Og pointið með þessari sögu? Við Morningside Crew erum búin að komast að því að þetta er lífið okkar.
Tja, en nóg um það. Á morgun held ég áfram að lesa "May You Have a Hundred Sons", stórmerkilega feminíska frásögn af lífi indverskra kvenna, og fara á vísindaskáldsöguleikrit með Helenu, gothvinkonu minni og eðalmey.
03:13
(0) comments
sunnudagur, maí 11
Lítið hefur verið skrifað þessa dagana. Því að skólinn er búinn, ég forðast að kveikja á tölvunni, og mér dettur ekki í hug að skrifa neitt merkilegt. Svo að öll loforð hafa verið svikin. Þrátt fyrir að ég er búin í ritgerðarsmíðum, þá mun ég ekki hefja aftur upp raust mína sem annálaskrifari í Nýju Jórvík... Sigh. En ætli það komi ekki allt í ljós.
Anyways, við héldum upp á ný meistararéttindi okkar á föstudaginn. Öll vorum við loksins búin að skila og hittumst heima hjá Allison klukkan sjö (Allison, Helen, Edward, Big John, Little Jon og Arne. Kvöldið gekk auðvitað í kringum sama gamla brandarann.
"Why hello Master Edward."
"And hello Master Bryn."
"Dude, I ain't no master. Call me Mistress."
"Bryn that just sounds so filthy."
"Oh, and why is that, Master Edward? Is that perhaps because of the patriarchal structures of society? You know that in the seventeenth century, Mistress was a common form of address for women, as Master was, and why have those two meanings diverged so radically in the past centuries? Does that perhaps denote a certain trends that we can trace to a common root..."
"Why Mistress Bryn, dance with me!"
Þetta var síðan endurtekið í nokkrum útgáfum yfir kvöldið. Sigh. Ég veit ekki hvað við gerum þegar Edward og Big John yfirgefa okkur núna í sumar, Edward til að fara í doktorsnám í Oxford, og Big John til að gefa út geisladiskinn sinn í Kaliforníu og verða massa ríkur. En nóg um það.
Kvöldið hófst á veitingastaðnum Mama Mexico, sem var cheesy troðfullur veitingastaður með framkvæmdastjóra sem var lítill, feitur, með rætingslegt yfirvaraskegg, og kolsvart sítt-að-aftan hár, klæddur í rjómagulann jakka, svarta skyrtu og hvítt bindi. Grrr. beibí yeah. Þar pöntuðum við könnu eftir könnu af sangría og margarítum, og skemmtum okkur konunglega, þar sem eitt gengi af maríötsjum fór um staðinn og serenadaði borðin. Eftir að hafa hellt niður svo sem fimm glösum milli okkar á dúkana, svo að litlu þjónarnir í mexíkönsku þjóðbúningunum gat komið og skipt um dúka, gekk einhver vitleysingurinn frá veitingastaðnum um með Tequila flösku og hellti oní gesti og gangandi. Og við opnuðum ginin. Já, og Master Edward fékk þá snilldarhugmynd að koma með allar mexíkósku blöðrurnar sem flugu um loftið, og opnaði nokkrar, saug inn helíumið og óákveðnir aðilar við borðið töluðu með Andrésarandar önd næstu fimm mínúturnar (alas, ekki ég...). Og reikningurinn ekki það hár þrátt fyrir að við höfum sjö setið við borðið og verið muchos fullos. 222 bandaríkjadalir og 37 sent.
Hvað svo? Hvað svo? Spyrjið þið ef til vill. Well, ekkert meira frá að segja nema förum til Big Johns sem býr í íbúð sem er alveg eins og íbúðin hennar Miss Havershams (þið vitið, Dickens, Great Expectations). Og síðan förum við til Allisons. Og síðan fara allir á Underground bar. Aftur til Allisons. Gönguferð í Morningside Park til klukkan tíu um morguninn þegar aftur er farið heim til Allisons. Nema ég. Ég endaði í miðri þessari keðju. Þegar allir fóru í neðanjarðarbarinn fór ég heim, klukkan tvö, til að vakna snemma daginn eftir þegar enginn annar var vakandi, sitja og horfa sjónvarp og borða tvær samlokur frá Skanky Deli og drekka fjóra kaffibolla frá þeim, lesa eina bók um indverskan feminisma, sitja horfa meira á sjónvarp, láta mér leiðast, enda uppi hjá Allison að horfa á Stargate og Goodfellas og geispa og fara alltofsnemma heim til að sofa meðan aðrir halda áfram.
Gvvvöð. Verð þreytt bara að lesa yfir síðustu tvo dagana, og er að pæla að fara og sitja smá í sófanum. Þetta er ekki alveg eðlilegt! Ég er alveg farin að velta því fyrir mér hvenær þessari lethargíu lýkur. Er ég kannski orðinn heimakær köttur?
13:51
(0) comments
föstudagur, maí 9
Well, ég held að ég sé búin að taka tveimur störfum í sumar. Held ég. Ég er lost. Er að pæla í að fara í ISSO núna og hanga þar.
11:41
(0) comments
Hræðilegt hræðilegt hræðilegt. Það er ekkert gaman að vera búin í skólanum. Ég er búin að eyða síðustu tveimur dögum í að hafa áhyggjur af því að það sé eitthvað sem ég er að gleyma, að ég hafi óvart ekki tekið nógu marga áfanga, að ritgerðirnar sem ég skrifaði hafi verið hræðilegar [ókei ókei, hef reyndar engar áhyggjur af því...] en ég meina, ég get ekki slakað á. Það er furðulegt að vera búin. Lethargían hefur tekið yfir. Og þar sem allir eru ennþá að skrifa, þá eyði ég dögunum í áfallahjálp, að lesa yfir annarra manna ritgerðir og reyna að koma með athugasemdir sem eru ekki of langar, þar sem tímaleysið hrjáir alla og þeir geta hvort eð er ekki breytt neinu by the time that I get to them (LOL, hello arrogant-much!)
Ég skilaði semsagt síðustu tveimur ritgerðunum í skólann á miðvikudaginn. Eftir að hafa farið þrisvar sinnum aftur á skrifstofuna til að vera viss um að ég hafi sett ritgerðirnar alveg örugglega í rétt pósthólf, fór um mig mikill léttir. Og tómleiki (god, sounds dire). Anyways, þá um kvöldið fór ég á fyrirlestur hjá Julie Crawford, sem er ungprófessor hérna í Kólumbíu og stúderar kvennabókmenntir á sautjándu öldinni. Eftir fyrirlesturinn var smá reception hjá einum samkennara hennar, og ég mætti galvösk á staðinn og snúsaði við aðra framhaldsnemendur og prófessora í tvo tíma. Alveg brilljant. Ég og Jean töluðum saman mikið um Feneyjar og Indland, og ég kynntist gæja sem ég tek áfanga hjá á næsta ári, Bruce Robbins, eða Bruce eins og hann bað mig um að kalla sig með rauðvínsglasið í einni hendinni og Gouda ostinum í hinni (Gouda ostur er sem sagt the most exotic cheese sem er í boði hérna í Bandaríkjunum). Eins og venjulega er ég með þeim síðustu sem yfirgef staðinn þar sem ég skemmti mér alltaf svo vel á svona functions og gekk út með Matt, Eugene og Binu (tíhí, eins gott að ég skipti um nafn þegar ég flutti hingað), og við töluðum saman um áfallahjálp og Said í hálftíma áður en ég pillaði mér heim til að kveikja á vídjótækinu og horfa á Angel.
En ekki var þetta kvöld fyrir engilinn minn. Við erum semsagt þrjú í deildinni sem kláruðum nokkurn veginn á réttum tíma, og Little Jon og Arne komu sem sagt til mín þá um kvöldið og við sátum að sumbli fram á nótt með Heineken og Kentucky Jim búrbon í volgu dæetkóki. God, mikið vona ég að fleiri klári sem fyrst, því að eftir tveggja tíma maraþon þar sem ég ryksugaði og skúraði alla íbúðina og henti öllum lausahlutum inni í skápa, lenti ég aftur á sumbli með sama furðulega tvíeykinu í dag, þar sem við fórum á milli öldurhúsa hér í hverfinu, en allar stúdentastofnanir Kólumbíuháskóla virðast hafa valið daginn í dag sem daginn til að bjóða öllum upp á ókeypis pitsu og bjór. Fólk er furðulegt. Og það er ekki eins gaman að hanga með strákum og með konum. Ég vil fá Allison og Helenu aftur, thank you very much!
Og hef ég áhyggjur? Of course. Núna tekur við stressið að fara á morgun niður á ISSO, International Students and Scholars' Office, til að endurnýja vísað mitt, fá atvinnuleyfi fyrir næsta haust. Já og einnig þarf ég að endurnýja leigusamninginn minn. Já og ég þarf að fara að finna leigjenda í íbúðinni minni í sumar, því að... já, binna er ekki lengur atvinnulaus aumingi. Hún er komin með svo mikið sem tvær vinnur heima í gömlu góðu Reykjavík, og þarf því einnig á morgun að taka ákvörðun um hvorri vinnunni hún tekur. Báðar áhugaverðar og báðar illa borgaðar. Ah, the life of the humanities specialist... Og þá hefst skrípaleikurinn. Hringja heim til Íslands, tala við fólk, taka ákvörðun, hringja í símafyrirtækið til að aftengja símann, hringja í sjónvarpsfyrirtækið til að loka fyrir sjónvarpinu, leita að leigjenda, hafa áhyggjur af því hvort ég fái ódýrt flug heim, ég er ekki að nenna að flytja enn og aftur, væri það kannski alveg ömurlegt að ég myndi bara hanga hérna og gera ekki neitt?
00:45
(0) comments
miðvikudagur, maí 7
Agh. Líf og sál bókmenntameistarans at the end of her tether. Allegórísk lýsing á íslenskum stjórnmálum. Kisur og flokksfylkingar. Versogúdd!
10:25
(0) comments
OK. er að fara yfir um í netprófum. Here goes:
Histrionic People with histrionic personality disorder are constant attention seekers. They need to be the center of attention all the time, often interrupting others in order to dominate the conversation. They use grandiose language to discribe everyday events and seek constant praise. They may dress provacatively or exaggerate illnesses in order to gain attention. They also tend to exaggerate friendships and relationships, believing that everyone loves them. They are often manipulative.
Obsessive-Compulsive Obsessive-Compulsive personality disorder is similar to obsessive-compulsive anxiety disorder. People with this disorder are overly focused on orderliness and perfection. Their need to do everything "right" often interferes with their productivity. They tend to get caught up in the details and miss the bigger picture. They set unreasonably high standards for themselves and others, and tend to be very critical of others when they do not live up to these high standards. They avoid working in teams, believing others to be too careless or incompetent. They avoid making decisions because they fear making mistakes and are rarely generous with their time or money. They often have difficulty expressing emotion.
Og þar sem ég hef nægan tíma og ekkert að segja þar sem ekkert er í gangi þar sem ALLIR eru að skrifa...nema ég: I am just a smidgeon of:
Narcissistic Narcissistic personality disorder is characterized by self-centeredness. Like histrionic disorder, people with this disorder seek attention and praise. They exaggerate their achievements, expecting others to recongize them as being superior. They tend to be choosy about picking friends, since they believe that not just anyone is worthy of being their friend. They tend to make good first impressions, yet have difficulty maintaining long-lasting relationships. They are generally uninterested in the feelings of others and may take advantage of them.
Schizotypal Many believe that schizotypal personality disorder represents mild schizophrenia. The disorder is characterized by odd forms of thinking and perceiving, and individuals with this disorder often seek isolation from others. They sometimes believe to have extra sensory ability or that unrelated events relate to them in some important way. They generally engage in eccentric behavior and have difficulty concentrating for long periods of time. Their speech is often over elaborate and difficult to follow.
01:13
(0) comments
þriðjudagur, maí 6
I am touched! 30 manns kíktu á meistararitgerðina mína áður en ég tók hana af netinu. Gisp. Well, kannski var það nú fyrir bestu að ég tók hana aftur niður. Þar sem akademísk barátta er brútal. Meira seinna. Aftur að skrifa. Verð búin í kvöld. Jibbí! (Já, og í þetta skipti er mér alvara. Ég verð verð verð (að vera) búin.)
14:39
The Dante's Inferno Test has banished you to the Sixth Level of Hell - The City of Dis! You approach Satan's wretched city where you behold a wide plain surrounded by iron walls. Before you are fields full of distress and torment terrible. Burning tombs are littered about the landscape. Inside these flaming sepulchers suffer the heretics, failing to believe in God and the afterlife, who make themselves audible by doleful sighs. You will join the wicked that lie here, and will be offered no respite. The three infernal Furies stained with blood, with limbs of women and hair of serpents, dwell in this circle of Hell.
Here is how you matched up against all the levels:
(0) comments
Well, kemur í ljós að ég er ekki empatísk manneskja (much to my surprise). Ég tók "hávísindalegt" próf á netinu, samið af einhverjum sálfræðingi og í boði The Guardian, bresks fréttablaðs.
Ég er langt fyrir neðan meðaltali í empathy quotient is 37 af 80. Þetta þýðir eftirfarandi:
33-52 = You have an average ability for understanding how other people feel and responding appropriately. You know how to treat people with care and sensitivity. Most women score about 47 and most men about 42.
Og LOL, kemur í ljós að ég er fyrir ofan meðaltal í systemizing quotient, þar sem ég er 35 af 80. Þetta þýðir að:
20-39 = You have an average ability for analysing and exploring a system. Systemizing is the drive to analyse and explore a system, to extract underlying rules that govern the behaviour of a system; and the drive to construct systems. On average women score about 24 and men score about 30.
Samkvæmt eftirfarandi grafi, er ég semsagt Brain type S, einnig oft kallaður "the male brain", sem þýðir að "systemising is stronger than empathising."
Greinin sem útskýrir sálfræðilega rationalinn á bakvið prófið má finna hér, og felur meðal annars í sér ýmsar mismerkilegar pælingar um líffræði, essentialisma, og einhverfu.
15:12
(0) comments
föstudagur, maí 2
Ég er í afar vondu skapi í dag. AFAR. Sem er stórfurðulegt, þar sem ég er aldrei í vondu skapi. Ég reyndi að bæta úr skapinu mínu með því að fara í bíó í dag, í stað þess að skrifa, og gleymdi öllu í þá tvo tíma sem það tók fyrir X-fólkið að berjast við vondu kallana, en síðan var myndin búin og ég komst að því mér til mikillar furðu að skapið hafði ekki batnað. Gisp. Ég á auðvitað að fara að skrifa og láta töfra orðanna bæta úr þessu, but guess what, am not going to. TNN er með stöðugar sýningar á StarTrek: The Next Generation í kvöld. Er farin inn í stofu til að glápa og vorkenna sjálfri mér (og reyna að finna ekki vondu lyktina í íbúðinni minni sem hefur ekki verið skúruð í mánuð v.þ. að ég og Hayley erum báðar í prófum). Já, og þið sem lásuð ekki MA ritgerðina mína, well it's too late. Hef tekið hana af vefnum þar sem það er ekki nógu sniðugt að hafa hana opinbera ef ég ætla að reyna að fá hana birta. Gisp. Sigh. Gisp.
21:33
(0) comments
fimmtudagur, maí 1
Well, en snúum okkur að öðrum málefnum. Ég er semsagt búin að skila inn meistararitgerðinni minni, þrjár ritgerðir eiga að skila sér í næstu viku (mánudagur er talinn vera opinber skiladagur, en kennarar hafa gefið frest til miðvikudags). Af þeim er komið uppkast að einni, hálftuppkast að annari og hugmynd af þriðju. Kennslu í skólanum líkur svo næsta mánudag. Sem þýðir að eftir mikið svefnleysi enn og aftur næstu dagana get ég loksins gert það sem ég hef beðið eftir í marga mánuði: farið í sólbað!
Já, og áður en ég slekk nú á tölvunni til að fara í næstnæstsíðasta tíma minn í meistaranáminu, langar mig að deila með ykkur afar sorglegri sögu. Edward Said er geðveikur. Algjörlega. Farinn yfirum. Með lausa skrúfu. Illa steiktur. O.s.frv. Ég skil hann reyndar upp að vissu marki. Eins og við vitum öll, þá þjáist hann af magakrabba. Og hann er að kenna þennan áfanga gegn læknisráði. Sem þýðir að hann hlýtur að þjást afar mikið þegar hann situr í tímum. Enda sjáum við nemendur hvernig hann verður sífellt pirraðri eftir því sem líður á kennslustundina, sem tekur tvo klukkutíma. Hann byrjar tímann sem algjört ljúfmenni, en endar í reiðikasti.
Síðasti tími endaði semsagt þegar hann skellti hnefanum í borðið, kastaði öllum út tíu mínútur fyrir lok kennslustundarinnar, og öskraði að við værum "bókstaflega að drepa hann" (kannski ekki besta orðavalið undir kringumstæðunum), að við værum steinar sem kynnum ekki að lesa, kynnum ekki ensku, og hvað værum við að gera hérna í bókmenntanámi þegar við tökum ekki þátt í umræðum um bókmenntir í tíma (greinilega búinn að gleyma því að í hvert skipti sem einhver nemandi safnar kjarki, dregur djúpt andann og reynir að segja eitthvað, endar það alltaf á því að Said stoppar hann af og segir afhverju þessi skoðun sé algjörlega fíflaleg o.s.frv.). Nú eigum við að skila ritgerð til hans í næsta tíma, ég er petrified with fear (haha, petrified=steinrunnin, get it? steinar? hahaha), og ég þori varla að sitja aftur í kennslustund hjá honum.
Gisp. The life of the beleaguered graduate student!
15:21
(0) comments
Oh well, svo fór út um sjóferð þá! Ég er alltof löt (eða kannski of sjálfhverf. Nei, segjum annars alltof bissí í skólanum!) til að standa í hugmyndafræðilegri umræðu á netinu. Vil þó að lokum benda á tvo pistla sem mér finnst vera það merkilegasta sem komið hefur upp í þessu uberskandali um Gyðudraumana og um hlutverk feminista í samfélaginu í dag.
En tölum aðeins meira um sjálfhverfu mína. Ég er auðvitað nemi í bókmenntafræði, og þegar ég lít á pistil minn hér fyrir neðan, þá fer hrollur um mig, þar sem ég sé að ég set tilveru bloggverja á netinu upp í formalískt skema, og fylgi þar með afargömlum og löngu úreldum bókmenntafræðikenningum. Látum mig reyna aftur.
Voila! Bloggtilvist á póstmódernískan máta (með anga af sálgreiningu til þess að krydda upp á lesturinn):
Tilvist bloggsins kjarnast og grundvallast í afar einföldum verknaði: einstaklingur sest við tölvu, skrifar líf sitt, og birtir á veraldarvefnum. Í þessari aðgerð felst bæði upphaf og (til)vera nýs fyrirbæris sem við höfum ekki enn (og munum aldrei) tekist að skilgreina til fullnustu. Þrátt fyrir að aldrei verði hægt að ná h/böndum utanum þessa veru, getum við nálgast hana með því að smætta greininguna niður í frumeindirnar, að taka aðeins fyrir einn anga af heildinni og líta á þróun bloggsyrðingarinnar í einstökum bloggeindum. Beinum nú sjónarhorninu aftur að einstaklingnum sem situr við tölvuna að skrifa líf sitt.
Í upphafi er þetta verkefni hans tiltölulega einfalt. Einstaklingurinn lítur á bloggfyrirbærið sem einfalda dagbók, þar sem einstök atriði í lífi einstaklingsins eru skrifuð niður og birt á vefnum. Ástæðan sem liggur á bakvið þessa verknaðs er bæði margflókin og óyrt. Einstaklingurinn vill muna eftir atburðunum sem hann greinir frá; hann vill deila reynslu sinni fyrir vinum og vandamönnum; hann vill gjarnan fá að sjá nafn sitt ljósprentað á skjánum; hann vill að aðrir einstaklingar á netinu geti uppgötvað hve einstakur og sérstakur hann er. Ef til vill getum við kjarnað þessa löngun einstaklingsins í einni yrðingu: Hann vill sanna tilvist sína sem einstaklingur og notar bloggfyrirbærið við þessa tilraun sína.
En bloggfyrirbærið grefur undan þessu verkefni einstaklingsins. Bloggskrif einstaklingsins einskorðast í upphafi við daglegt líf og reynslu einstaklingsins, en snemma byrjar að glitta fyrir uppgötvun einstaklingsins að þetta fyrirbæri sé ef til vill eitthvað sem hann getur ekki stjórnað. Einstaklingurinn fer að velta fyrir sér hvað hann geti nú sagt á þessum opinbera vettvangi. Hvað má hann segja og hvað má hann ekki segja, og hvaða áhrif munu skrif hans hafa á annað fólk í samfélaginu? Við þessar hugrenningar er fyrsta skrefið tekið í áttina að/til verunnar sem við köllum blogg.
Einstaklingurinn fer að taka þátt í samfélags-vefnum. Hann les bloggsíður annarra netverja, og það kemur að því að hann fer að vísa í þessar síður á eigin síðu, skrifa athugasemdir í athugasemdarkerfi annara síðna og taka þátt í þeirri umræðu sem fer fram á netinu. Þessi aðgerð felur í sér rof milli einstaklingsins sem stendur á bakvið síðuna og þeirrar netverjatilvistar sem sköpuð hefur verið af blogginu á síðunni. Einstaklingurinn hefur verið til/færður yfir á netið, netvera er orðin til, og algjör aðskilnaður er milli net/verunnar(verjans) og einstaklingsins.
Nýtt líf hefur verið ofið.
(Tíhí. Þetta er ofurfyndið. Ég er alveg sérstaklega upp með mér með merkilegri sviga-, bandstrika- og skástrikanotkun minni. Endilega, ef þið viljið að ég greini bloggfyrirbærið út frá öðrum kenningum, látið mig vita!)
15:07