fimmtudagur, október 31
Margir hafa haft samband við mig og viljað fá mynd af guði. Ég læt því hér með fljóta eina mynda af honum/henni/því.
Eins og með alla guði, þá hafa fylgjendur hans/hennar/þess eytt endalausum tíma í að greina og sálgreina tilvist guðs og reynt að komast að því hvað hann/hún/það stendur fyrir. Til þess að gefa ykkur nasasjón af þessum endalausu bollaleggingum, læt ég því einnig fylgja með eitt dæmi um hvernig Derrida stendur fyrir allt en á sama tíma ekki neitt.
Jacques Derrida er dáður af sumum heimspekingum en hataður af öðrum. Hann stofnaði afbyggingarhreyfinguna, sem þróaðist út frá frönsku formgerðarhreyfingunni í mannfræði, málfræði og heimspeki. Afbygging er nauðsynlegur stöpull í því sem við höfum seinna meir kallað póst-strúktúralisma, eða m.ö.o., póst-módernisma. Í þessu verki sjáum við andlit Derrida speglast í hringlaga speglasal, sal sem er skeyttur við Canary Warf turninn. Turninn er í London og í honum eru staðsett fjöldi dagblaða. Stjórn þessara dagblaða endurspeglast í orðunum sem fljúga á gluggunum í verkinu. Turninn hallar sér yfir texta. Yfir textann fljóta stafirnir W (fyrir enska orðið "W". En einnig má túlka þessa stafi sem öfugsnúning á stafnum M sem myndi standa fyrir franska orðið "Mot".) sem smátt og smátt breytast í fuglaberg. Þessir stafir/fuglar tákna hugmynd Derrida um frjálst flot orða. Í huga Derrida erum við alltaf föst innan veldi orðanna og þrátt fyrir rökhugsun og reynslu, komumst við aldrei handan þeirra til sannleikans. Derrida lýtur á tungumál og list sem sjálfstæð hugtök, ávallt í lausu lofti. Í neðri hluta verksins, í stöpli verksins, sjáum við skæri. Skæri með mottói Derrida "ekkert handan textans". Þessi skæri eru í þann mund að klippa gleraugu, eins og til þess að skilja að linsu staðreynda og linsu gildismats. Í auga/um Derrida eru allar merkingar ótryggar, eilíflega á hreyfingu, og algjörlega byggðar á túlkun einstaklingsins og samhengi samfélagsins. Það er aldrei hægt að finna grunn fyrir al-huglægni eða sam-samfélagslegri túlkun á list og hugmyndafræði. Að þessu leyti viðheldur Derrida róttækri afstæðishyggju gildismatsins sem einkennir einnig hina hefðbundnu Cartesísku hefð. 09:13
(0) comments
OK. Hello. How cool is that! Ég sit sem sagt hérna að procrastinate til þess að þurfa ekki að fara upp í rúm að bögglast í gegnum lesturinn fyrir morgundaginn. Var því að athuga hver það er sem fer á síðuna mína (Big Sister is watching you!). Og hello! Ekki er nóg með að þið getið komist á síðuna mína með því að fara í leitarvél og leita að "medieval hair-styles" heldur fór einhver á arabísku útgáfuna af Google og leitaði að "naer sex". I don't even wanna know!
00:01
(0) comments
miðvikudagur, október 30
Aha. Success. I take it all back. Eftir að ég slökkti á tölvunni og gekk in despair inn í svefnherbergið fékk ég skyndilega inspiration. Ég kíkti í pokann minn! OK, ég er ekki dottinn aftur í sama farið og farin að setja allt í poka og gleyma þeim þangað til ég tek til alla fimmtíu pokana og tek upp úr þeim. As a matter of fact, þá er ég bara með tvo poka í gangi núna. Allt hitt er á gólfinu! LOL. En ég fann kortið. hæ hó og jibbí jey o.s.frv.
Þetta þýðir að ég get farið á morgun (eða ekki) og sótt ávísun frá Kólumbíu upp á hálfa milljón. Mikið, nei! Þetta er peningurinn sem á að endast mér sex mánuði. Ahem.
Anyways, eins og alþjóð veit er Halloween á morgun. Ég ætlaði mér að fara í göngu á morgun, en búningurinn sem ég er búin að velja mér (eldrauður kjóll með svörtum vængjum og svörtu fjaðraskrauti á höfðinu) er way too cool til að vera í. Það er allt að verða vitlaust hérna í NY. Veðrið er að drepa mig og ég sef undir sæng og tveimur teppum. Glætan að ég fari í gönguna. Besides, það er bein útsending frá henni á NBC og þar get ég setið í friði heima í sófa, warm and cozy, og horft á alla búningana. Í staðinn, þá er eitt hrekkjavökupartí á föstudaginn og tvö á laugardaginn. Þar sem ég get sýnt kjólinn minn.
23:39
(0) comments
Jæja. Það er smá panikattak í gangi hérna. Kemur í ljós að ég finn ekki social security skírteinið mitt. Bandaríkjamenn eru svo klikk. Í staðinn fyrir að gefa mér kennitölu, gefa þeir mér lítinn bleðil sem á stendur númerið. Og ef ég týni því er ég í vondum málum. Því að ég get ekki gert neitt með því bara að segja kennitöluna, heldur verð ég að sýna kortið... sem er einhversstaðar. Ég er auðvitað ekki enn búin að fá bókaskápa sem þýðir að pappírar og bækur flæða yfir gólfið. Og (gisp). Núna þarf ég að fara að grafa. Grrr.
23:12
(0) comments
mánudagur, október 28
Já og hello! Í hvaða hræðilega samfélagi bý ég. Núna er, eins og alþjóð veit, búið handtaka tvo menn fyrir að hafa skotið allt þetta fólk hérna fyrir sunnan. Og hvað gerist svo? Jú, fjögur fylki sem og alríkisstjórnin hérna í Bandaríkjunum eru byrjuð að rífast um það hver fær að halda réttarhöldin yfir þeim. Maryland, fylkið þar sem flestir voru skotnir, er þegar búin að ákæra mennina tvo en núna vilja Virginía, Washington DC og Alabama komast yfir hituna. Virginía, sérstaklega, kom með góð rök fyrir því að réttarhöldin ættu að flytjast þangað. Nú, kemur í ljós að Maryland er með óskiljanleg lög sem koma í veg fyrir að hægt sé að dæma börn til dauða. Virginía þjáist ekki af þessu vandamáli og krefst þess að fá að halda réttarhöldin til þess að þeir geti líka drepið sautján ára lagsmanninn.
Hvað annað var í sjónvarpsfréttunum í kvöld. Tja, látum okkur nú sjá. Það var fjallað um unglinginn sem drap tvo og særði fjóra í Oklahóma í dag. Það var talað um stelpurnar tvær sem voru handteknar í Washington með lík í aftursætinu. Það var talað um unglingana fimm sem nú kemur í ljós að voru dæmdir í margra ára fangelsi að nauðga konu fyrir tíu árum en kemur í ljós að þeir gerðu ekki þar sem annar hefur játað glæpinn (þeir, fimm svartir fátækir unglingar. hún, ung hvít fjárhagskona á uppleið). Eftir þetta fylgdi stutt umfjöllun um Rússland og hvernig hundrað gíslar hefðu þegar látist af gasinu sem víkingasveitin beitti. Einbeitt athugasemd fréttamannanna: "What is going on in Moscow, Connie?" Já og síðan kom löng frétt um minningarathöfn um hundinn Birdie sem fórnaði sjálfum sér í marga mánuði í leitarstarfinu í World Trade Center. Eftir að hafa hlustað á þrjár ræður sem haldnar voru við minningarathöfnina og birt í sjónvarpinu, þá er talið líklegast að hann er núna uppi í himnaríki að hugga fórnarlömb sprenginganna ellefta september í fyrra. Stofnaður hefur verið sjóður um Birdie til að hjálpa öðrum hundum sem eiga við svipuð sálfræðileg og líkamleg vandamál að etja eftir þjónustu þeirra við leitina. Bandaríkin. Woman.
02:15
(0) comments
Jæja, nú hef ég komið upp nýju athugasemdakerfi. Gamla kerfið var alltaf að detta niður svo ég nýtti mér veffrelsið mitt og fékk mér nýtt. Nú verður bara að koma í ljós hvort það virki ekki, hvort að allir "vinir" mínir sem hingað til hafa ekki sagt múkk skrifi núna reglulega til þess að veita einum litlum annálaritara stuðning og proper appreciation til að skrifa enn lengri og skemmtilegri pistla. Svona sem gulrót, þá hefur þetta kerfi þann hæfileika að breyta skilaboðum eftir því hve margir hafa sent skilaboð. And let the festivities begin! Talandi um festivities, þá fór ég í massa partí á föstudaginn og hitti fullt af eldri nemum í deildinni sem hingað til hafa verið ósýnilegir "eldri nemar" sem við busarnir tala um í hvíslum með awe in our voices. Kemur í ljós að ég, Brynhildur, er kúl. Þegar ég hafði komið mér fyrir á strategic stað fyrir framan snakkborðið, gengur einn af goðunum, eldri nemi, upp að mér og spyr hvort ég sé ekki sú víðfræga Bryn. Jú, svara ég með hæfilegum þótta en samt blöndu af obsequiousness. Nú, svaraði neminn, ég vildi bara kynna mig þar sem ég hef heyrt svo mikið um nýja nemann Bryn og vildi endilega kynnast henni. Woohoo. I'm popular. Það er talað um mig. Etc. Nú spyrjið þið ef til vill af hverju ég vildi endilega láta alla vita af þessu litla atviki. Ég neita algjörlega að sálgreina sjálfa mig, but to venture an excuse, þá er þetta líklega hæfileg mixtúra af minnimáttarkennd og yfirgnæfandi þörf fyrir að láta alla vita hvað ég er æðisleg. Í orðum goðsins ódauðlega: I ain't nothing but a hounddog...
Reyndar var einn galli á þessu teiti. Ég gat ekki slitið mig frá því fyrr en klukkan var orðin tvö. Sem var ekki nógu gott því að daginn eftir átti ég í miklum erfiðleikum að rífa mig upp úr rúminu klukkan tíu til þess að fara og kenna nokkrum menntaskólakvikindum að skila ritgerðum. En ég er hins vegar búin að gera góðverk helgarinnar. Í tvo tíma bauð ég fram þjónustu mína sem yfirlesari til að fara yfir ritgerðir hjá sérstaklega hæfileikaríkum krökkum sem voru allir að sækja um háskólavist í skólum eins og Princeton, Yale og Harvard. Þótti mér þetta vera sérstaklega áhrifarík ferð aftur í tímann. Sérstaklega minnti einn krakkinn mig á sjálfa mig. Þegar ég las ritgerðirnar sem þessi sautján ára pjakkur hafði púslað saman var eins og ég væri að lesa gömul verk eftir sjálfa mig. Hann notar sömu setningagerðir og ég fyrir sjö árum, langar setningar með yfirblásnu orðaforða sem minnir á átjándualdar skáldverk án þess þó að vera pretensious. Hann hefur sérstaklega formlegt skopskyn og tekst að skrifa blaðsíður um sjálfan sig án þess að segja neitt um sjálfan sig. A little Binna in the making, I must say. Fannst hann, needless to say, algjört æði og reif niður ritgerðirnar hans af miklum móð.
Það tekur þó á að vera góða fairy godmother. Ég dróst aftur inn í íbúðina mína klukkan þrjú á laugardegi og ætlaði að reyna að sofa til að safna kröftum fyrir kvöldið en ákvað þó fyrst að reyna finna CNN og læra aðeins meira um tragedíuna í Rússlandi. Fann stöðina aldrei. Það er hægara sagt en gert að leita að einni stöð þegar kona þarf að fara í gegnum níutíustöðvar. Og áður en ég gat gefist upp og lúllað smá í sófanum datt ég inn í alveg mjög merkilega þáttaröð sem var verið að sýna um American Justice. Tveir tímar af suddalegum sögum af morðum og mannránum, ein sérstaklega átakanleg þegar hún fjallaði um raunir ungrar tuttugu og eins árs stúlku sem árið 1977 var rænt í Kaliforníu og haldin fanginni í sjö ár af S&M pari í úthverfi Red Bluff, California.
Og já, áður en ég gleymi því, verð ég að mæla með myndinni Secretary. Þetta er alveg æðisleg mynd og ég mæli hiklaust með henni. Reynið samt að lesa ekki neitt um hana áður en þið farið á hana. Kom mér MIKIÐ á óvart. James Spader er með spectacular comeback í myndinni og leikkonan sem leikur í henni á eflaust eftir langan feril á hvíta tjaldinu.
Hef eins og venjulega, ekki gert neitt af viti núna um helgina. Gisp.
Já, og áður en ég fer að kvarta yfir fjárhagsstöðu ungra íslenskra námsmanna hérna erlendis, þá vil ég segja aðeins frá honum Arne. Arne er frá Belgíu og fær ekki styrk frá Kólumbíu. Hann hefur tuttugu og fimm bandaríkjadali á viku til að lifa af í NY. Tuttugu fara í hverri viku í matvörur sem gefur honum u.þ.b. fimm til þess að skemmta sér. Greyið hefur ekki gert neitt síðan hann kom hingað. Hann hefur setið og lesið og skrifað (fíflið, and I am very jealous here, er næstum því búinn með allar lokaritgerðirnar sínar) og endrum og eins farið einn og rölt niðrí miðbæ. Ég og Helen vinkona mín buðum honum í hádegisverð á föstudaginn og drógum hann svo í bjórdrykkju heim til mín og síðan í partíið umtalaða (umtalaða þ.e.a.s. hér að ofan). Veit einhver um einhvern hérna í NY sem getur klippt hár ókeypis? Arne bað mig um að spyrjast fyrir.
Ef einhver hefur áhyggjur af því hve mikið ég er farin að sletta í íslenskunni minni, þá er einstaklega rational ástæða fyrir því. Kemur í ljós að ég á enga ensk-íslenska orðabók. Go figure!
01:30
(0) comments
fimmtudagur, október 24
Jæja. Nú hef ég ekki skrifað í langan tíma. Enda hef ég gengið á rósrauðu skýi síðan ég sá Derrida á mánudaginn og hef afar lítið gert. Reyndar hef ég svo lítið gert að núna er ég komin í panikkast yfir því sem ég er búin að lofa mér í núna næstu daga og vikur.
Item: þarf að fara í bíó þrisvar.
Item: þarf að fara á tvo mismunandi málþing
Item: þarf að bjóða fram þjónustu mína á morgun til að fara yfir háskólaumsóknir hjá "disadvantaged" menntaskólakökkum í NY.
Item: þarf að skrifa fjórar ritgerðir, eina stutta bókagagnrýni, og undirbúa tvo fyrirlestra
Item: þarf að fara í keilu í kvöld
Item: þarf að finna Halloween búning og velja Halloween partí (I know, me popular)
Item: þarf að fara í safnaferð um helgina
Item: þarf að kaupa bókaskápa, skjalaskápa og fataskápa
Item: þarf að týna allt draslið upp af gólfinu og setja í thessa theoretísku skápa
Item: er búin að skrá mig í sjö mismunandi tölvunámskeið næstu þrjár vikurnar. Sigh.
Item: örugglega eitthvað meira, en ég er með alveg hræðilega skipulagsgáfu svo ég er að gleyma því.
Í dag sá ég guð. Jacques Derrida kom í heimsókn til Kólumbíu og hélt fyrirlestur. Derrida er maðurinn sem hefur trónað hátt yfir höfðum okkar bókmenntafræðislubba síðan hann vakti fyrst alþjóðaathygli á sjöundaáratugnum. Derrida er maðurinn sem hélt fyrirlestra í París á byltingarárunum og var það vinsæll að þúsundir mættu á hvern fyrirlestur og tróðu sér í hvert horn og hverja gluggakistu. Derrida er maðurinn sem er sá síðasti af stóru frönsku karlpóstmódernistunum sem er enn á lífi og fyrir það á hann sérstakt hrós skilið... Og ég sá hann. Ég sá hann lesa, þ.e.a.s. að tala um lestur en lesa ekki, ég gekk framhjá honum á kampus og ég starði og tók myndir með litlu vefmyndavélinni minni (smá innskot: varðandi nýjar myndir á síðuna, það er svo mikið drasl í skrifstofunni minni að ég hef ekki séð snúruna sem tengir myndavélina við tölvuna í langan tíma. Mikið yrði það poignant að ég, sem tók fjórar myndir af goðinu, gæti síðan aldrei séð þær. Mikið yrði það derridískt...).
Derrida. DERRIDA. DeRRiDa. o.s.frv.
Derrida hefur haft gífurleg áhrif á bókmenntafræðina í dag. Hann er tískuviðbrigði (ef tísku má kalla þegar hugsunartengsl hans hafa haft áhrif á alla orðræðu nútíma bókmenntafræði) sem er upphaf og endir, miðja og jaðar bókmenntafræð-ísku. Þar sem Derrida segir sjálfur að ekki er hægt að túlka eða greina texta án þess að breyta þeim, án þess að eyðileggja þá, afbyggja og byggja upp á nýtt í nýrri mynd, tel ég því nauðsynlegt núna á þessum tímapunkti að leyfa honum sjálfum að tala (þegar ég segi að ég ætla að leyfa honum sjálfum að tala, þá er ég auðvitað að tala gegn sjálfri mér, þar sem við á Íslandi stöndum frammi fyrir tveimur skilafrestum til að skilja Derrida. Við getum ekki lesið franska frumtextann og túlkað hann, heldur verðum við að lesa íslenska þýðingu (þ.e. túlkun, eyðileggingu, uppbyggingu) á franska frumtextanum og byggja út frá honum.)
Í ritgerð sinni "Formgerð, tákn og leikur" sem birtist í íslenskri túlkun Garðars Baldvinssonar í bókinni Spor í bókmenntafræði 20. aldar segir Derrida (lesist: íslensk uppbygging í formi/nafni Derrida):
Viðburðurinn sem ég kallaði rof...kann að hafa komið fram þegar farið var að hugsa um, þ.e.a.s. endurtaka, formgerðareðli formgerðarinnar, en sú er einmitt ástæða þess að ég sagði þennan klofning vera endurtekningu í fyllstu merkingu þess orðs. Upp frá því var nauðsynlegt að hugsa um lögmálið sem á einhvern hátt stýrði þessari þrá eftir miðju þegar formgerðin var að myndast en einnig um það ferli táknunar sem fyrirskipar tilfærslu og víxl þessa lögmáls miðjunálægðar; miðjunálægðar sem þó hefur aldrei verið hún sjálf heldur alltaf færð út fyrir sjálfa sig inn í staðgengil sinn... Upp frá þessu varð án efa nauðsynlegt að hugsa sér að það væri engin miðja, að miðja í formi nálægrar-veru væri óhugsandi, að miðjan ætti sér engan náttúrulegan sess, að hún væri ekki fastur staður heldur virkni, eins konar ekki-staður þar sem óendanlegur fjöldi tákn-víxlana brygði á leik. Það var á þessari stundu sem tungumálið flæddi yfir vettvang hinna fjölþættu spurninga, á þessari stundu sem allt, í fjarveru miðju eða upphafs, varð að orðræðu -- svo fremi að við getum sæst á það orð -- þ.e.a.s. að kerfi þar sem hið miðlæga táknmið, hið upphaflega og yfirskilvitlega táknmið, er aldrei fyllilega nálægt nema í kerfi mismuna. Fjarvera yfirskilvitlega táknmiðsins þenur vettvang og leik táknunarinnar út í hið óendanlega.
Þarna kemur Derrida inn á margt það sem hann átti eftir og á eftir að fjalla um á lífsferli sínum. Hann talar um þetta rof í skilningi sögunnar og í hugsun mannsins, þegar ekki er hægt lengur að hugsa um staðreynd sem sannleika, um söguna sem sanna, um tungumálið sjálft sem rétta birtingarmynd þess sem það reynir að lýsa. Í heimi Derrida er allt mögulegt. Táknin sem ekki eru til lengur bregða á leik í mannlegri hugsun. Textar vísa fram og til baka, afturábak og áfram en samt aldrei í neitt. Því það er engin miðja. Það er enginn sannleikur. Það eina sem er til er óendanleg fjarlægð merkingarinnar og darraðardans tungumálsins.
Derrida er guð. Og ég sá hann í dag.
Smá innskot: af hverju eru Ítalir svo brilljant. Ég sver. Ég fór í The Italian Institute í dag og hello Fabío! Þegar ég starði ekki á Derrida, starði ég á manninn sem sat við hliðina á honum. Early thirties. Ítali. Þriggja daga skuggi af skeggi á sterkbyggðum kinnbeinunum. Ólífubrúnt andlit. Svartar buxur, svört rúllukragapeysa og svartur flauelsjakki. Gelað hár, hrafnsvart (ooh-la-la). Og eyrnarlokkur í vinstra eyra... Stór eyrnarlokkur, danglandi.
Fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um Derrida, geta nálgast Derrida: The Movie. Auglýsingatextinn á myndinni er eftirfarandi: "What if someone came along who changed not the way you think about everything, but everything about the way you think." Á auglýsingaspjaldinu birtast fjöldi mynda af Derrida í svörtum jakka. Hann kíkir út undan sér á myndavélina, augnaráðinu beint til áhorfandans en forðast samt að ná augnsambandi. Axlirnar kreppast í svörtum jakkanum og hann ýtir þeim út undan sér gegn mótvindi sem blæs á hann. Pípan lafir kæruleysislega úr munni hans, rétt eins og hann bjóði áhorfandanum að reyna að ná henni úr munni sér. Silfurhvítt hárið, stuttklippt, er greitt upp í pönkaða odda sem reyna að ná upp til grámyglulegs himinsins.
15:00
(0) comments
sunnudagur, október 20
Hvað get ég sagt! Það var æðislegt á föstudaginn. Ég fékk algjöra overdose af feminískum fræðum. Dagurinn byrjaði um hádegið þegar allur fyrsti bekkurinn í enskudeildinni hittist í kynjafræðideildinni í Kólumbíu og hlustaði á fyrirlestur hjá Jean Howard (munið, sem ætlar að fara yfir meistaraprófsritgerðina mína) um sögu kvenna- og kynjafræði. Eftir það fór ég í tíma og talaði allan tíman um Virginíu Woolf og hvernig nútíma feministar hafa nýtt sér hana, notað og afneitað síðustu fimmtíu árin. Og eftir það fór ég á "the Met" (eins og við NYorkerar in the know köllum Metropolitan Museum of Art).
Þessi safnferð var í boði háskólans. Ég er nefnilega í tíma hjá Jean Howard þar sem við tölum um hvernig kyn og kynferði var skapað á sextándu og sautjándu öldinni og var þessi ferð farin til þess að stara á málverk frá þeim tíma og athuga hvernig kynferði er sýnt og/eða skapað af málurum þeirra tíma. Eftir viðburðamikla ferð í strætókerfi New York þar sem ég er næstum hent út úr strætó fyrir að hafa ekki nóg klink (í sakleysi mínu hélt ég að ég gæti borgað með peningaseðlum. sigh) hitti ég elsku Jean og bekkinn fyrir utan safnið og ég geng inn í mekka listarinnar í fyrsta skipti í fjögur ár. Ég get ekki lýst þessu safni og ætla ekki einu sinni að reyna það. Eins gott að ég verð hérna næstu sex árin til þess að geta komist yfir a.m.k. hluta af safninu.
En eitt þó: ég var að rölta í mesta sakleysi í einu af endalausu göngum safnsins. Við vorum á leiðinni frá herbergi fjögur yfir í herbergi ellefu til þess að finna einhverja boring mynd til að stara á... þegar... ég lýt upp... og þarna er hann--ROCHESTER. Ást lífs míns, maðurinn sem ég ætlaði að giftast fyrir tveimur árum. Ég stoppaði. Blóðið þaut upp í kinnarnar og ég starði agndofa og allur bekkurinn sem var fyrir aftan mig stoppaði eins og dómínókubbar. Í þessum litla gangi, ekki sérstaklega vel upplýstum, var málverkið sem ég hef séð í tugum bóka í mismunandi litum og prentgæðum. Bekkurinn glápti á mig þar sem ég stóð frosin og Jean bað mig um að segja eitthvað um þennan mann. Hvernig var það hægt. Ég gat ekkert sagt. Fyrir framan mig var maðurinn sjálfur og ég var í engu ástandi til að gera neitt nema horfa horfa og horfa. Ég stamaði: "Rochester. He was cool." Þögn. Ég sleit augunum frá málverkinu og leit í kringum mig á bekkjarfélaga mína sem biðu eftir að ég segði eitthvað meira og gáfaðra. Ég kyngdi, leit flóttalega í kringum mig, og rifjaði upp nokkra gullmola um manninn og ljóðin og manninn og manninn og ældi því upp úr mér. Og síðan fórum við. Að horfa á boring mynd af James I og nokkra silfurkaleika frá sextándu öldinni. Eins gott að háskólinn bauð okkur upp á dinner og rauðvín eftir á. Ég sat í kaffiteríunni í safninu, svolgraði í mig rauðvíni og reyktum lax og fíflablöðum og hugsaði um Myndina. O woman.
(0) comments
föstudagur, október 18
Ég var að fá mjög skuggaleg skilaboð frá bókasafninu. Bækurnar sem ég er með í láni eru komnar yfir tímann (not anything new there) en þeir eru að segja mér að hámarkssekt sem ég get fengið er þrjátíuþúsund krónur. Ég þarf semsagt að fara STRAX á bókasafnið. Aaaargh. Hvað varð um litlu sætu hundraðkallasektirnar á Íslandi...
Hef MIKIÐ að segja, en hef ekki tíma til að skrifa núna. Eina ástæðan fyrir að ég er yfirhöfuð við tölvuna er að ég vil ekki my loyal fanbase vonbrigðum. LOL. See ya later alligator! In a while crockodile! O.s.frv.
11:24
(0) comments
miðvikudagur, október 16
By the way, getur einhver tölvunjörður hjálpað mér. Internet Explorer hleður sig ekki sjálfkrafa þegar ég kveiki á honum. Ég þarf alltaf að ýta á "endurhlaða" takkann til að fá nýjustu útgáfu af síðum sem ég er að skoða. Þetta er alveg ótrúlega óþægilegt þar sem ég er af þeirri kynslóð sem vill láta gera hlutina fyrir sér. Kann einhver að breyta stillingunum??? Help please!!!
22:40
(0) comments
Hmmm. Það var verið að bjóða mér á ráðstefnu í West Point American Military Academy. Ráðstefnan heitir: Post 9/11 U.S. Foreign Policy: Challenges and Concerns in a Changed World. Ef ég ákveð að fara, fæ ég að gista í alvöru "military barracks" með WestPoint nemendum. Tempting... but no. LOL. Hello thank you very much!
22:38
(0) comments
þriðjudagur, október 15
Hmmm. Það er eitthvað að blogger... AFTUR. Þarf að komast að því hvernig ég flyt heila klabbið yfir á Kólumbíu. Þetta gengur ekki lengur!!!
23:41
(0) comments
mánudagur, október 14
Hmmm. Þegar ég gekk heim úr skólanum í dag gekk skuggaleg kona upp að mér. Ég byrjaði eins og venjulega að ganga hraðar, sneri höfðinu aðeins í áttina að henni, án þess þó að horfa á hana, og hristi höfuðið með afsökunarbros á vör. En mér tókst ekki að sleppa í þetta sinn. Hún talaði við mig og bað mig um hjálp að komast heim. Hún var nefnilega að koma úr sjúkrahúsinu þar sem hún var að sækja pillurnar sínar (er með eyðni) og hafði ekki pening fyrir leigubílnum sínum. Hún var þó glöð að hún ætti heima einhvers staðar þar sem fyrir tveimur árum var hún heimilislaus. Hvað get ég sagt. Ég gaf henni þrjá dali. Það minnsta sem ég gat gert. Og þegar ég kom heim þvoði ég hendurnar þar sem vinstri höndin mín snerti hennar þegar ég rétti henni peningana. Ég er svo vond. Ég er alveg á bömmer yfir þessu. Afhverju í ósköpunum fann ég fyrir þeirri ómótstæðilegu þörf að þvo hendurnar. Ég á að vita betur... i am a crreepy woman.
18:24
(0) comments
sunnudagur, október 13
Jæja. Ég er að fríka út í kapaltengingunni minni nýju. Er núna búin að vera á netinu í fimm tíma, að gera ekkert sérstakt (nei ég er ekki ennþá búin að svara öllum bréfunum. Am working on it). Ég er meirað segja búin að horfa á íslenskar fréttir og Kastljós í gegnum ruv.is! Ah! Nútímatækni. Hvernig var hægt að lifa á netsins. Þetta er reyndar spurning sem virðist varla vera svar við. Ég man að þegar Unnur vinkona fór Danmörku árið 1996, þá skrifuðumst við reglulega á í gegnum póstinn. Ég skrifaði öll bréfin mín á ritvélina mína og ljósritaði þau til geymslu fyrir sagnfræðinganna þegar ég er rík, fræg og dauð. Síðan sendi ég þau með pósti. Unnur vildi hins vegar faxa öll bréfin sín, en ég þverneitaði að faxa mín þar sem mér fannst gaman að fá bréf í gegnum lúguna og fannst faxið vera svo "ópersónulegt". Oh these innocent times.
Ég get dagsett nákvæmlega daginn sem ég lærði á internetið. Ég var nýbyrjuð í sumarvinnu á Borgarbókasafninu og kynntist þar Gerði. Gerður var búin með eitt ár í bókasafns- og upplýsingafræði og vissi allt um þetta nýja fyrirbæri sem ég var búin að heyra svo mikið um: internetið. Hún hjálpaði mér að setja upp fyrsta tölvupóstfangið mitt 13. júní 1998. brynhildur@yahoo.com. Og eftir það var ekki aftur snúið.
Núna get ég ekki ímyndað mér lífið án internetsins. Ég geri allt á netinu. Ég finn upplýsingar um sýningar sem mig langar til að sjá, um almenn hugðarefni sem mér dettur í hug, um fólk sem ég er nýbúin að hitta, um gamla vini hér og þar í heiminum. Jafnvel námið mitt myndi þjást fyrir að vera ekki nettengd. Ég fæ aðgang að ógrynni greina og ljósmynda af gömlum handritum í gegnum bókasafnið í Kólumbíu og hluti af allri vinnunni hérna í skólanum gengur út á að taka þátt í nettengdri umræðu við aðra bekkjarfélaga um námsefnið.
Anyways, nóg um það. Fór í stórskemmtilegt teiti á föstudaginn í hálfvotri skyrtu. Það kvöld entist til níu laugardagsmorguninn. Eftir teitið frá Jon fórum við nokkur heim til mín og héldum áfram sukkinu. Þar heimtuðu þrír strákar að sanna karlmennsku sína með að drekka skot af brennivíni og borða hákarlinn sem Ása gaf mér þegar hún kom í heimsókn. LOL. Grey þeir. Og grey við þar sem ég þurfti að koma með tvær viftur inn í stofuna og opna alla glugga í íbúðinni til að losna við lyktina. Eftir partíið fórum við Alyson, John og Edward (latínuguttinn sem getur opnað flöskur með tönnunum) niðrí í miðbæ NY og fórum þar á alveg suddalegan stað sem spilar djass alla nóttina. Edward gafst fljótlega upp en við þrjú sátum þarna í þrjá tíma og hlustuðum á improv djass. Hittum þar skuggalegan gæja frá New Jersey sem Alyson sver fyrir að hafi verið mafíósi (leit út fyrir að vera það, var þannig klæddur og talaði í sífellu um "his connected friends") og undir lokin var Alyson komin upp á svið að syngja með djassistunum. Gengum út klukkan átta um morguninn og fengum okkur morgunmat áður en við sofnuðum í leigubílnum á leiðinni heim.
Laugardagurinn: gerði ekki neitt. understandably.
Sunnudagur: tók allar bækurnar upp úr kössunum mínum. Kemst að því mér til mikillar skelfingar að ég á ekki nándarnærri nógu margar bókahillur fyrir þetta fargan. Þarf að fara fiffa eitthvað til. Heng á netinu. Fleiri verkefni í dag: hætta á netinu. Taka til í skrifstofunni. Læra fyrir næstu viku. Elda kvöldmat. Hengja upp internettenginguna á vegginn svo Hailey pirrist ekki á snúrunum á ganginum (fjörutíumetra snúra, thankyouverymuch). Horfa á Angel og taka upp fyrir Ásu.
(0) comments
föstudagur, október 11
Jæja LOKSINS LOKSINS LOKSINS. Jeg er komin með kapal. Jeg er búin að ganga um eins og pirrað ljón núna síðustu þrjá dagana vegna þess að mér tókst ekki að tengja tölvuna mína við netið. En eins og við vitum öll, þá er ekki hægt að halda snillingum lengi í kafi... Mér tókst það. Jibbí og jú. Mér tókst að tengja allt saman IP heimilisfang og TP eitthvað bla tengingu og MAC eitthvað sem jeg er ekki alveg viss hvað er etc etc etc. Og voila! Ég er komin með netið! Og þá tekur við löng seta við tölvuskjáinn til að svara öllum tölvubréfunum sem ég heff fengið síðustu mánuði og ég vona bara að ég hafi ekki móðgað neinn alveg hræðilega...
Mér hefur verið boðið í annað kokkteilboð (já, það er stanslaust stuð hérna í Kólumbíu). I þetta sinn fer ég til Jean Howard (sem er eldklár kona og mjög fræg og ætlar að fara yfir meistararitgerðina mína). Hún er búin að bjóða bekknum mínum til að koma til hennar og kjafta við Valerie Traub sem er að koma í heimsókn hérna í Kólumbíu til að kynna nýju bókina sína. Við erum reyndar að lesa þessa bók í tímunum hjá henni og höfum fengið það verkefni til að koma með fyrstu gagnrýni og grilla hana Valerie þegar við hittum hana. Jibbí. Ég er búin að finna þrjá veika punkta á strúktúr bókarinnar og ætla mér að nýta þá til hins ýtrasta til að afbyggja bókina.
Síðan hef ég fengið starf sem vefynja hjá Early Modern Society í Kólumbíu. Never heard of it? Don´t worry! Við vorum að stofna það. Þetta á að vera samfélag okkar nördanna sem fílum sextándu, sautjándu og átjándu öld og viljum hittast reglulega, drekka rauðvín og "talk shop". Allt á kostnað skólans, naturlich!
Kassarnir mínir komu í gær. Hann Weasel hjálpaði mér að bera þá upp og í staðinn gaf ég honum einn bjór, kjúklingaflatböku og leyfði honum að horfa á Batman Beyond teiknimyndina mína. Svaka stuð.
Og núna um helgina skrifa ég henni Helgu Kress. Don´t ask!
18:57
(0) comments
fimmtudagur, október 10
Jaeja, nu hef jeg ekki skrifad i langan tima. Af hverju, nu vegna thess ad jeg ER AD FA kapal. Ja, jeg veit ad jeg hef sagt thetta nuna i tvo manudi samfleytt, en honest! thetta er allt ad koma. Jeg er buin ad fa tengingu inn i ibudina, buin ad kaupa framlengingasnuru og eitthvad apparat sem a ad gera okkur Hailey kleyft ad vera a netinu a sama tima. Nuna snyst allt um thetta apparat. Thad virkar ekki enntha... En thetta er allt ad koma og jeg get aftur farid ad skrifa med islenskum stofum, en thad er ekkert eins leidinlegt og ad lesa og skrifa islensku med enskum stofum.
Annars var jeg i gaer i kokkteilbodi hja forseta framhaldsskolans i Columbiu. Hann a heima i risastorri ibud og baud ollum nyjum framhaldsnemendum i haskolanum thangad. Thetta var massa stud og allt yfirflaeddi af illalyktandi rennandi blautum ostum. Og til thess ad halda upp a kvoldid, tha for jeg eftir thad til Helenu til ad horfa a nyjan thatt, Birds of Prey, sem fjallar um dottur Batmans og Catwoman, sem tekur upp ofurhetjuhlutverk sitt i gervi The Huntress, og berst gegn glaepum i Gotham. Thetta hlytur ad vera med ljelegustu thattum sem jeg hef sjed. (Sorry Asa, jeg er ekki alveg viss um ad jeg nenni ad taka hann upp (en Angel er audvitad alltaf tekinn upp...).)
Jeg sit nuna heima og hef laedst inn i skrifstofu Haileyjar til ad hanga a netinu. Jeg er ad byda eftir flutningskollum og -konum sem aetla ad koma med bokakassana mina fra Islandi i dag. Greyin eru ekki enn komin, og jeg er farin ad hafa ahyggjur, thar sem jeg er ad fara i tima nuna klukkan fjogur, mjog skemmtilegan tima sem a ad segja mjer allt um lesbiskar hneigdir a timum Elisabetar I. Yupp. Jeg er i mjog gagnlegu nami...
Thad var sidan eitthvad annad sem jeg aetladi ad segja, en jeg er longu buin ad gleyma thvi. Oh well. Hasta la vista.
13:42
(0) comments
laugardagur, október 5
Jaeja. Jeg er bara hissa a thvi hve gaman var ad hanga ein i gaer.
Hvad gerdi jeg? Nu, a fimm timum tokst mjer ad hakka mig i gegnum halfan litra af Ben and Jerrys. Einnig for jeg systematically i gegnum nyja trodfulla isskapinn. Bjo mjer til halfa kjuklingasamloku og eldadi hraedilegan "tv-dinner" (th.e.a.s. setti i orbylgjuofninn). Neongraenar baunir, gul kartoflumus. Sosa og kalkunaskinkubringa. MMmmm. Einn litri af kaffinlausu diet-koki hvarf med thessum rjettum sem og ein flaska af bandariskum Rolling Rock bjor.
Og a medan thessi matarorgia atti sjer stad, uppgotvadi jeg ad stod 44 hafdi sjerstakt Startrek kvold i gangi. Milli atta og midnaettis voru gamlir thaettir ur Star Trek: The Next Generation syndir og jeg sat/la i sofanum og glapti a Picard og Data og vitid thid hvad: I was not alone. Stodin hefur nefnilega thennan sid a nordakvoldum ad bidja alla ahorfendur ad hringja eda skrifa til sin til ad segja af hverju StarTrek er aedi. Svo ad allan timann, tha birtust nedst a skjanum skilabod fra ahorfendum alls stadar fra i heiminum til MIN, skilabod sem sogdu ad jeg var ekki su eina sem var svo mikill aumingi ad hanga heima a fostudagskvoldi og glapa a sjonvarpid.
(0) comments
föstudagur, október 4
Thad er ekkert eins furdulegt og ad sitja heima ein og yfirgefin a fostudagskvoldi i storborginni New York. Thegar jeg lit ut um gluggann er utsynid ekki eins og thad a ad vera. Gluggar thessarra thusunda nagranna sem jeg hef hjerna hefur faekkad. Ljosid skin ekki lengur gladlega ut til min. Nei, segja their, eigendur okkar eru einhversstadar ad skemmta sjer. Bla.
I alvorunni. jeg sit heima og er ad velta thvi fyrir mjer hvort jeg eigi ad fara ad sorfa milli niutiu sjonvarpsstodvanna minna eda fara ad lesa bok. Engin skemmtileg kra, ekkert skemmtilegt parti, ekkert skemmtilegt folk (tja, fyrir utan mig audvitad). Gisp. Jeg er meira ad segja svo heiladaud eftir langa og stranga profviku ad skrifa skemmtilegan texta hjerna a thennan vefleidara. Bleugh.
Thad goda vid ad vera hjerna er ad Hailey ibudarfjelagi for ut ad versla i dag. Tuttuguthusund kronur thank you very much. Hver var ad kvarta yfir matvoruverdi a Islandi???
og. .... ok. nenni thessu ekki lengur. er farin ad glapa og borda Ben and Jerry's is.
Ja. og til allra sem eru bunir ad skrifa mjer brjef og hafa ekki enn fengid svar. Bidst innilega afsokunar. Er ad vinna i thvi. voff.
20:22
(0) comments
miðvikudagur, október 2
Grey hnjed a mjer er eitthvad stirt thar sem jeg er farin ad taka upp a thvi ad sitja mjog lengi i somu stellingu an thess ad hreyfa mig. Jeg var a roltinu fyrir fimm minutum i einni af lesstofunum a bokasafninu (lesstofunni thar sem eru bara gomul husgogn og spjaldskrain stendur enn ohreyfd fra thvi fyrir tuttuguogfimm arum). Jeg thurfti ad flyja thadan eftir ad morg grimmileg augu stordu a mig. I hvert skipti sem jeg hreyfdi haegri fotlegginn heyrdist skyrt KRAKK. Jeg gerdi mitt besta. Jeg reyndi ad ganga hratt, haegt, laedast, haetti ad lyfta hnjenu, gekk um med staurfot, a haelunum og sidan a tanum en ekkert gekk.
Aetli jeg thurfi ekki ad fara gera thridju tilraun vid ad finna sundlaugina (thad er semsagt leynilaug hjerna i Kolumbiu, en hingad til hefur henni tekist ad fordast ad vera fundin...) Gisp.
15:22
(0) comments
þriðjudagur, október 1
Ha! Tha er jeg buin i fronskuprofinu minu. Thid verdid liklegast anaegd ad vita ad jeg fae tiu i thessu profi eins og venjulega. Ah, it's hard to be me.
Anyways, vardandi russnesku sopransongkonuna mina. Jeg verd ad vidurkenna ad jeg hef aldrei farid a operu adur. Thad naesta sem jeg hef komist ad thvi er ad fara a uppsetningu Tjekkneska thjodbruduleikhussins a Don Giovanni. En thad voru brudur. Thad var gaman. Thad er allt annad ad fara og horfa a folk uppi a svidi syngja texta sem er med ollu oskiljanlegur (tho their eru nu reyndar bunir ad texta thetta og thad er allt komid a risaskja fyrir ofan svidid). I fyrsta atridinu sat jeg eins aftarlega og jeg gat i saetinu minu og reyndi ad fordast ad vidurkenna ad jeg vaeri ad horfa a thetta. Jeg er ekki ad segja ad thetta vaeri fyndid. Sjerstaklega thegar karlarnir tveir (ljotir feitir og skeggjadir) eru bunir ad syngja um fram og til baka um litlu Madame Butterfly, hvad hun er ung og mikil bruda og barnaleg og bla, og sidan gengur hun Butterfly a svidid, oll hundradogfimmtiu kiloin af blonde healthiness. Uberfyndid. En operan ma tho eiga eitt. I odru atridinu var jeg komin i edlilega stellingu i stolnum og i thridja og sidasta atridinu andadi jeg ofan i halsmal manneskjunnar sem sat fyrir framan mig, jeg var ordin svo aest i ad sja hvernig thetta endadi (og jeg er ekki fra thvi ad Asapjasa hafi gratid sma i lokin.)
Thessi fyrsta reynsla af operukvoldi er lika eftirminnileg fyrir thad ad mesta rigning sem jeg hef sjed byrjar strax og vid erum komnar ut ur operuhusinu. Binna, thar sem hun er "alvoru" NewYorker var audvitad buin ad thverneita ad taka leigubil heim og boggast upp i nedanjardarlestina. Sem kom mjer i koll thegar lestin henti ollum ut a 96 straeti i thessa monsoonrigningu. Og thegar hundradmanns flykkjast upp i einu i rigningu, er ekki moguleiki ad finna leigubil. Jeg og Asa gengum heim a 122 straeti. Tok okkur taeplega klukkutima. Og jeg sver, vid litum ut eins og vid hofdum farid i sund i ollum fotunum (i mjog ohreina sundlaug, thad er enntha svort slikja a olnbogunum minum...).
Thetta var sem sagt ansi skemmtileg helgi. Hun folst adallega i ad fara ad versla a daginn og a laugardagskvoldid drog Gudlaug vinkona okkar okkur med sjer a Miaow Mix, mjog fraegan og sjerstakan bar hjerna i NY. LOL. En Asa greyid var alltaf farin ad geyspa um midnaetti (sjaid thid, allir sem viljid koma i heimsokn, thad thydir ekki! Timamismunurinn er bara svo hraedilegur!) en reyndi sitt besta ad halda sjer upprjettri.
Og nu er Asa farin. Og jeg er farin ad lesa tiu greinar um hvernig a ad ritstyra fraedibokum.
12:10