Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

mánudagur, október 28
 
Já og hello! Í hvaða hræðilega samfélagi bý ég. Núna er, eins og alþjóð veit, búið handtaka tvo menn fyrir að hafa skotið allt þetta fólk hérna fyrir sunnan. Og hvað gerist svo? Jú, fjögur fylki sem og alríkisstjórnin hérna í Bandaríkjunum eru byrjuð að rífast um það hver fær að halda réttarhöldin yfir þeim. Maryland, fylkið þar sem flestir voru skotnir, er þegar búin að ákæra mennina tvo en núna vilja Virginía, Washington DC og Alabama komast yfir hituna. Virginía, sérstaklega, kom með góð rök fyrir því að réttarhöldin ættu að flytjast þangað. Nú, kemur í ljós að Maryland er með óskiljanleg lög sem koma í veg fyrir að hægt sé að dæma börn til dauða. Virginía þjáist ekki af þessu vandamáli og krefst þess að fá að halda réttarhöldin til þess að þeir geti líka drepið sautján ára lagsmanninn.

Hvað annað var í sjónvarpsfréttunum í kvöld. Tja, látum okkur nú sjá. Það var fjallað um unglinginn sem drap tvo og særði fjóra í Oklahóma í dag. Það var talað um stelpurnar tvær sem voru handteknar í Washington með lík í aftursætinu. Það var talað um unglingana fimm sem nú kemur í ljós að voru dæmdir í margra ára fangelsi að nauðga konu fyrir tíu árum en kemur í ljós að þeir gerðu ekki þar sem annar hefur játað glæpinn (þeir, fimm svartir fátækir unglingar. hún, ung hvít fjárhagskona á uppleið). Eftir þetta fylgdi stutt umfjöllun um Rússland og hvernig hundrað gíslar hefðu þegar látist af gasinu sem víkingasveitin beitti. Einbeitt athugasemd fréttamannanna: "What is going on in Moscow, Connie?" Já og síðan kom löng frétt um minningarathöfn um hundinn Birdie sem fórnaði sjálfum sér í marga mánuði í leitarstarfinu í World Trade Center. Eftir að hafa hlustað á þrjár ræður sem haldnar voru við minningarathöfnina og birt í sjónvarpinu, þá er talið líklegast að hann er núna uppi í himnaríki að hugga fórnarlömb sprenginganna ellefta september í fyrra. Stofnaður hefur verið sjóður um Birdie til að hjálpa öðrum hundum sem eiga við svipuð sálfræðileg og líkamleg vandamál að etja eftir þjónustu þeirra við leitina. Bandaríkin. Woman.

02:15

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur