mánudagur, október 28
Jæja, nú hef ég komið upp nýju athugasemdakerfi. Gamla kerfið var alltaf að detta niður svo ég nýtti mér veffrelsið mitt og fékk mér nýtt. Nú verður bara að koma í ljós hvort það virki ekki, hvort að allir "vinir" mínir sem hingað til hafa ekki sagt múkk skrifi núna reglulega til þess að veita einum litlum annálaritara stuðning og proper appreciation til að skrifa enn lengri og skemmtilegri pistla. Svona sem gulrót, þá hefur þetta kerfi þann hæfileika að breyta skilaboðum eftir því hve margir hafa sent skilaboð. And let the festivities begin! Talandi um festivities, þá fór ég í massa partí á föstudaginn og hitti fullt af eldri nemum í deildinni sem hingað til hafa verið ósýnilegir "eldri nemar" sem við busarnir tala um í hvíslum með awe in our voices. Kemur í ljós að ég, Brynhildur, er kúl. Þegar ég hafði komið mér fyrir á strategic stað fyrir framan snakkborðið, gengur einn af goðunum, eldri nemi, upp að mér og spyr hvort ég sé ekki sú víðfræga Bryn. Jú, svara ég með hæfilegum þótta en samt blöndu af obsequiousness. Nú, svaraði neminn, ég vildi bara kynna mig þar sem ég hef heyrt svo mikið um nýja nemann Bryn og vildi endilega kynnast henni. Woohoo. I'm popular. Það er talað um mig. Etc. Nú spyrjið þið ef til vill af hverju ég vildi endilega láta alla vita af þessu litla atviki. Ég neita algjörlega að sálgreina sjálfa mig, but to venture an excuse, þá er þetta líklega hæfileg mixtúra af minnimáttarkennd og yfirgnæfandi þörf fyrir að láta alla vita hvað ég er æðisleg. Í orðum goðsins ódauðlega: I ain't nothing but a hounddog...
Reyndar var einn galli á þessu teiti. Ég gat ekki slitið mig frá því fyrr en klukkan var orðin tvö. Sem var ekki nógu gott því að daginn eftir átti ég í miklum erfiðleikum að rífa mig upp úr rúminu klukkan tíu til þess að fara og kenna nokkrum menntaskólakvikindum að skila ritgerðum. En ég er hins vegar búin að gera góðverk helgarinnar. Í tvo tíma bauð ég fram þjónustu mína sem yfirlesari til að fara yfir ritgerðir hjá sérstaklega hæfileikaríkum krökkum sem voru allir að sækja um háskólavist í skólum eins og Princeton, Yale og Harvard. Þótti mér þetta vera sérstaklega áhrifarík ferð aftur í tímann. Sérstaklega minnti einn krakkinn mig á sjálfa mig. Þegar ég las ritgerðirnar sem þessi sautján ára pjakkur hafði púslað saman var eins og ég væri að lesa gömul verk eftir sjálfa mig. Hann notar sömu setningagerðir og ég fyrir sjö árum, langar setningar með yfirblásnu orðaforða sem minnir á átjándualdar skáldverk án þess þó að vera pretensious. Hann hefur sérstaklega formlegt skopskyn og tekst að skrifa blaðsíður um sjálfan sig án þess að segja neitt um sjálfan sig. A little Binna in the making, I must say. Fannst hann, needless to say, algjört æði og reif niður ritgerðirnar hans af miklum móð.
Það tekur þó á að vera góða fairy godmother. Ég dróst aftur inn í íbúðina mína klukkan þrjú á laugardegi og ætlaði að reyna að sofa til að safna kröftum fyrir kvöldið en ákvað þó fyrst að reyna finna CNN og læra aðeins meira um tragedíuna í Rússlandi. Fann stöðina aldrei. Það er hægara sagt en gert að leita að einni stöð þegar kona þarf að fara í gegnum níutíustöðvar. Og áður en ég gat gefist upp og lúllað smá í sófanum datt ég inn í alveg mjög merkilega þáttaröð sem var verið að sýna um American Justice. Tveir tímar af suddalegum sögum af morðum og mannránum, ein sérstaklega átakanleg þegar hún fjallaði um raunir ungrar tuttugu og eins árs stúlku sem árið 1977 var rænt í Kaliforníu og haldin fanginni í sjö ár af S&M pari í úthverfi Red Bluff, California.
Og já, áður en ég gleymi því, verð ég að mæla með myndinni Secretary. Þetta er alveg æðisleg mynd og ég mæli hiklaust með henni. Reynið samt að lesa ekki neitt um hana áður en þið farið á hana. Kom mér MIKIÐ á óvart. James Spader er með spectacular comeback í myndinni og leikkonan sem leikur í henni á eflaust eftir langan feril á hvíta tjaldinu.
Hef eins og venjulega, ekki gert neitt af viti núna um helgina. Gisp.
Já, og áður en ég fer að kvarta yfir fjárhagsstöðu ungra íslenskra námsmanna hérna erlendis, þá vil ég segja aðeins frá honum Arne. Arne er frá Belgíu og fær ekki styrk frá Kólumbíu. Hann hefur tuttugu og fimm bandaríkjadali á viku til að lifa af í NY. Tuttugu fara í hverri viku í matvörur sem gefur honum u.þ.b. fimm til þess að skemmta sér. Greyið hefur ekki gert neitt síðan hann kom hingað. Hann hefur setið og lesið og skrifað (fíflið, and I am very jealous here, er næstum því búinn með allar lokaritgerðirnar sínar) og endrum og eins farið einn og rölt niðrí miðbæ. Ég og Helen vinkona mín buðum honum í hádegisverð á föstudaginn og drógum hann svo í bjórdrykkju heim til mín og síðan í partíið umtalaða (umtalaða þ.e.a.s. hér að ofan). Veit einhver um einhvern hérna í NY sem getur klippt hár ókeypis? Arne bað mig um að spyrjast fyrir.
Ef einhver hefur áhyggjur af því hve mikið ég er farin að sletta í íslenskunni minni, þá er einstaklega rational ástæða fyrir því. Kemur í ljós að ég á enga ensk-íslenska orðabók. Go figure!
01:30