þriðjudagur, júlí 29
Jæja. Það þýðir greinilega ekkert að heimsækja þessa síðu þar til ég kem aftur heim til NY þann 26. ágúst næstkomandi.
Til frekari skýringar birti ég hér með ferðaáætlun mína:
Siglufjörður: 30. júlí - 1. ágúst
London: 20. ágúst - 21. ágúst
Cardiff, Wales: 21. ágúst - 26. ágúst
Keflavík: 1.5 tími þann 26. ágúst
New York: 26. ágúst fram í hið óendanlega (Loksins, loksins)
Þar til ég sný aftur til minna heimahafa hef ég afskaplega lítið að segja og afskaplega lítið að gera.
Úuuuuu! En stórfréttir! Ég kem líklegast ekki aftur til Íslands í bráð, þar sem pabbi var að fá vinnu í Lúxembúrg, og flytur þangað í október og verður þar næstu árin. Þar með er ég orðin heimilisleysingi á Íslandi, og sumarfríin mín, ef þau verða einhver, munu koma til með að eiga sér stað á meginlandi Evrópu. (Já, já, ég er massa tríst yfir þessu fyrirkomulagi... ahem).
En núna er ég auðvitað bara að teygja lopann. Ekkert markvert hefur skeð frá því að ég skrifaði síðast fyrir viku síðan, og við heyrumst aftur í lok ágúst. Úgga!
15:05
(0) comments
fimmtudagur, júlí 24
Mein Gott! Hvernig getur Reykjavík verið leiðinleg. Ég er alveg búin að sjá það að ég eigi ekki eftir að hafa frá neinu markverðu að segja þangað til ég kem aftur til stórborgarinnar góðu í vestrinu. Sigh. Það er erfitt að vera "þjóðvillingur" (nýtt orð sem ég lærði í hinni stórmerkilegu bók Uppgjör við umheiminn eftir Val Ingimundarson sem ég gluggaði í í gær. Þjóðvillingur. Merkilegt.
Ég fór nefnilega á Dýraspítalann í Víðidal í gær að ná í hormónapillur fyrir kisuna mína sem er komin á breytingarskeiðið (really). Samtal mitt við dýralækninn var einhvern veginn svona:
B: Sko, héddna, kötturinn minn var orðinn hárlaus þegar ég kom frá Bandaríkjunum í vor, og hún, sko...
D: Já, já, hérna eru pillurnar og til það er afar auðvelt að gefa kettinum þínum hana [hefur upp tæknilegar útskýringar sem fara inn um eitt eyrað og út um hitt hjá mér. Jemeina, pillur og kattagjöf. Christ Bananas!]
B: [truflar kurteislega] Sko, gætirðu kannski xeroxað leiðbeiningarnar fyrir mig, því að annars verð ég svo nervous að gefa kisu... ahem... héddna hér.
D: Ekki málið. Býrðu í Bandaríkjunum?
B: Já.
D: Mikið ertu rosalega dugleg að tala íslensku [sagt með afar condescending tón; sama tón og ég myndi nota til að segja ellefu ára stelpu að hún sé rosalega dugleg að lesa þótt að hún sé að stauta sig fram úr bókinni á algjörlega óafsakanlegum hraða].
B: Thank you, það er sometimes erfitt, héddna, en ég reyni mitt besta, you know!
(0) comments
þriðjudagur, júlí 22
Og hvað með það að Demi Moore sé byrjuð með manni sem er fimmtán árum yngri en hún? Ég sver, ef ég heyri frá enn öðrum útvarpsþáttafáráðlingnum að hún sé "nú flott á því keddlingin" þá mun ég... well þá mun ég skipta um stöð. Aldrei heyrði ég að Rod Steward hafi verið "flottur á því" að dandalast með Rachel Hunter. Og hvað með Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones? Það eina sem stóð upp úr fréttaflutningum um þau skötuhjúin var að goðið Michael sá Catherine í fyrsta skipti í sjónvarpsmynd og hafi ákveðið þá þegar að þessi gella skuli verða eiginkona sín (C. þá 21 árs, M. á sextugsaldrinum). Jú og auðvitað að grey M. sé kynlífsfíkill. Go Demi Moore, go!
06:20
(0) comments
föstudagur, júlí 18
Það er gott gott veður. En neeeeei. Ég fæ ekki að liggja í sólbaði þrátt fyrir að ég hafi sett á mig the indecent sólbaðsbuxurnar og hlýrabolinn sem segist vera frá Nike en er það ekki þar sem ég keypti hann falsaðan af strætissölumanni í Bangkok. Í staðinn ligg ég núna útí beði, að rifja upp reynslu mína sem unglingastarfsmaður, að rífa upp skriðsóleyjar. Og þessar skriðsóleyjar hafa fengið að grassera síðustu þrjú árin svo núna þegar við ráðumst loksins á þær, þá finnum við dauð, rotnandi, illa-lyktandi, slímugar garðplöntur undir þeim.
Just what I need to make my day: the Amazing Mutant Killing Garden Weed.
11:47
(0) comments
fimmtudagur, júlí 17
Ekkert að gerast í dag. Nema ef til vill að ég uppgötvaði mér til mikillar skelfingar að ég hef misst af "besta sumardegi sumarsins" eins og eitthver snepillinn orðaði það svo vel í dag. Yessirree. Í dag, þegar allir Reykvíkingar urðu skyndilega veikir af dularfullu veikinni sem aðeins virðist hrjá okkur þegar viðrar vel; fengu frí úr vinnunni; flykktust til rónanna á Austurvelli; drukku bjór; og kvörtuðu yfir yfirgengilegri hitasvækjunni og flúðu aftur inn í hús klukkan fjögur, þá, þá var ég, Binna, inní húsi, að vinna við tölvuna og fussaði og sveiaði yfir vitleysunni í vinnufélögum mínum sem hurfu hver á eftir öðrum. Því þegar allt kemur til alls, þá spáði veðurstofan jafn góðu veðri fram yfir helgina. Og hvað gerist svo: Veðrið var ekki gott í dag. Sigh. Og núna er ég uppnuminn af þessum séríslenska ótta og kvíða að ég hafi misst af eina góða veðrinu í sumar og að það verði aldrei eins gott veður aftur í sumar og að ég sé ekki nógu sólbrún og bla og bla og bla.
Ég er að segja ykkur. Bandaríkjamenn eru ekki að skilja þennan íslenska ótta. Þegar ég fór til Bandaríkjanna í ágúst á síðasta ári, þá skildu vinir mínir ekki af hverju ég var svo æst í að komast út á hverjum morgni þegar ég sá sólina skína. Ég reyndi að segja þeim það að við verðum að grípa hvert tækifæri til að njóta sólarinnar því að hver veit hvenær við sjáum hana aftur og þeir störðu á mig furðu lostnir, núðu vísifingrinum við ennið og tautuðu í barm sér: ella estas loca (hahaha: spænskukunnáttan mín eftir að hafa búið í hálfspænsku samfélagi Harlem).
Crap. Fer í sund á morgun.
Já og Þórey systir er komin aftur heim til Íslands, stutthærð, rauðhærð, og með milljón teiknimyndir í farteskinu sem hún teiknaði sjálf. Gisp. Hvað er ég að pæla að fara í svona leiðinlegt nám. Aldrei nokkurn tímann á fólk eftir að skemmta sér vel yfir fræðigreinunum mínum eins og yfir teiknimyndum. Sigh enn og aftur.
En þó, I do not quite yet despair. Stephen Greenblatt, maðurinn sem "bjó til" hugtakið um nýsöguhyggjuna, hann var að fá hálfa milljón dollara í fyrirgreiðslu fyrir ævisögu sína um Shakespeare. Í maí síðastliðnum fór ég á fyrirlestur hjá þessari fyrirmynd okkar fræðimanna þar sem hann var að reyna að útskýra ákvörðun sína að skrifa svona "populist" bók um ævi rithöfundar sem ekkert er vitað um og sem verður þar af leiðandi byggð á tilgátum og líkindum og skáldskap fremur en staðreyndum. Vissulega hafði Greenblatt eitthvað til málanna að leggja þegar hann benti á það felist ákveðin mótsögn í því að bókmenntafræðingar hafa löngum litið á ævisögur og ævisögulega bókmenntarýni sem skammarlegar, sem eitthvað fyrir sauðsvartan almúgan, sem eitthvað sem er ekki þess virði að starfa við, á meðan að ævisögur og ævisöguleg rýni er eitthvað sem er langvinsælasta túlkunaraðferð samfélagsins. EN skiljanlega læðist sá grunur að þessi eðal póstmódernisti, Greenblatt sjálfur, hafi eytt löngum tíma í að reyna að réttlæta fyrir sjálfum sér og öðrum þá ákvörðun að skrifa þessa bók, bók sem eins og áður kemur fram á eftir að gefa honum muchos muchos money í framhaldi. Fyrirlesturinn var sem sagt afar klénn.
En Greenblatt má nú eiga það. Hann er lifandi eftirmynd George Bush. Sama hvaða efasemdir ég hafði um efni þessa ákveðna fyrirlesturs, þá skemmti ég mér konunglega við að horfa á andlit Georges Bushs skringilega afmyndað: það leit greindarlega út!
(0) comments
miðvikudagur, júlí 16
Það var verið að bjóða mér í mitt fyrsta bandaríska brúðkaup. Það er ekkert grín að vera boðin í bandarískt brúðkaup. Troðfullt umslag barst inn um lúguna mína í gærdaginn og ég gróf upp úr því flennistórt kremlitað boðskort sem tilkynnti mér að Mr. and Mrs. Gurman buðu mér vinsamlegast að fagna með mér merkisbrúðkaupi dóttur þeirra Hönnu og ástinni hennar honum Joe. En þá er ekki sögunni lokið. Því að einnig barst með leiðbeiningar um hvernig átti að finna kirkjuna (eða synagóguna í þessu tilviki) sem er staðsett einhversstaðar í New Jersey; hvernig átti að finna hótelið sem er staðsett í nágrenninu; hvernig átti að bóka hótelið undir hópafslætti; hvernig átti að finna bestu gjafirnar fyrir hjónakornin (macys.com eða weddingchannel.com); hvernig átti að haga sér og klæða sig í synagógunni svo okkur yrði ekki hent út (hógvær klæðaburður og engin myndataka á laugardögum, og sjö fleiri atriði sem ég man ekki alveg eftir).
Ég er núna strax byrjuð að hafa áhyggjur af þessu. Hvernig kem ég mér út úr New York og til New Jersey. Það eru engar lestir í Bandaríkjunum og ég þyrfti að leigja bíl. Og það þýðir að ég þurfi að komast að því hvaða fleiri frá skólanum fara til þess að hægt verði að leggja í púkk fyrir bílaleigubíl. Og að KEYRA. Hello! Ég hef ekki keyrt bíl að ráði síðan 1999. Og núna á ég að fara að bruna á bandarískum þjóðvegum, á the New Jersey Turnpike, to be precise. Sigh.
Annars hef ég yfir engu að kvarta. Hayley herbergisfélagi (33 ára frá Kaliforníu) hefur farið í fimm brúðkaup á þessu eina ári sem við höfum búið saman. Og í tvö skipti var hún brúðarmær, og eitt skipti aðalbrúðarmær (Matron of Honor...). Og þetta eru ekki nein smá útlát. Skipulagningin hefst þremur mánuðum fyrr hjá vinkonum brúðarinnar. Kaupa þarf kjólinn sem brúðurin hefur valið (já, brúðarmeyjarnar borga sjálfar fyrir kjólana, sama hve ljótir þeir séu); skipuleggja þarf fundi með fylgdarmönnum brúðgaumans um partíið sem haldið er fyrir brúðhjónin áður en af brúðkaupinu verður; skipuleggja þarf einkapartí fyrir brúðurina þar sem brúðarmeyjarnar leigja sal og kaupa mat og bjóða ÖLLUM vinkonum brúðarinnar í smá fyrir-giftingarveislu (nota bene: einnig þarf að fylgja með góð fyrir-brúðkaupsgjöf til brúðarinnar); hjálpa þarf foreldrum brúðgumans (ef á þarf) við að halda "the rehearsal dinner" (alltaf haldinn daginn fyrir brúðkaupið; ekki í raun æfing, bara setið og étið og borðað á kostnað foreldra gæjans); hjálpa þarf foreldrum brúðarinnar við að skipuleggja brúðkaupið og brúðkaupsveisluna (ef á þarf).
En ég er ekki brúðarmær. Thank god. Heldur bara suddagestur sem ætlar að skemmta sér vel að sjá sína fyrstu synagógu, og sitja síðan pent í giftingarveisluni og glápa á sætu gyðingastrákana.
05:43
(0) comments
mánudagur, júlí 14
Og Hello! Loksins blasir heimsfrægð á Íslandi við þessari eðalsíðu. Í nýjasta eintaki Veru er fjallað um bloggfyrirbærið á Íslandi. Í þremur mismerkilegum greinum eru bloggsíður landsmanna greindar og rýndar, og ritsýni úr þeim bestu birt (lesist: ritsýni meðal annars frá yours truly).
EN, ónei! Heimsfrægð mín og virðing mun eflaust bíða eftir sér. Því að textinn sem þeir völdu sem dæmi um ritsnilli mínu (and doubt it not children, I can be purrrty darned eloquent) er alveg útúrkú og sýnir lélega þekkingu á íslensku og íslenskri málfræði (þó ekki stafsetningu, hjúkkit).
Jubbs, ætli þetta þýði ekki að nú mun hefjast enn eitt tímabilið þar sem ég kvarta yfir lélegri íslenskukunnáttu minni hérna á opinberum vettvangi, auðvitað í þeirri von um að einhver hughreysti mig, þó því miður það hafi ekki gerst hingað til. En alltaf reynir kona að fiska...
15:54
(0) comments
Stórfréttir! Ég og Ása fórum á merkismyndina The Hulk í gær. Suddaleg mynd og ekki áttahundruð króna virði. Olli mér miklum vonbrigðum. En ein pæling vaknaði upp við áhorf myndarinnar: Af hverju er Hulkurinn hárlaus? Ég meina, hann er með hárlausa bringu, hárlausa lappir, og síðast en ekki sítt, nauðarakaða handarkrika. Hvað kemur til? Mín persónulega skoðun er sú að Hulkurinn er eins og við fórnarlambafeministarnir einnig fórnarlamb fegurðarímynda samfélagsins og hefur lesið of mikið af Cosmo. Hvað finnst þér?
15:46
(0) comments
Ekkert skrifað í rúmlega viku... Ekki mér að kenna. Ég hef verið úti á landi. REally... En nú hef ég sem sagt snúið aftur í siðmenninguna.
Glöggir lesendur spyrja eftilvill hvað manneskja eins og ég (óforskammað borgarbarn sem aldrei hefur séð fjós nema í Hollywood myndum sem gerast á nítjándu aldar Írlandi... Ah, Tom Cruise í Far and Away... ahem...) Síðastliðna viku hef ég löglega afsökun fyrir að hafa ekki bætt inn í þessa stórmerkilega síðu. Ég hef ekki getað komist á netið því að ég hef verið úti í óbyggðum Íslands, að predika yfir krökkum í sveitaþorpum landsins um heilbrigt líferni og æskilega framtíð þjóðarinnar, þeirra og kattanna þeirra. (Já, já, ég er greinilega mjög súrhúmorísk eftir þessa lífsreynslu). Ferðin gekk ágætlega. Týpíski dagurinn í þessari heimsreisu Jafningjafræðslunnar innihélt fimm tíma keyrslu, fimm tíma fræðslu og fimm tíma að sitja í sundlaugum landsins og spila TP, betur þekkt sem Trivial Pursuit.
Ég gerði auðvitað taktísk mistök í þessari ferð: Ég mætti hress með aðeins einn suddalegan náttkjól sem ég hef átt síðan ég var þrettán ára, en uppgötvaði strax á fyrsta degi að ég átti að sofa í sama herbergi og ferðafélagar mínir, ein stelpa og tveir strákar. En þar sem ég er þroskuð kona gerði ég gott úr þessu og fór bara að sofa seinna en allir aðrir og á fætur á undan öllum öðrum svo að enginn sæi bleiku hjörtun á hvíta bómullnum...
Þegar ég kom loksins aftur í bæinn á föstudaginn fór ég strax niðrí miðbæ til þess að halda upp á endurkomu mína til í siðmenninguna, og fór í fyrsta skipti núna í sumar á Sirkús. Um það kvöld hef ég aðeins eitt að segja: Sirkús stendur enn fyrir sínu, sama hvað fólk segir. Hvað er skemmtilegra en að hanga með listaspírum og wanna-be gurus og sötra fokdýran bjór í funky húsgagnainnréttingu?
15:43
(0) comments
föstudagur, júlí 4
Ég er í hláturkrampa. Núna ætla ég að birta smá pistil sem ég las í breska dagblaðinu The Guardian. Pistillinn er viðbrögð einnar konu við grein eftir Zoe Williams sem fjallar um nútíð og framtíð feminismans. Ofurfyndið. En endilega ekki taka þessu sem árás eða eitt eða neitt. Ég er allt of löt þessa dagana til að rökræða! ;)
There is a short and sharp way to deal with women who say they are not feminists - you could do it as a nationwide census, which might be more representative than the survey of "35 selected individuals". If a woman answers no to the question "Are you a feminist?", she should immediately be stripped of her voting rights, her right to institute divorce, her legal protection from domestic violence and marital rape - oh, and her pay should be cut to 19% less than that of her male colleagues. Then she could lead the carefree, non-ball-breaking life she so desires, and not be forced to take advantage of all those unpleasant and exhausting social gains which those nasty butch feminists in the 20th century forced on her.
When I hear a woman say "I'm not a feminist" I avoid her. Partly because I despise her, but partly because this makes me think that she spends time entertaining furtive fantasies about lesbian sex, and repeats such Stepford Wife clichés merely to put us off the "scent". And as a respectable middle-aged heterosexual monogamist matron from Hove, such closeted, confused suck-ups fill me with horror. For they are neither friends of women or of men; but stunted misanthropists, fearful and envious of the true love and comradeship between the sexes that can only come from simple equality. Let these cowering wretches embrace the state of allegedly longed-for slavery that existed before modern feminism, and see if they like it; it could even be a reality TV show. It'd be a total hoot!
(0) comments
fimmtudagur, júlí 3
Húplaheyhey! Eftir að hafa starfað á Hagstofu Íslands með skóla síðan ég var sextán ára, fékk ég loksins að prófa að vera yfirmanneskja á þeirri mikilvægu ríkisstofnun. Fríða vinkona, sem eftir eins árs starf hjá Hagstofunni var ráðin sem yfirmanneskja, þurfti að yfirgefa staðinn snemma, og var ég, Brynhildur Heiðardóttir Ómarsdóttir, fengin til að stjórna vaktinni og hafði þar mannaforráð yfir heilum fjórum starfsmönnum.
Eins og alþjóð veit, þá starfa ég við úthringingar í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, og svona seint í vikunni, þá erum við yfirleitt búin að ná í flesta þá sem hægt er að ná í. Því lenti ég í því að mínir fjórir starfsmenn voru alltaf að hringja í sama fólkið og eftir panikerað símtal við Fríðu, sendi ég þrjá þeirra heim. Eftir var ég, the head cheese, sem nú hafði aðeins yfir einum starfsmanni að ráða. Og þessi starfsmaður gerði uppreisn þegar stundarfjórðungur var eftir af vinnutímanum og fór einnig heim.
Og þá fór út um sjóferð þá. Mín tveggja tíma reynsla af stjórnunarstöðu hefur verið afar lærdómsrík. Ég er ekki frá því að ég er meiri manneskja fyrir vikið, og ber betur skilning til uppbyggingu vinnustaðasamfélaga og verklags o.s.frv. LOL. (Bara svo þú vitir elsku Fríða, að þegar þessi orð eru skrifuð, þá er ég búin að skrá mig út, og er því ekki að misnota aðstöðu mína sem yfirmanneskja hjá íslenska ríkinu.) LOL.
16:07
(0) comments
Ég held ég sé orðin geðveik. Í gær, eftir vinnu, tók ég eftir því að glósurnar mínar í spássíunni á þýsku ástarsögunni minni voru mikið til þýðingar á sömu orðunum aftur og aftur. Auðvitað er það ekki gott verklag, svo ég hljóp út í Mál og menningu og keypti tvö stykki af glósubókum. Og þegar heim var komin settist ég niður og skrifaði niður öll orðin sem ég glósaði í fyrsta kafla í glósubókina. Úr þessum níu blaðsíðum komu 24 blaðsíður af glósum, 476 orð thank you very much (eða ætti ég að segja "danke schön"?).
Ég er semsagt búin að reikna þetta allt út. Það tók mig þrjá daga, líklegast um 8 klukkutímar allt í allt að fara í gegnum fyrsta kaflann. Í bókinni eru 26 kaflar. Þetta þýðir að það á eftir að taka mig 75 daga að klára bókina, og þar sem ég býst fastlega við því að hraði minn í þýskulestri eigi eftir að aukast þegar á líður, þá er væntanlega hægt að helminga þennan tíma.
Athyglisverð orð í þýsku sem ég hef lært á síðustu dögum:
(0) comments
miðvikudagur, júlí 2
Ég held að ég kunni ekki lengur að búa í Reykjavík. Eða að ég var búin að gleyma hvað er lítið að gerast hérna í þessari höfuðborg norðursins. Hvar er menningin? Hvað er að gerast í mannlífinu hérna? Er einhver leið á að búa hérna án þess að tapa sér í andleysu íslensks vinnumórals?
(0) comments
Það er greinilega mikið stuð þessa dagana á Bloggergreyinu. Enn og aftur er búið að breyta skjámyndinni þar sem skrifaðir eru pistlar. Áður en ég veit af, verður þetta orðið allt of flókið og ég gefst bara upp, enda heilinn minn of lítill til að halda utan um þetta offlæði upplýsinga. Ahem.
Anyways, þá nálgast hringferð Jafningjafræðslunnar stöðugt. Núna á sunnudaginn verður semsagt lagt af stað til bæja á landsbyggðinni, þar sem við borgarkrakkarnir deilum reynslu okkar meðal sveitakrakkanna. Ahem enn og aftur. En nú er verið að trufla mig aftur. Svona er þetta þegar eina nettengingin er í gegnum vinnuna. Ég er allt of sýnilegt og það er í sífellu verið að kalla á mig og biðja mig um að vinna. Émeinaða! Hvurslags skipulag er þetta.
Sigh. Á næsta ári ætla ég að redda mér feitum styrk og borga sjálfri mér laun fyrir að vera til. Sigh.
12:52
(0) comments
þriðjudagur, júlí 1
Well, ég er að fara til tannlæknis eftir fimmtíu mínútur og hlakka massa mikið til. Ég er búin að hafa áhyggjur af tanngarðinum mínum núna í níu mánuði samfleytt. Einhvern veginn er þetta alltaf þannig að tennurnar eru í fínu lagi þangað til að farið er til útlanda og enginn aðgangur að tannlæknum er til staðar; þá fara draugaverkirnir að byrja og paranoian yfir kaffiblettum á gómnum. En núna reddast þetta. Whooplee. Og síðan ætla ég að biðja um sleikjó!
10:15