mánudagur, júní 30
Halló! Mér hitnar hreinlega um hjartaræturnar. Hver segir að netverjar hjálpi hverjum öðrum ekki á neyðarstundu. Nú kom hún elsku Maríanna mér til hjálpar (you out there me dear? thank ye kindly!). Ég var semsagt búin að senda harðorða kvörtun til Bloggerfólksins til þess að skynda sig til að laga tungumálaerfiðleikana á forritunu, med det samme. Og sat síðan og beið eftir svari. Og hvað kemur svo í ljós! Spurningarmerkin sem komu í stað íslensku stafanna voru mér að kenna þar sem ég var ekki búin að láta Blogger vita af því að ég tala íslensku, ekki ensku. Ahem. En allt er vel sem endar vel. O.s.frv.
Annars var gaman í gær. Ég sat heima hjá Hörpu frænku og las sósíópólitíska ádeilu á kjör lægri stéttanna í Englandi 19. aldarinnar. Bar þessi ádrepa nafnið "Tælandi samningurinn" og segir frá ungu Ariel Summers sem gerir þann samning við jarlinn í hverfinu að ef hann kostar hana til náms, muni hún gefa honum líkama sinn. En svo deyr gamli jarlinn, og ungi og myndarlegi og grimmdarlegi og vel vaxni óskilgetinn sonur jarlsins krefst réttar síns sem erfingi gamla mannsins.
Það sem er kannski einnar helst merkilegast við þessa bók (fyrir utan auðvitað slef slef myndina framan á) er sú staðreynd að hún er á þýsku og ber réttu heiti "Der verfuhrerischer Handel". Það tók mig svo mikið sem TVO tíma til að fara í gegnum rétt tæplega þrjár blaðsíður í þessum sudda. Er sem sagt búin að taka þá ákvörðun að hvert einasta orð sem ég skil ekki, leita ég uppi í orðabók, og glósa það samviskusamlega í spássíuunum. Og þar sem ég býst fastlega við því að not mín fyrir orðabókina munu fara minnkandi eftir því sem á líður blaðsíðuna, mun ég, ef allt gengur eftir björtustu vonum, ljúka við þennan 387 blaðsíðna doðrant í lok sumars. GISP.
Og Harry Potter V er búinn. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Svo ég segi ekki neitt.
05:34
(0) comments
föstudagur, júní 27
Dudes! Blogger is going crazy, and it ain't publishing our darlin' Icelandic symbols anymore. Patience everyone. Am sure this will be back up soon.
14:29
(0) comments
I'll be damned. Það eru stórfréttir í gangi hér í Bloggerheiminum. Blogger er búinn að skipta um útlit á hólfunum sínum. Ég veit bara varla hvað ég á að segja lengur. En gisp.
Enn ein vikan búin og aðeins sex vikur áður en ég fer aftur til Bandaríkjana. Hjúkkit maður. Ég er að fara yfirum af vinnu og íslenskan mín hefur versnað meira á síðasta mánuði en allt árið á undan. Af hverju? gætuð þið spurt ykkur. Nú, vegna þess að sem starfsmaður Jafningjafræðslunnar er ég umkringd ungu fólki (únglíngum, tíhí!) daginn út og inn, og er farin að nota "skilrrru?" "þú'st" og "hddna" í hverri einustu setningu sem kemur út úr mínum rósarmunni. Og ég sem hélt að gamla góða Ísland myndi endurvekja málhæfileika mína. Oh well.
En annars stórfréttir í veðrinu í gær. Kemur í ljós að ofsahitinn hérna á Íslandi er alveg eins merkilegur og okkur öll hafði grunað. Ef tekið er meðaltal af hitastiginu hérna í júnímánuði, fram að 26. júní, kemur í ljós að meðalhitinn í Reykjavík er 11.2°C. Aðeins einu sinni áður hefur meðalhitinn í júní í Reykjavík farið yfir ellefu gráður síðan mælingar hófust. Það var árið 1941 þegar meðalhitinn var 11.1°C. Nú hefst því mikil spenna. Mun veðurguðunum í Reykjavík takast að slá fyrra met sitt? Við fylgjumst spennt með þessu næstu dagana!
(ah, New York, 28 stiga hiti í gær, sól og blíða. Hvar hafar dagar lífs míns hita sínum glatað? (dude, ég er svo kúl með afbökuðu tilvitnanirnar mínar og enskuslettunum, að ég er að farast ma'r... ok, ég er greinilega að fara yfirum. Föstudagur. Er farin heim. Að lesa Harry Potter V.))
14:20
(0) comments
miðvikudagur, júní 25
Almáttugur. Ég fæ ekki að sleppa við flóknu samskiptaleikina sem Bandaríkjamenn virðast þrífast á, jafnvel þótt ég sé flúin yfir Atlantshafið, í örugga heimahöfn Íslands. Ég er núna búin að fá þó nokkur bréf frá Helenu og Allison, þar sem koma fram misvísandi túlkanir á vandræðunum sem áttu sér stað rétt áður en ég flutti aftur heim, og ég þarf að sýna mikla diplómatíska hæfileika, skrifa þeim sitt hvort bréfið þar sem ég styð þeirra málstað, en þó á þann hátt að ef hinn aðilinn les bréfið, þá sjái hann ekkert í því til þess að móðgast yfir, heldur í raun sjái stuðningsyfirlýsingu við sig í bréfinu. Bréfin enda því ansi klisjukennt og opin og hægt er að túlka þau á mismunandi vegu.
OG, síðan var ég að fá bréf frá Hayley herbergisfélaga. Við erum semsagt báðar tvær að leigja út íbúðarhlutann okkar. Ég hafði talað við leigandann minn, Blake einn tuttugu ára sætur strákur, og sagt honum frá íbúðinni og hvernig á að haga sér í henni og fara með húsgögnin, sérstaklega húsgögnin sem eru í eigu Hayley þar sem henni er mjög annt um þau, og bla bla bla. Blake hefur væntanlega sagt Mickey, leigjanda Hayley, sem hefur líklegast sagt Hayley. Nú var ég sem sagt að fá bréf frá Hayley sem spyr mig af hverju ég sagði Blake að hún væri paranoid um húsgögnin sín, og sagði mér að ég ætti að tala um við hana ef mér líður illa að búa með henni blablablabla. Svo ég þurfti að skrifa henni bréf þar sem ég sagði að mér líkaði mjög vel við hana, að hún væri yndisleg manneskja, og æðislegt að búa með henni og að ég minntist þess aldrei að hafa baktalað hana o.s.frv. o.s.frv. Og nú er ég með magaverk og bíð eftir svari og ég hata svona vandræði. Gisp. Slúðurberar. Auðvitað hefði ég átt að gæta orðanna minna frekar, en ég hélt í alvörunni að ég væri að vera fyndin þegar ég sagði Blake að hún væri paranoid, og meinti nú aldrei illt með því. Einnig hefði ég átt að minnast þess að Blake greyið er aðeins tvítugur og þeir tala nú ansi mikið oft.
En nóg um þetta rant. Ég verð bara fúl að tala um þetta. Í gærdag og í dag er ég að skrifa fyrirlestur sem ég held fyrir þátttakendur í Snorraverkefninu á morgun. Snorraverkefnið er verkefnið þar sem ungir vestur-íslenskir krakkar koma til Íslands og kynnast uppruna sínum. Ég á að halda fyrirlestur, ásamt Ásu vinkonu, þar sem ég segi frá kjörum íslenskra kvenna þegar þær komu til Vesturheims, og nefna nokkrar merkar íslenskar landnámskonur. Ég hef flutt þennan fyrirlestur áður (tvisvar) en er núna að endurbæta hann töluvert. Ég er búin að klippa út allt sem ég hafði skrifað um sögu feminisma á Íslandi, og er að lengja hlutann sem leggur áherslu á Vesturheiminn. Það eru síðan auðvitað engar heimildir um þetta efni. Ég er að pæla mig í gegnum það helsta sem skrifað hefur verið um flutningana til Nýja Íslands, bæði á íslensku og á ensku, og aldrei er talað um konurnar og hvað þær gerðu.
Týpísk lýsing er einhvernveginn svona: "Jón bóndi flutti út ásamt konu sinni Gunnu. Jón bóndi starfaði alla tíð sem bóndi og fiskimaður. Þau áttu tvö börn." Svo við fáum skilmerkilegar og greinargóðar lýsingar um hvernig íslenskir karlmenn eyddu deginum, hvað þeir eyddu löngum tíma í fiskerí, bóndastörf, mat, svefn o.s.frv., en konurnar, þær eru ósýnilegar. Þrátt fyrir að þær hafi mjög oft stjórnað búskapnum algjörlega þar sem fiskeríið dró vestur-íslensku karlmennina burt frá heimilinu marga mánuði á hverju ári. Ég klára að fara í gegnum heimildirnar í kvöld og skrifa niður fyrirlesturinn. Aðalniðurstöðurnar eru: það er til fátt skrifað um vestur-íslenskar konur.
Fyrir þá sem hafa áhuga, er hægt að finna gamla fyrirlesturinn á veffanginu: http://www.briet.tk
Einnig er afar merkilegt fyrir mig að ég er ekki að skrifa niður heimildirnar í fyrirlestrinum. Þar sem hann er aðeins lesinn upp og á aldrei eftir að vera yfirfarinn af sagnfræðingi, bókmenntafræðingi eða fræðingi af einhverju tagi, þá punkta ég bara niður hvaða bækur ég notaði ef ég vil breyta síðar, en merki ekki niður blaðsíðutöl, heimildamenn, dagsetningar, o.s.frv. Eftir ársnám í framhaldsnámi í háskóla, er það mjög óþægileg tilfinning að vera gera þetta svona ófræðilega og ófaglega. But what the hey. You only live once, and it's fun to live on the edge. Eða eitthvað í þá áttina.
(0) comments
sunnudagur, júní 22
Ættarmót ættarmót ættarmót. Það er alltaf mikið stuð á ættarmótum... Fór á ættarmót um helgina. Stútfullt félagsheimili einhversstaðar í sveit sem ég man ekki alveg hvað heitir, í dal sem er fylltur af þokumóðu og með ekkert símasamband nema gengið sé upp fimmhundruð metra þverhnípi og stiginn hinn velþekkti gemsadans sem gengur út á að halda símanum frá sér með útréttar hendur og hökta um þangað til að merki Símans birtist á skjánum.
Annars var þetta ættarmót ansi hefðbundið. Fólk byrjar á því að faðma alla og kyssa, þrátt fyrir að það þekkist ekki neitt og muni ekki alveg nafnið hvort á öðru. Síðan er tekið við að éta og setið í gegnum tvo tíma af skemmtun þar sem krakkakvikindi ættarinnar láta ljós sitt skína meðan foreldrarnir úúúaa og aaaaa og aðrir taka mynd af sætleikanum (LOL. cuteness. léleg þýðing, eða hvað!). Og þegar skemmtidagskránni lýkur, þá er tekið við að drekka og dansa við ABBA og íslenska slagara, og fólkið sem þekktist ekki fyrir fimm tímum er núna orðið bestu vinir (enda bundnir órjúfanlegum íslenskum blóðböndum), þar til klukkan slær þrjú og allir slagast fram í tjald um miðja íslenska sumarnótt.
Ég fór á ættarmótið með eitt takmark, og eitt takmark aðeins: að sofa. Ég vildi sofa og sofa og sofa. Og já, kannski liggja í sólbaði í sveitinni og lesa eina af þessum átta bókum sem ég passaði að pakka niður í töskuna mína. En þar sem ég er elsta frænkan í föngulegum hóp barnabarna (ég 24 ára, allir hinir 6-13 ára) þá fékk ég ekki mikið tækifæri til að liggja í leti. Í hvert skipti sem ég hélt að ég hefði fundið stað þar sem enginn gæti fundið mig, var ég leituð uppi og þurfti að láta ljós mitt skína; að breiða út visku mína sem eldri (kúl?) frænkan. Þetta gekk svo langt að á laugardagseftirmiðdegið fyllti ég brúsa af kaffi, dró upp tvær bækur og gekk af stað. Eftir tuttugu mínútna göngu var ég komin úr augsýn á félagsheimilinu og fimm mínútum seinna fann ég lítinn lund þar sem íslenskur skógur (30 sentimetra há tré) beið eftir mér. Ég leit flóttalega í kringum mig, kastaði mér niður á fjóra fætur, og skreið eins og ég ætti lífið að leysa í gegnum þennan frumskóg þar til ég kom að litlum lundi þar sem ég gat falist frá veginum svo lengi sem ég settist ekki upp. Ah, frelsið, kaffið, bókin.
(0) comments
fimmtudagur, júní 19
Ofurfyndið! Í dag sat ég á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar á Grandhótelinu í Sóltúni. Bríet hafði verið beðin um að koma með kveðju til flokksins í tilefni af 19. júní, og ég verð að segja að kveðjurnar okkar voru kannski aðeins of kaldar. Einhvern veginn var ávarpið sem við sömdum í gær massa flott og yfirvegað þegar við lásum það yfir í tölvunni. En þegar þetta var lesið upp fyrir fullan sal af Samfylkingarþingmönnum og öðrum bigwiggum í kaffidrykkju, var það skyndilega orðið miklu neikvæðara en við héldum. En þetta var samt fínt! Vegna þess að allar athugasemdirnar sem við höfðum fram að leggja um starf Samfylkingarinnar í þágu jafnréttis síðustu árin áttu fullkomlega rétt á sér. Og Kiddý elskan sem flutti ávarpið var algjört æði og var mjög yfirveguð. Annað en við Fríða sem sátum aftast í salnum og reyndum að fela á okkur stressuðu hendurnar.
Bærinn var hálfbleikur í dag í tilefni dagsins og það var fínt. Ég á auðvitað bara svört föt, en gekk stolt um í bleiku pottloki. Eða að minnsta kosti á það að heita bleikt. Húfan er svo gömul og upplituð og fúin að hún er hálf grá og guggin þessa dagana.
En aftur að Samfylkingunni. Það var gaman að sjá að Össur hefur greinilega farið til ímyndarfræðings. Hann gengur ekki lengur um með þverslaufu heldur með mjög myndarlegt bindi. Og ég verð líka að viðurkenna að gæinn kom mér mikið á óvart. Ég hef ekki séð hann halda ræðu áður, og maðurinn var lifandi, hress, skemmtilegur, orðhvass... þangað til auðvitað að hann fór að tala um nauðsyn landvarna á Íslandi þegar ég missti áhugann. Og Ingibjörg Sólrún er alltaf jafn skelegg, þó eitthvað var hún í rólegu skapi þegar hún kom upp í ræðupúltið eftir Össuri. Myndaði skemmtilegt mótvægi. I wonder, hvaða baktjaldamakk er í gangi í jafnaðarflokk Íslands?
Já og það kom mörg yndisleg skot frá bæði Össuri og Ingibjörgu á Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græna. En engar á Framsóknarflokkinn. Hmmm. Ætli þetta þýði eitthvað sérstakt? Verð að hugsa... LOL.
Og á morgun. Á morgun fer ég út á land á ættarmót. Kannski. Er ennþá að velta þessu fyrir mér. Hvort ætli það sé skemmtilegra að slaka á í sveitinni og lesa um helgina, eða fara á útskriftir í háskólanum á laugardaginn, og grillveislu meðal gamalla Kvennalistakvenna á föstudaginn. Verð að hugsa meira. Eða sofa kannski frekar. Hmmmmm.
21:01
(0) comments
Þessi skrif vekja auðvitað upp ákveðnar hugrenningar. Hvaða orð er best?
(0) comments
Aðeins þrjátíu blaðsíður eftir. Gellan sem lifði af öðru árásina hefur framið sjálfsmorð. Önnur kona er núna í haldi raðmorðingjans. Mjög spennó.
Annars eyddi ég gærkveldinu í að semja harðorða yfirlýsingu til Samfylkingarinnar ásamt Kiddý og Önnu og Fríðu. Við erum brútal, skal ég segja ykkur. Samfylkingin verður núna að fylgja eftir fögrum loforðum sínum um jafnrétti. O.s.frv...
08:30
(0) comments
miðvikudagur, júní 18
Það er enn allt á floti hérna sem er vont fyrir okkur lúðana sem höfum ekki efni á einkabíl og reiðum okkur á fjóra jafnfljóta og strætó. En það gaf mér þó tækifæri til að vera Florence Nightingale fyrir 21. öldina. Á leiðinni úr jafningjafræðslunni yfir í vinnuna mína í Hagstofunni rambaði ég á orm sem var að synda í polli í Nóatúni. Blíðum höndum fór ég um greyið þegar ég greip um búkinn á honum og henti honum í næsta beð. Reyndar sá ég síðan tvo aðra orma á leiðinni, sem skriðu makindarlega um gangstéttirnar, en var þá of löt til að hjálpa þeim. Einn af hverjum þremur. Ég kalla þetta nú bara góðan árangur.
Raðmorðingjasaga dagsins: Blindsighted eftir Karin Slaughter. Auglýsingin um bókina tilkynnir stolt: "Don't read this alone. Don't read this after dark. But do read it." Ég verð samt að segja að hún er ekki alveg nógu blóðug fyrir minn smekk. Aðeins tvær árásir hingað til (bls. 215) og af þeim lifði annar af. Þó má hún Slaughter eiga það að árásirnar eru ansi hugmyndaríkar. Sérstaklega sú fyrri. Sú var svo viðbjóðsleg að ég hef aldrei séð annað eins notað áður í spennubókmenntum, og verð að viðurkenna að mér hafði ekki einu sinni dottið í hug að þetta væri hægt. Það virkar greinilega að heita Slátrun þegar kona skrifar spennusögu!
17:12
(0) comments
Rigning rigning og aftur rigning. Sautjándi júní var afar blautur. Ekki það að það skipti mig neinu máli. Ég var að vinna til miðnættis þann dag.
Sem starfsmaður hins hússins var ég sett í að sjá um tjaldið á Ingólfstorgi þar sem listamennirnir fengu sér kaffi áður en þeir fóru á svið og sungu fyrir fjöldan. Ljúft starf að öllu leyti þar sem ég sat í sex tíma, drakk kaffi, borðaði kleinur, og las eina raðmorðingjasögu frá Bandaríkjunum. Gæslan var afar lítil, nema þegar Páll Óskar kom inn í tjaldið og ég þurfti að reka tíu ára krakkagrislingana sem héngu í kringum tjaldið, bönkuðu í það og öskruðu: "Palli. We love you."
Hápunktur dagsins: þegar bílstjóri á vegum Reykjavíkurborgar var afar dónalegur við mig og aðra stelpu og talaði um hve stelpur væri lélegar að bera og sagði okkur að við yrðum bara að skila það að við gætum ekki borið jafn mikið og karlar, jafnvel þótt við værum Rauðsokkur. Síðan tók hann strákinn í hópnum, fór með hann í bíltúr og skildi okkur "stelpurnar" eftir til að bera kassanna sem hann var búinn að eyða svo miklum tíma í að tala um hve aumar við værum og gætum ekki lyft þeim.
Annar hápunktur dagsins: að vera inni í tjaldinu þegar Páll Óskar skipti yfir í sviðsfötin. Palli er æði. Palli. We love you!
09:48
(0) comments
laugardagur, júní 14
Sigh. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hvað það skiptir miklu máli að vera með sítengingu á internetið þegar haldið er úti einhvers konar vefleiðara. Þegar tölvugimpið tengist netinu í gegnum 56K módem í gegnum lélegu símalínurnar í Smáíbúðarhverfinu hverfur einhvern veginn glansinn af netinu og ég finn mér eitthvað annað að gera. Ég er ekki að segja að það er auðvelt. Fyrstu tvær vikurnar hérna á Íslandi þjáðist ég beinlínis af afvötnunareinkennum (skyldi að ef til vill kallast aftengslaeinkenni?). Ég skalf af löngun til að komast á netið, að finna fingur mína hamra með stöðugum og kröftugum takti á plasttakka lyklaborðsins. Ég sá í hverri einustu gangstéttarsprungu tengingar símalína og rafmagnssnúra. Ég fór ekki á Matrix II, því að ég vissi að minningarnar sem myndin myndi vekja yrðu mér ofviða. En í síðustu viku náði ég nokkurs konar jafnvægi. Ég er ekki að segja að þetta sé auðvelt. Ef ég kemst í internettengda tölvu núna, þá á ég það til að tapa mér í tilgangslausu en stórkostlegu vafri. Ég flökti á milli afkima netsins í algleymingi. Ég... hemm hemm. Farið að verða aðeins of klénn texti... Let's move on.
Ég get sem sagt upplýst það að síðustu tvær vikurnar og næsta eina og hálfa mánuðinn er ég starfsmaður Jafningjafræðslunar (staðsett í Hinu húsinu í Reykjavík). Hvernig það starf mun verða get ég ekki sagt til þar sem þessar fyrstu tvær vikur hafa farið í það að kynnast hópnum sem ég mun starfa með og að sitja ýmis konar fyrirlestra um málefni sem tengjast unglingum á Íslandi. Mér finnst námskeið æði...
Einnig er ég aftur orðinn "stoltur" starfsmaður Hagstofu Íslands, þar sem ég vinn á kvöldin við að hringja út og spyrja fólk um vinnu og tölvunotkun. Þessar spurningar eru auðvitað, eins og ég flýti mér til að benda á, stórmerkilegar fyrir framhaldandi þjóðarhag og þjóðarhamingju. Svo ef þið kæru lesendur lendið í rannsókn frá Hagstofu Íslands, svarið þið greiðlega og skilmerkilega því að hvert svar skiptir máli!
Þessar tvær vinnur þýða það að síðan ég kom til Íslands hefur meðal vinnudagur minn verið tólf tímar. Sem er ansi hart þar sem ég er orðin soft eftir að hafa verið nemandi í Bandaríkjunum í eitt ár. Ég er búin að missa niður þennan íslenska harðneskjuskap sem allir hérna virðast hafa, að geta mætt í vinnu dag eftir dag, unnið yfir sig, og allt það án þess að kvarta og jafnvel gera lítið úr vinnunni við vini og fjölskyldu. Ég vil ljúfa lífið aftur. New York, engar áhyggjur, ég kem aftur í lok ágúst.
Síðan er ég með þrjátíu bækur sem ég verð að lesa í sumar, tvö tungumál sem ég verð að læra (þýsku og latínu), verkefni sem ég þarf að starfa að á Þjóðarbókhlöðunni (meira um það seinna) og eitt handrit sem ég þarf að lesa yfir. Sigh ég er overworked and underpaid.
En ég verð núna að drífa mig þar sem pabbi ætlar að gefa mér far niðrí bæ ef ég slekk á tölvunni innan fimm mínútna (Ah, New York þar sem neðanjarðarlestirnar svifu fram hjá á fimm mínútna fresti og hálftíma leigubílafar kostaði fimmhundruð krónur). Því hef ég ekki tíma til að segja þær sögur sem ég er búin að ákveða að megi fara inn á þennan vefleiðara (það kemur nefnilega í ljós að það er mjög erfitt að skrifa um fólk hér á Íslandi, þegar ég er á Íslandi. Allt spurning um persónuvernd beibí!). Svo "hasarinn og háskaleikurinn í smáþorpinu" sem ég hef orðið fyrir síðan ég kom hingað aftur til Reykjavíkur bíður til næsta skiptis. En til að halda í ykkur áhuganum ætla ég að birta niðurstöður internetprófa sem ég var að taka. Því að ég veit að allir hafa jafn mikinn áhuga á mér og ég sjálf. Er það ekki?
You are The Merovingian, from "The Matrix." Wit and danger, with a French twist. You are adamant about the slightly materialistic things- power, wealth, posession. Dominating, aren't we?
What Matrix Persona Are You? brought to you by Quizilla
You are the typical feminist, depressed, artist. You go against the crowd and do everything you can to be different. Too bad noone notices. Try communicating with people, not just looking down on them.
What kind of typical high school character from a movie are you? brought to you by Quizilla
(0) comments
föstudagur, júní 6
Loksins loksins! Ég er komin með internettengingu hérna heima og get semsagt byrjað að skrifa aftur. Ég er búin að vera á Íslandi í tíu daga núna og mér líður eins og ég hafi verið hérna síðustu fimm mánuði. Ah, gamla Ísland. Sigh. En ekki núna. Ég ligg afvelta eftir að hafa fengið lambalæri í fyrsta skipti í ár og ætla að vera ansi halló núna á föstudagskvöldi og hoppa upp í rúm með kisu og fara að lesa.
19:10