miðvikudagur, apríl 30
Gisp. Fólk er ekki að fatta húmorinn minn! Ætli ég verði ekki ekki að halda kjafti og vera sæt... (LOL. Vísa í athugasemdir sem bárust í tveimur af færslunum hér fyrir neðan.)
Annars er ég, Binna, apparently komin út úr skápnum sem anarkóhúmorfeministi (eðalorð, verð að segja, bókmenntafræðimenntun mín kemur greinilega að miklu gagni. Já og líka að latínan virkar stundum ansi vel, ég meina, hvernig væri þetta á íslensku, "stjórnleysingjaskopkvenfrelsissinni"?), og það sem meira spennandi er, þá er ég komin í fyrstu bloggritdeiluna mína.
Ég hef fylgst með miklum áhuga með ritdeilum sem fara fram í hinum íslensku bloggheimum síðan ég hóf sjálf að halda úti vefleiðara. Fyrir þá lesendur sem ekki þekkja til í bloggheimum, þá fara bloggdeilur fram svona:
Bloggari A skrifar eitthvað á netið sitt, og vísar oft í umræðu sem farið hefur fram í fjölmiðlum eða á öðrum opinberum vettvangi.
Bloggari B les Blog A og er ósammála. Bloggari B skrifar andsvar á bloggið sitt og skilur oft eftir athugasemd hjá Bloggara A þar sem hann bendir á heimasíðu sína og gefur í kjarnyrtu og miskurteisislegu máli til kynna að hann sé ósammála skoðunum A.
Bloggari A svarar bæði á athugasemdarkerfi sínu þessum aðdróttunum og skrifar einnig nýjan pistil þar sem hann ítrekar skoðanir sínar, og lýsir nákvæmlega afhverju mómæli B séu alveg fáránleg. Einnig fer bloggari A við þetta tækifæri á bloggsíðu B og mótmælir í athugasemdarkerfinu þar.
Lesandi E, F, og G halda ekki úti bloggsíðu en hafa, þrátt fyrir þennan óskiljanlega skort, skoðanir á málefnum, og leggja sitt af mörkum í athugasemdakerfi beggja aðila.
Bloggari C tekur eftir ritdeilunni og vill fá sinn hluta af hitunni og skrifar pistil um málefnið á sínu bloggi og segir þar nákvæmlega hvað sé að röksemdafærslu A og B, og afhverju sín skoðun sé sú rétta.
Bloggari D ákveður að þessi deila sé orðin það spennó að hann tekur saman umræðurnar eins og þær hafa farið fram hingað til, með tilvísun í einstaka færslur A, B og C, ásamt vel út völdum athugasemdum sem komið hafa fram í athugasemdakerfum þeirra. Við þetta tækifæri setur D oft fram sína skoðun á málinu.
Þessar ritdeildur geta haldið áfram í eins langan tíma og þáttakendurnir hafa áhuga, getu og nennu. Það sem mestu máli skiptir er að enginn haggist frá upphaflegu skoðunum sínum.
Aðalkúdosið er þegar ritdeilan vekur athygli utan bloggheima og birtist í prent- og/eða ljósvakafjölmiðlum landsins.
Verður að taka fram að þessi listi er ekki ófrávíkjanlegur. Þessi einstöku atriði geta birst í hvaða röð sem er, og fjöldi þáttakenda er ótakmarkaður.
Ég er sem sagt loksins orðin að fullgildum meðlimi bloggheimsins. Þáttaka í bloggdeilu er eldskírn hvers einasta bloggara, þegar hann sannar fyrir jafningjum sínum að hann eigi heima í bloggheimi. Það besta við bloggdeilurnar er auðvitað að athygli er vakin á bloggi bloggarans, og lesendahópur hans eykst til muna. Til þess að viðhalda baráttureglum bloggdeilurnar kræki ég nú í þær tvær síður þar sem bloggdeila mín hefur farið fram. Erna og Einar Mar.
Og til að gera ykkur auðveldara fyrir að fylgjast með þessum baráttuvelli bloggara, þá mun ég nú setja okkur þrímenningana upp í bloggdeiluskemað sem ég útlistaði hér að ofan. Erna er í hlutverki bloggara A. Ég er í hlutverki bloggara B. Í þessu tilviki var enginn bloggari C, og Einar Már hoppaði strax yfir í blogghlutverk D. Nú lýsi ég eftir lesendum E, F og G til þess að virkilegur hiti getur færst í leikinn!
02:14
(0) comments
þriðjudagur, apríl 29
Þetta er nú örugglega ekki kosher (nýjasta orðið mitt. Er greinilega orðinn New York búi. Seinfeld, anyone?), en ég er svo innilega sammála þessum eðalvefskrifara að ég afrita nýjustu færsluna hennar hingað. Þetta kallast feministahúmor með meiru:
Það mætti halda að Femínistafélag Íslands væri af sama kalíber og Black Panthers (konur eru jú niggers of the world) - hvílíka ógn og skelfingu sem það veldur í netheimum í dag. Við eigum greinilega bara að halda kjafti og vera sætar.
(0) comments
Hmm, ég held að ég hafi ekki skrifað eins lélegan íslenskan texta í langan tíma eins og birtist hér fyrir neðan. Reyndar þjáist ég af fjarlægð frá íslenskunni. Á mjög erfitt með að gera mér grein fyrir réttri setningaskipan. Var að lesa ritgerð sem ég skrifaði árið 1999. Ég sver, ég var góður penni... einu sinni. En enskan mín er tipptopp þó. Hún er knöpp, íronísk, orðhnyttin, og fáguð. You want proof? Read my MA thesis... 19:42
(0) comments
Ég er búin að vera áskrifandi af femilistanum núna í tvo mánuði og er að verða illa örg yfir þessari nýlegu umræðu um hver ímynd feminisma og feminismafélagsins er í samfélaginu. Síðustu þrjá dagana hafa flætt yfir mig bréf af meðlimum listans sem núast yfir því að við verðum að ritskoða heimasíðuna, að þetta sé ekki kosher, að þetta gefi ekki rétta mynd af feminisma, að þetta þóknist ekki þessum, og svo framvegis (angi af þessari umræðu hefur farið fram á netinu. Sjá nánari úttekt hjá MHMá). Sá síðan sömu umfjöllun hjá Eagle vinkonu og stíflan rofnaði, ég fór í ham og skrifaði langan reiðilestur á athugasemdakerfið hennar (auðvitað ekki beint að elsku Ernu, heldur að öllum vitleysingunum sem eru á femilistanum og eru að hafa áhyggjur af þessu). Þegar ég var búin að koma pirringnum útúr kerfinu ákvað síðan að þetta væri það athyglisvert, að ég afritaði heilaklabbið og það birtist sem sagt hér:
Ég er orðin ansi pirruð á allri þessarri ímyndarpælingu. Eftir að hafa verið í Bríeti síðan í fjögur ár og síðan núna í feministafélaginu, þá er ég komin upp í kok með að pæla um ímynd feminista í samfélaginu.
Reynslan hefur nebbnilega kennst mér að það skiptir ekki máli hvað við segjum, það er alltaf skilið sem "alveg týpískt fyrir feminista", "öfgafullt", "fórnarlambafeminismi", "gamaldags", o.s.frv. Þessi awareness/ótti við viðbrögð samfélagsins verður ósjálfrátt til þess að kona fer í sífellu að ritskoða sjálfa sig, reyna að orða hlutina svo að allir geta verið sammála, reyna að þóknast öllum. Og auðvitað endar það með því að það sem kona segir og skrifar er ekkert annað en útvatnað dæetkók, algjörlega tilgangslaust, og (kaldhæðnislega nokk) þóknast hvort eð er ekki neinum og er gagnrýnt fyrir að vera "öfgafullt," "gamaldags", o.s.frv.
Núna læt ég bara allt flakka. Hananú. Ég er feministi og get over it! Ég segi það sem ég vil og krefst þess að þegar fólk skilji að það sé ég sem er að tala, ekki allt feministasamfélagið.
19:38
(0) comments
sunnudagur, apríl 27
Fatal and unproductive studies! While, wrapt in philosophical abstraction, she was trying to understand a metaphysical question on the mechanism of the human mind, or what constituted the true nature of virtue, she suffered day after day to pass in the culpable neglect of positive duties; and while imagining systems for the good of society, and the furtherance of general philanthropy, she allowed individual suffering in her neighbourhood to pass unobserved and unrelieved. While professing her unbounded love for the great family of the world, she suffered her own family to pine under the consciousness of her neglect; and viciously devoted those hours to the vanity of abstruse and solitary study, which might have been better spent in amusing the declining age of her venerable parents.
And without further ado, I give you a copy of my MA-masterpiece:
(0) comments
laugardagur, apríl 26
Hmmm. Var að taka eftir því að ég skrifa hálf sundurlaust hér fyrir neðan. En ég er hálf sundulaus þessa dagana. Ég get ekki beðið eftir fimmta maí, því að þá er öllu lokið og við tekur slökun slökun og slökun þar til sumartímarnir hefjast í lok maí. Já, ég get nú með stolti tilkynnt að ég er atvinnulaus aumingi. Þeir sem vilja sjá mig, verða því að koma til heimsókn til stórborgarinnar. Ég get lofað hasar og háskaleik með góðri samvisku!
01:40
(0) comments
Stórmerkilegt! Ég skilaði inn meistararitgerðinni minni á þriðjudaginn og hef verið hálftóm síðan. Það er furðuleg tilfinning að vera að vinna að einhverju í margar vikur og síðan er það búið og ég get ekki gert meira. Eftir að hafa lesið ritgerðina yfir compulsively yfir aftur og aftur á þriðjudaginn og gert breytingar hér og þar á orðalagi, tók ég þá ákvörðun klukkan tvö að prenta hana út og lesa hana ekki aftur. Ég ljósritaði hana, og skilaði henni inn á skrifstofuna í þríriti klukkan hálffjögur. Og fór í tíma. Furðulegt furðulegt. Furðuleg tilfinning skal ég segja ykkur. En er vinnan mín búin. Nei gisp. Nú hef ég tíu daga til að skrifa aðrar þrjár ritgerðir. Gisp.
En hvað hef ég verið að gera síðustu dagana. Hmmm. Á þriðjudaginn fór ég á Greenblatt. Greenblatt er stórstjarna innan akademíunnar, en er kannski einna helst þekktastur meðal almennings fyrir að vera aðal consultant á stórmyndinni "Shakespeare in Love". Þetta var mjög athyglisverður fyrirlestur, og við tækifæri skal ég segja meira frá honum í merkilegu "Starspotting" seríunni minni. En ekki strax. Ég er enn að velta hugmyndum/hugmyndaleysi hans fyrir mér.
Well og síðan hef ég verið að reyna að byrja á hinum ritgerðunum mínum, en mein Gott, ég get ekki einbeitt mér. Á morgun verður sem sagt að duga og drepast, því að þrátt fyrir að meistararitgerð mín sé komin inn, þá verð ég víst að klára hina áfangana mína til þess að útskrifast. Ritgerðirnar eru kannski ekki mikið mál, nema hvað helst að ég þarf að skila einni inn til Edwards Saids sem er auðvitað brútal!
Sem minnir mig á það, ég hélt fyrirlestur fyrir Edward Said á mánudaginn. Eins og alþjóð veit, þá er Said afar dónalegur við nemendur sína. Stysti fyrirlesturinn hingað til entist í tíu sekúndur áður en hann kallaði grey nemandann fífl og leyfði honum ekki að segja meira. Það þýðir nefnilega ekki að skrifa fyrirlestur fyrir Said. Við skrifum glósur og reynum að koma hugmyndum okkar til skila, en oftar en ekki fer Said á einhverjar allt aðrar slóðir og grillar nemendann sem situr fyrir svörum í hugmyndasvæðum sem "silly" nemandinn hafði ekki hugsað út í. Said var síðan í afar miklum ham á mánudaginn. Said, sem er mjög veikur, með ólæknandi magakrabba, hefur greinilega fundið fyrir miklum sársauka síðan hann byrjaði að kenna. Ég er búin að mynda mér kenningu. Said vinnur á X og Y skalanum. X skalinn er sársaukaskalinn hans og Y skalinn er dópskalinn, og það fer eftir því hvar hann er á grafinu hvernig tímarnir ganga fyrir sér. Síðustu þrjár vikurnar hefur hann verið afar hátt uppi á Y skalanum. Þetta hljómar kannski afar callous, en þetta hefur hentað okkur nemendum hans vel, því að þegar hann er dópaður mikið upp hefur hann ekki haft orku til að rífa okkur niður eins og hann er vanur. En ekki á mánudaginn. Ónei, Binna var grilluð. Algjörlega. I stood up to it, I am proud to say, en gekk út í trans. Þið vitið kannski að ef ég væri að skrifa á ensku myndi ég ALDREI segja þetta. Said is god. Veit það alveg. Hann er einn af merkustu hugsuðum nútímans, mikill baráttumaður í réttindabaráttu Palestínumanna, og er upphafsmaður síðnýlendustefnunnar í bókmenntafræði. En hann er ekki góður stjórnandi málstofu. Ég hef þó ákveðinn grun um að hann sé að fíla mig. Hann brosti nefnilega til mín þegar barbekjúinu var lokið og sagði mér að ég gæti haldið áfram fyrirlestrinum mínum í næstu viku...
Já, og síðan VERÐ ég að segja ykkur frá miðvikudaginum. Miðvikudagurinn er semsagt ástæðan fyrir því að ég hef ekki skrifað í þessari viku. Villtur trylltur dagur, enda vorum við fyrstaársnemendur loksins að uppgötva það að ritgerðinni var skilað inn. Dagurinn byrjaði í miðbæ New York þar sem Jean Howard tók bekkinn í heimsókn í Frick listasafnið til að horfa á málverk. Jean var afar alúðleg við mig og ég er aftur komin í aðdáendahóp hennar. Við slúðruðum meiraðsegja aðeins um Greenblatt. Tíhí. En nóg um það. Þegar listasafninu líkur ákveðum við Allison, Edward og Little John að fara á veitingastað og förum á einn dáldið dýran. Eftir það er ekki aftur snúið. Ég fer niður á fimmtugasta stræti til að kjósa í íslenska konsúlatinu, legg mitt af mörkunum til að koma vinstristjórn til valda (U baby U, yeah!), og fer síðan til krakkanna sem hafa elt mig. Komum við okkur fyrir á Zarela's, mexíkóskum veitingastað þar sem við pöntum okkur margarítur til að halda upp á ritgerðarlok. Þetta var eitthvað sem við hefðum getað látið ógert. Það tekur mig þrjá tíma að ljúka tveimur margarítum (já, 2) og þegar ég reyni að standa upp í lokin, gerist eitthvað furðulegt... Ég slaga. Lethal margaritas.
En Allison hefur fengið þessa brilljant hugmynd, og við brunum niður á 12 stræti þar sem við förum í tyrkneskt gufubað. Þetta tyrkneska gufubað er ógeðslegasti subbustaður sem ég hef nokkurn tímann séð. Skanky óhreinn staður með furðulegu fólki sem reynir að tala við mann þegar maður situr og er að reyna að anda í heitasta gufubaði sem ég hef vitað til. Og þar sem ég er ekki ein af þeim sem gengur um með sundbol í veskinu mínu, fór þetta allt fram í nærfötunum og suddasloppi sem suddastaðurinn útvegaði. Þegar við göngum upp úr baðinu, bleikar rúllupylsur, fjörutíumínútum seinna, langar mig helst að brenna þessi nærföt. Allison og Edward fara á Union Square en ég held áfram heim á leið til að brenna nærfötin. Sem gengur þó ekki eftir. Því að þegar ég geng inn í íbúðina mína bíður íslenski gesturinn þolinmóður eftir mér til að flytja og fjórir örvæntingarfullir tölvupóstar frá bitrum Belga sem skilur ekki afhverju enginn mundi eftir ammælinu hans. Og ég þarf að taka stutta sturtu áður en ég bruna aftur niðrí miðbæ með tvær fimmtíukílóa ferðatöskur og kodda undir hendinni, og taka síðan aftur leigara heim til að borða pitsu og súkkulaði og drekka Heineken og telja kjark í mann sem er orðinn afgamall tuttuguogþriggja ára að aldri.
En hvað með Allison og Edward? Well, það er nú saga að segja frá og ég er fegin að ég er ekki hluti af þeirri sögu. Eftir að hafa farið á veitingastað niðrá Union Square með Helenu og BigJohn, kaupa þrjár fokdýrar rauðvínsflöskur, heldur partíið áfram heima í Morningside hverfinu þar sem pantað er bjór frá Famous Deli, vín frá International Wine and Spirits, Little John og Brantley bætast í hópinn, lesið er upp úr Shakespeare og T.S. Elliot fram á rauða nótt og lengur en svo, því að síðasta bjórsendingin kom klukkan sjö um morguninn. Thank God for the Famous Deli. Og þar sem alltof seint er að fara að sofa klukkan sjö, heldur partíið áfram til klukkan tólf þegar haldið er í tíma um Spenser og ljóðagerð á endurreisnartímabilinu, með hvítvínsspritzer í brúsa.
Ah! Við frásögn þessa líður mér eins og responsible nemanda. Yuppsí. Ég hef að minnsta kosti verið að þykjast að byrja á ritgerðunum mínum!
01:28
(0) comments
þriðjudagur, apríl 22
Ég er búin. Ég er búin. Ég er búin. Whoopleeyey! Fer núna á Greenblatt. Agh, life.
15:06
(0) comments
sunnudagur, apríl 20
Ég get ekki setið á mér. Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ var að opna nýjan kosningavef, haegri.is. Alveg brilljant vefur. Við töpum okkur í honum. Til þess að útskýra málið mitt betur, þá opnast þessi krækja ekki í nýjum glugga eins og vani er hjá mér, heldur en í sama glugga. Reynið svo að ýta á Back hnappinn á vafranum til að komast aftur til mín. Hvernig gekk? Ekki vel, n'est-ce pas? Þegar komið er inn á vefinn er no way back... Góð myndlíking fyrir þennan ofursogflokk Íslands.
Já, og eins og Svansson bendir á (einn af hægribloggurum Íslands, maðurinn sem fílar einstaklingshyggjuna svo vel að hann titlar sig ekki sem einstaklingur undir fyrsta nafni, heldur undir kenninafni sínu til að leggja áherslu á fjölskyldu/feðraveldistengsl sín) þá hefur krakkahornið á vefnum sérlega skemmtilega yfirskrift:
og munið krakkar! hver einasta vinstri stjórn veldur skaða þannig að það er best að byrja aldrei
(0) comments
Meistararitgerðin er öll að koma til. Og ég er ekki ennþá dáin af ofþreytu. But my blogdeath is still active. Svo þið heyrið meira á þriðjudaginn, þegar ég verð búin að skila henni. Hasta la vista, babies!
01:03
(0) comments
miðvikudagur, apríl 16
Hæ hó og jibbí jey og jibbí-í jey, ég er búin með meistararitgerð[ina]! Júppla júppla jey. Klukkan er korter í fimm, ég er farin að sofa og meistaraverkið ber titilinn "How to Recognize a Frenchman: Negotiations of National Identity on the Elizabethan Stage". But note well, my devoted readers, gleðin mun ekki endast lengi. Því að á föstudaginn fæ ég þetta final draft aftur með athugasemdum frá kennaranum, og ég mun eyða skelfilegri viku að svitna aftur yfir sama bleðli. Sem og auðvitað að skrifa hinar lokaritgerðirnar mínar sem eiga allar að vera komnar inn fyrir 5. maí. Gisp.
04:51
(0) comments
Stórfréttir! Ég er fylgjandi þessum vitleysingum í frjálslynda flokknum samkvæmt könnun á pólitískum viðhorfum mínum. Þetta er semsagt pólitískt landslag innstu sálarkima minna:
77% Vinstri grænir
31% Frjálslyndi flokkurinn
23% Sjálfstæðisflokkur
23% Samfylking
8% Framsóknarflokkur
Ég hef ákveðinn grun um að þessi yfirgnæfandi stuðningur minn við gamla hvíta glæpamanninn Sverri kemur til vegna þess að ég skildi ekki alveg kvótaspurninguna í könnuninni og skaut á svarið. Jemeina, hver veit hvað "dagsóknarkerfi" er??? En núna fer ég aftur í ritgerðasmíð (ég vona að allir taka eftir því að þetta bréf er skrifað um miðja nótt). Og kjósa í lok vikunnar hjá ræðismanninum.
02:14
(0) comments
mánudagur, apríl 14
The horror! The horror!
Þetta er sem sagt þátturinn með Joe Scarborough sem við horfðum á á miðvikudaginn, þegar allt var að verða vitlaust því að Bandaríkjamenn voru búnir að henda niður einhverri styttu. The full transcript can be found here. Hérna á eftir fylgir mikið af Copy'n'Paste svo þeir sem vilja bara lesa orðin mín verðið að bíða betri tíma...
Þátturinn hefst svo þegar Joe Scarborough kynnir:
What a great night. For the next hour, we’re going to celebrate the collapse of Saddam Hussein’s regime. We’re going to pay tribute to the courage of President Bush, Secretary Rumsfeld and all of those soldiers who fought so bravely. And we’re going to remember the exact words of the Hollywood leftists, the liberal pundits and the media elites who said it couldn’t be done.
Joe Scarborough tekur viðtal við repúblikana þingmann frá Georgíu:
SCARBOROUGH: With me now to discuss the political fallout of today’s events is Senator Saxby Chambliss of Georgia. Senator, good to see you, buddy.
SEN. SAXBY CHAMBLISS ®, GEORGIA: Hello, Joe. Always good to be with you, my friend.
SCARBOROUGH: Yes, sir. A great day for the president, a great day for the vice president and Secretary Rumsfeld, but most importantly, Saxby, a great day for the people of Iraq, wasn’t it?
CHAMBLISS: Well, with that question, you know, the president has talked all the way through this that there will come a day when the Iraqi people will be free, and they’ll be out from under the rule of that cruel dictator, Saddam Hussein. And, you know, like when the Berlin Wall fell, we saw that statue fall today and what a great symbol that was.
SCARBOROUGH: Oh, it’s a great symbol. Now, not everybody, though, were as steadfast in their support of the president as you.
CHAMBLISS: I think the president of the United States from the very first day he was sworn in, Joe, has just done a fantastic job, both domestically and internationally. He just proved himself time and time again. And we said early on in this particular conflict that he was doing it for the right reasons, and it turns out that’s exactly why he did it. And, you know, unfortunately with politics being what they are in America and with as many people on the Democratic side in the Senate especially that we have running for president in 2004, they’re trying to separate themselves from President Bush. And, you know, when he’s on the right side, you can’t do that.
Seinna í viðtalinu...
CHAMBLISS: I mean, look at the people in the streets of Baghdad. They are celebrating. We’re not the imperialists. We’re not going after their oil. That’s not why they’re jumping up and down. Don’t you think that message is going to spread across the Middle East...
Joe Scarborough tekur viðtal við fyrrverandi aðstoðarundirvarnarmálaráðherra Bush eldri:
SCARBOROUGH: And of course, the troops were the ones who were the real heroes here, but Donald Rumsfeld was also vindicated today, wasn’t he?
BABBIN: Absolutely. The “big dog,” as I call him. If you can’t run with the big dog, you better go sit up on the porch. And a lot of these old retired generals who want to be president or want to be senator, they really better go sit up on the porch, because they just can’t cut it. Mr. Rumsfeld put the right team together, and I think that’s-when you look back in American history, particularly American military history, when you see a commander, particularly a civilian commander over the military who knows how to select the right guys, to put the right team on the field, that’s the guy who’s going to win. And that’s really what Mr. Rumsfeld did. He took the right guys. Dick Myers and Tommy Franks, these guys are real, tough warriors, and they went ahead and they kicked tail.
SCARBOROUGH: And I’ll tell you what, and then he let them do it.
Joe Scarborough kemur með nokkra gullmola:
Coming up, liberal journalists should be eating their words tonight.
Dan Goure, MSNBC herráðgjafi:
We now see that most of Baghdad is free from Saddam Hussein’s control and that of his minions.
Joe Scarborough segir aðeins meira frá ástandinu í Baghdad.
The people of Baghdad are free, and the brutal reign of Saddam Hussein has finally come to an end. And if you want to know why, here’s the real deal.
For six months now, George Bush, Dick Cheney and Donald Rumsfeld have been telling the world that the people of Iraq needed to be liberated from Saddam Hussein’s bloody reign. The past three weeks have shown us just how right these three men have been.
Now you and I have seen images of Hussein’s torture chambers, and we learned yesterday of a children’s prison where young kids were kept up to five years for refusing to join Saddam’s Hitler-like group. And, of course, we were witness to Saddam’s sub-human beast who used pregnant women and children as human shields on the battlefield.
Now, Bush, Cheney and Rumsfeld all three warned of the dangers inherent of leaving such a thug in power. All three laid out a road map for winning this war. And you know what? In each and every case, they were exactly right. And yet, these three visionaries have been the target of abuse from left-wing stooges on Capitol Hill, in Hollywood and, of course, at the United Nations.
Dante wrote that the hottest places in hell are reserved for those who remain neutral in times of moral crisis, and if that’s the case, then George Bush, Dick Cheney and my man, Donald Rumsfeld, have absolutely nothing to worry about.
Tonight, may God bless our soldiers, our settlers, and the free people of Iraq.
And that’s the real deal..
Gullmolar úr samtali við Dennis Prager, útvarpsþul:
Being on the left means never having to say you’re sorry.
They will not say they’re sorry. They will not recognize they were wrong. They were wrong on the Cold War. They are wrong on almost everything inside of America. Bilingual education, they thought that was good for immigrant students coming here. It doesn’t matter what the subject-domestic, international-they are consistently wrong.
And one of the reasons they’re consistently wrong is they don’t think morally. They divide the world not between good and evil. Those of us who divide the world between good and evil like the president are dismissed as simpletons. No, they’re sophisticated. They divide the world between rich and poor, white and non-white, strong and weak. The strong could never be right.
They don’t understand that there is moral violence and immoral violence. We use moral violence. God bless this president. He is truly a great man.
And, if you’ve been supporting this war, today’s images from Baghdad should have convinced you that you’re on the right side of history. Some politicians aren’t so lucky.
Hvað Donald Rumsfeld, hæstvirtur varnarmálaráðherra, hefur að segja um stríðið. Sýnir í þessari ræðu, sem sýnd hefur verið aftur og aftur í bandaríska sjónvarpinu, að Bandaríkjamenn vita ekkert um heimssöguna...
Anyone seeing the faces of the liberated Iraqis, the free Iraqis, has to say that this is a very good day. The scenes of Free Iraqis celebrating in the streets, riding American tanks, tearing down the statues of Saddam Hussein in the center of Baghdad are breathtaking.
Watching then, one can not help but think of the fall of the Berlin Wall and the collapse of the Iron Curtain. Saddam Hussein is now taking his rightful place alongside Hitler, Stalin, Lenin, Ceausescu, in the long line of failed, brutal, dictators.
We still must capture, account for, or otherwise deal with Saddam Hussein and the tide is turning. The regime has been dealt a serious blow but coalition forces will not stop until they have finished the job. There’s a lot more fighting that’s going to be done. More people are going to be killed. Let there be no doubt. This is not over despite all the celebrations on the street. We’re going to go in at exactly the right moment and do a very good job.
Joe Scarborough endar þáttinn á að fagna þessari ræðu Rumsfelds og segir hvað við megum búast við eftir Írak...
All right, Rumsfeld in 2008. That’s what I say. Up next, words of warning for Syria, now that the Iraqi government is crumbling other rogue regimes are being put on notice.
(0) comments
Oh boy oh boy oh boy. Ég veit ég ætlaði ekki að skrifa, en verð að segja hvað ég var vond. Apparently gaf ég Dísu, systur Tinnu sem gistir hjá mér núna, bæði vitlaust heimilisfang og símanúmer! Greyið er að flytja frá Íslandi til New York, og lenti í heljar vandræðum seint á laugardagskvöldi, örþreytt og örvæntingarfull að leita að gistingunni sinni, upp og niður Morningside hverfið. Sagan hennar er sögð hér. Ég verð bara að segja eins og Michael Jackson, You know I'm bad, I'm bad, you know it, túdúrú.
00:35
Switzerland -
A neutral power for as long as most can remember, it has avoided war for several centuries.However, it is still considered highly advanced and a global power.
Positives: Judicial.
Neutrality.
World-Renouned.
Powerful without Force.
Makes Excellent Watches, Etc.
Negatives: Target of Ridicule.
Constant Struggle to Avoid Conflict.
Target of Criminal Bank Accounts.
(0) comments
föstudagur, apríl 11
Enn ein andvökunóttin, en í þetta skipti kemur hún sér vel. Eins og sést hér fyrir neðan gekk ég út af fyrirlestri skoska hægrimannsins Nealls Fergusons "dazed and morally confused". Ferguson, sem heldur fram þeirri kenningu að heimsveldisstefna sé af hinu góða og að breska heimsveldið var það besta sem gat komið fyrir heiminn, setur fram þessa kenningu í hagfræðitungumáli, tungumáli sem erfitt er að svara, sérstaklega þegar það er alveg rétt það sem hann heldur fram: Vesturlöndin hagnast gífurlega á að reka heimsvaldastefnu. En hann reynir líka (í sama hagfræðimáli) að halda því fram að nýlendurnar hagnist líka, og ég veit ekki nógu mikið um nýlendurnar fyrrum og núverandi til þess að svara þessu. En núna er ég að lesa bók Gilbert Achcars, fransks blaðamanns sem ég fór að hlusta á fyrir mánuði síðan. Bókin, The Clash of Barbarisms er misvel rannsökuð, algjörlega hlutdræg, og afar fræðandi og skemmtileg á köflum. Hann kemur með eftirfarandi langa klausu sem ég ætla hér með að birta í heild sinni, sem aflétti af mér allri sektarkennd yfir kenningu Fergusons, þar sem ég sé núna að Ferguson hefur strokað yfir öll mótmæli sem var að finna í nýlendulöndunum á sínum tíma og er enn. Ég er aftur orðin "a happy lefty". Nú bíð ég bara eftir að einhver skrifi mótsvar við bók Fergusons, bók sem fer yfir orðræðuna í bresku nýlendunum á tímum nýlendastefnuna, og skrifi þar með sögu breska heimsveldisins frá hinni hliðinni, hlið hinna kúguðu. Eða er kannski einhver búin að skrifa þessa bók? Endilega, látið mig vita.
Einnig er þessi kafli frá Achcar afar merkilegur þar sem hann hamrar inn gömlu klisjuna: sama hvað við höldum að heimurinn hafi breyst, hefur hann staðið í stað. Kemur í ljós að nítjándualdar breskir fréttamiðlar stunduðu nákvæmlega þá sömu iðju og fréttamiðlarnir á Vesturlöndum gera í dag, til dæmis í umfjöllun sinni um innrásina í Írak. Og hliðstæðan við þetta dæmi frá nítjándu öldinni yfir stjórnmálaástandið í dag er óneitanleg. En hér kemur Achcar:
"The way these Muslim mercenaries of the United States [Al Qaeda], its clients and allies have turned against their employers calls irresistibly to mind the 1857-1858 "Indian Mutiny" or "Sepoy Rebellion," when the Sepoys or sipahi, native troops in the British army in India, rebelled against their officers. The English press of the day was full of denunciations of the proceedings of these "barbarous" mutineers. At this time a certain Karl Marx, resident in London, commented on the events for the New York newspaper he was a correspondent for. His tone in this account makes him sound like a precursor of Noam Chomsky. What he says is so relevant to September 11 that it is worth citing here. He begins:
The outrages committed by the revolted Sepoys in India are indeed appalling, hideous, ineffable--such as one is prepared to meet only in wars of insurrection, of nationalities, of races, and above all of religion; in one word, such as the respectable England used to applaud when perpetrated by the Vendeans on the "Blues," by the Spanish guerillas on the infidel Frenchmen, by Servians on their German and Hungarian neighbors, by Croats on Viennese rebels, by Cavaignac's Garde Mobile or Bonaparte's Decembrists on the sons and daughters of proletarian France. However infamous the conduct of the Sepoys, it is only the reflex, in a concentrated form, of England's own conduct in India, not only during the epoch of the foundation of her Eastern Empire, but even during the last ten years of a long-settled rule. To characterize that rule, it suffices to say that the torture formed an organic institution of its financial policy. There is something in human history like retribution; and it is a rule of historical retribution that its instrument be forged not by the offended, but by the offender himself.
This "rule of historical retribution" noted by Marx should nonetheless be supplemented by the observation that all too often those who end up footing the bill for the offender's country's crimes are its oppressed citizens. The dead of September 11 were thus in the last analysis victims twice over: victims of both the kamikaze terrorists and the U.S. government that had hatched them. Marx's purpose, however, faced with the prevailing hypocrisy in the oppressor country, was to emphasize the ultimate responsibility borne by this same country's government. The rest of his article shows this clearly. He concluded with this acerbic commentary on the indignation displayed by the foremost British newspaper of the day:
The London Times overdoes its part, not only from panic. It supplies comedy with a subject even missed by Molière, the Tartuffe of Revenge.... John Bull [the British equivalent of Uncle Sam] is to be steeped in cries for revenge up to his very ears, to make him forget that his Government is responsible for the mischief hatched and the colossal dimensions it had been allowed to assume."
En þetta er semsagt dánarhryglan mín. Sjáumst eftir tvær vikur!
02:52
(0) comments
fimmtudagur, apríl 10
Jæja, nú vildi ég bara láta ykkur vita að það þýðir ekkert að koma hingað næstu tvær vikurnar. Ég sit nú sveitt alla daga við ritgerðasmíðir. Meistararitgerðin á að koma inn eftir rétt rúmlega viku og "litlu" ritgerðirnar fjórar eftir þrjár vikur. Það er erfitt líf að vera nemi. En sem parting gift to my devoted readers, fylgja hér á eftir tveir pistlar um tvo fræðimenn sem töluðu um stríðið fyrir stuttu hérna í New York, vinstrimanninn Eric Hobsbawm og hægrimanninn Niall Ferguson.
Og getið þið hvað! Ég held að það sé búið að banna aðgang Bandaríkjamanna að Al-Jazeera. Ég er búin að reyna að komast inn á þessa arabísku fréttastöð síðan stríðið hófst fyrir tæplega mánuði síðan, og aldrei hefur mér verið hleypt inn. Það koma alltaf upp þessi furðuleg skilaboð: villa villa, vefsíðan getur ekki hlaðist inn í tölvuna þína. Tölum aðeins um ritskoðun....
Eins og flestir vita væntanlega, þá réðust Bandaríkjamenn inn í Baghdad í gær og fréttamyndum af styttu og torgi var dælt inn á vestrænar fréttastöðvar. Reyndar kom smá snuðra í reikninginn þegar vitleysingur frá Brooklyn setti bandaríska fánann yfir styttuna af honum Hussein en heryfirvöldum tókst fljótlega að fjarlægja fánann og henda þeim íraska í staðinn yfir axlir (fyrrum) forseta Íraks. Þessi hermaður, by the by, er orðinn að smáhetju hérna á New York svæðinu og nýjujórvískar fréttastöðvar kepptust við að tala við fjölskyldu hans og vini í gærkvöldi. Hann er, eins og við má búast hér í þessu fjölmenningarsvæði New York borgar, af asískum ættum og er annarar kynslóðar Bandaríkjamaður. En þetta er útúrdúr. Ég vildi tala um ritskoðun.
Mikil gleði hefur ríkt hér á bandarískum fréttastöðvum í gær og sömu myndskeiðin frá torginu hafa verið sýnd aftur og aftur og aftur, og til þess að bæta upp fyrir fæð mynda, þá er ræða Donalds Rumsfelds um sigur Bandaríkjamanna klippt inn milli. Íhaldssamir fréttamenn fara nú yfirum í umfjöllun sinni á stríðinu. Sá svæsnasti var einn Joe Scarborough sem er fyrrum alþingismaður fyrir Repúblikanaflokkinn og starfar nú sem fréttamaður á MSNBC. Maðurinn hló allan tímann í fréttastundinni sinni og fékk til sín öfgahægrisinnaðan útvarpsmann til að tala um nýjustu þróunina í Baghdad. Það sem stóð upp úr þeim fréttatíma voru setningar eins og "Dante talks about how the hottest place in hell is saved for those that remain neutral during times of war. We all know where our guys are there. GOD BLESS GEORGE BUSH. He is truly a great man." Og "The leftists are always wrong. They were wrong about the cold war and they were wrong about the bilingual education for immigrants and they were wrong about this war. And not only are they always wrong, they never say they're sorry. They are more concerned with being politically correct than MORALLY RIGHT, morally right like we are." Og til að krydda aðeins upp á fréttaflutninginn, þá voru birtar úrklippur úr viðtölum við vinstrisinna og við Hollywoodleikara sem höfðu komið fram opinberlega til að mótmæla stríðinu og fyrir neðan viðtölin var textinn "Eating their words". Og eftir hvert viðtalið, voru birtar myndirnar af styttunni að detta og af einhverju gamalmenni sem kyssti myndina af George Bush.
Eftir fyrirlesturinn með Eric Hobsbawm vorum við Edward svo pólitísk mótiveruð að við ákváðum að fara að hlusta á andstæðu Eiríks, einn Niall Ferguson, skoskan sagnfræðing sem nýlega er byrjaður að kenna í New York University. Niall Ferguson er ungur maður, fjallmyndalegur, rétt rúmlega þrítugur, og er líklegur til að verða stórstjarna þegar um líður. Árið 1995 byrjaði hann að gefa út bækur, og hefur ekki hætt síðan. Næstum því á hverju ári birtist löng bók eftir hann, vel skrifuð og vel rannsökuð og með afar “villandi” boðskap (að mínu mati þar sem ég er hardcore vinstrimanneskja). Oxford háskóli skapaði prófessorstól fyrir Njál svo að hann myndi ekki yfirgefa skólann og borgaði honum muchos peninga, en allt kom fyrir ekki, NYU bauð í hann muchos muchos peninga og hann er nú komin í okkar fair city til að breiða boðskapinn.
Nýlegt viðtal sem tekið var við manninn segir til dæmis:
Oxford professor Niall Ferguson has attracted considerable attention, and not merely for his ambitious histories of the Rothschild banking dynasty, the First World War and, now, the history of money and power over the past three hundred years in his new book, The Cash Nexus. In the British press, Ferguson has made the front page for having done all of this at thirty-six, after a career as a popular “right-wing” journalist, and while looking far too good and being far too well-dressed. A recent Guardian profile begins: “I think I may hate Niall Ferguson.” A reputedly huge advance from Penguin for his next three books, as well as a documentary t.v. series in the offing, have only turned up the volume on the kind of spiteful coverage for which the British press is famous. In person, Ferguson is certainly as well-dressed as advertised, and handsome, in a British way: In the movie, he’d be played by Colin Firth.
Njáll hefur mjög merkilegar skoðanir. Hann lítur á stríð sem náttúrulegt ástand samfélagsins og reyndar sem drifkraft samfélagsins. Alltaf hafa verið til stórveldi í heiminum sem hafa ráðist inn í og ráðið öðrum ríkjum. Það er bara gott. Ástæðan fyrir því að heimurinn er í svo slæmu standi í dag er að Bandaríkjamenn hafa ekki axlað ábyrgð sína sem stórveldi sem skyldi og eru ekki nógu aktív í að ráða heiminum. Ofureinföld útskýring á kenningum hans auðvitað, but hey, ég er ekki sagnfræðingur, aðeins bókmenntafræðingur. Hér er að finna MJÖG merkilega grein um skoðanir hans. og hér er ekki eins merkileg grein.
Njáll er semsagt komin hingað til Bandaríkjanna og New York Public Library bauð upp á fyrirlestur hans sem bar heitið “The Rise and Demise of the British Empire and Lessons for the US”. Fyrirlesturinn heitir næstum því sama nafni og nýja bókin hans sem heitir í bandarískri útgáfunni “The Rise and Demise of the British Empire and the Lessons for World Order”. Í bresku útgáfunni heitir bókin auðvitað “How Britain Made the Modern World”...
Hlökkuðum við Edward auðvitað mikið til að sjá þennan gutta. Við hoppum því í neðanjarðarlestina á miðvikudaginn, förum niður á 42. stræti og göngum inn í troðfullan salinn. Nú verð ég að segja ykkur að fyrirlestrar hjá NYPL er kannski ekki þeir akademísku. Þeir eru haldnir fyrir “vini bókasafnsins”, það er að segja afdönkuð gamalmenni sem hafa alltof mikla peninga sem þeir gefa bókasafninu. Salurinn var því vel útbúinn með heyrnartækjum sem voru í boði fyrir gestina. Þegar Njáll er kynntur störum við Edward á manninn. Hann er ekki eins hávaxinn og ég hafði búist við (eftir að hafa séð fjallmyndarlegu myndina af manninum), en hann var gífurlega vel klæddur og meðan hann hlustaði á lofræðuna um sjálfan sig bar hann höfuðið hátt og horfði (stærilætislega) upp í loftið. Hmmm.
Loksins stígur hann upp á svið og fyrirlesturinn hefst. Það verður að segjast að maðurinn er afskaplega sjarmerandi og kann að koma fyrir sig orði. Hann hefur fyrirlesturinn á að segja afar flókinn brandara um Bush, sem hann kallar George II, og hvernig hann þurfi að gera ansi mikið af sér fyrir Bandaríkjamenn til að óska eftir George III (þið vitið, Mad King George sem missti nýlendurnar úr konunglegum höndum sér 1776, einnig betur þekktur sem slímulegi aðstoðarmaðurinn í Yes, Prime Minister...). Njáll talar með veikum skoskum hreim, og segir reyndar seinna í fyrirlestrinum: “I am, in case you haven’t figured it out, Scots; so don’t call me English!”
Fyrirlesturinn byrjar á því að greina frá sögu breska heimsveldisins í Írak, hvernig Bretar réðust inn í Írak 1914 og réðu landinu í fjörutíu ár. Eftir þessa söguyfirferð fer Njáll yfir í nútímastjórnmál. Það er tvennt sem honum finnst rangt við stríðið í dag. Í fyrsta lagi þá er það allt of stuttur tími sem bandarísk yfirvöld ætla stríðinu. Bandaríkjamenn virðast halda að þeir geti “bjargað” Írak á sex mánuðum, eitthvað sem Bretum tókst ekki þrátt fyrir fjörutíu ára veru í landinu. Í öðru lagi eru þau (ach, who am I kidding, ÞEIR) sem er ætlað til að stjórna Írak þegar stríðinu líkur rangir fyrir starfið. Bandaríska ríkistjórnin virðist aðeins nýta sér “non-intellectuals” sem vita ekkert um miðausturlöndin.
Síðan skiptir Njáll aðeins um gír, hættir að tala um stríðið í Írak og fer að skýra aðeins pólitískar kenningar sínar, sem hann hefur haldið fram í öllum bókum sínum. Við lifum semsagt á tímum efnahagsalheimsvæðingar á sama tíma og stjórnmálauppbrot á sér stað (“a time of economic globalization but political fragmentation”). Útflutningur Vesturlanda til fátækustu ríkja heimsins eru aðeins 5 prósent, meðan í byrjun tuttugustu aldarinnar var útflutningur til sömu ríkja 25 prósent. Af hverju? Nú, vegna þess að þá voru þessi lönd undir stjórn Breta, og auðvitað vilja fyrirtæki aðeins fjárfesta í “the sure deal”. Meðan Vesturlönd stjórnuðu löndunum gátu fjárfestar treyst því að þeir peningar sem þeir sendu inn í löndin skiluðu af sér arði. (Gisp. Nú andvarpa ég. Þetta meikar auðvitað brutal sense, realpolitik baby...). Sögulega séð, segir Njáll, þá var heimsveldi Breta mjög gagnlegt. Hagkerfi landanna sem Bretland réði yfir óx gífurlega, miklu meira vöxtur þeirra er í dag. Hann klykkir út með því að halda því fram að fyrrum nýlendur Breta hafa það miklu verr í dag heldur en í tíma bresku nýlendustjórnarinnar.
Eftirfarandi fimm atriði gerðu breska heimsveldið að því stórveldi sem það var.
1. frjáls viðskipti og gagnkvæm verslun milli móðurlandsins og nýlendanna.
2. flutningur vinnuafls frá móðurlandinu til nýlendanna (það er hvítir Bretar að vinna í Indlandi)
3. starfsemi einkasamtaka í nýlendunum við að “siðmennta” þjóðirnar (á nítjándu öldinni voru það kristniboðarnir, í dag myndu það vera hjálparsamtök)
4. breski herinn
5. óspillanlegir opinberir starfsmenn sem gegna leiðtogastöðum í nýlendunum...
Þegar allt kemur til alls var það ekki barátta nýlendanan og aukin þjóðernishyggja sem varð breska heimsveldinu að falli. Nei, Njáll segir að það er í raun Bandaríkjunum að kenna. Bandaríkjamenn neituðu að hjálpa Bretum fjárhagslega eftir seinni heimsstyrjöldina við að halda nýlendum sínum, og heimsveldið riðaði allt of fljótt til kolls, og hefur skapað mikil vandræði í þessum fyrrum nýlendum.
Njáll skiptir síðan aftur yfir í að tala um Bandaríkinn. Hann segir að það skiptir ekki máli hvaða rósamál við tölum, Bandaríkin eru samt sem áður heimsveldi, eða “empire”. Honum finnst afar fyndið hvernig Bandaríkjamenn reyna að afneita því og finna ný heiti fyrir sjálfa sig, svo sem “global hegemon”. Reyndar leggur hann nýtt heiti til í fyrirlestrinum. Hann segist hafa tekið eftir því að í hvert skipti sem við á Vesturlöndum ráðumst inn í nýtt ríki segjum við það vera vegna þess að við þurfum að koma hjálparstarfi til íbúa þjóðanna sem um ræðir. Því er nýja rósamálið fyrir heimsveldi/empire: “an organization for the delivery of humanitarian aid”. Mér fannst þetta afaaaar fyndið. En hann fer síðan út í alvarlegri sálma og segir að það sé skiljanlegt að Bandaríkjamenn kunni illa við að kalla sig heimsveldi, þar sem þau urðu til við uppreisn gegn breska heimsveldinu.
Bandaríkin hafa í dag möguleika á að vera miklu stærra heimsveldi en Bretland var nokkurn tímann. Bandaríkin hafa í dag 20 prósent af heimsframleiðslu; Bretland hafði aldrei meira en 10 prósent. En Bandaríkin eiga aldrei eftir að verða slíkt heimsveldi, að mati Njáls. Af hverju? Tvær ástæður. Í fyrsta lagi er það uppbygging samfélagsins. Það sýgur til sín fólk en flytur það ekki út. Það sýgur til sín peninga en flytur það ekki út. Í öðrulagi er það menningin. Bandaríkjamenn trúa ekki á heimsveldishyggju. Stjórnarskrá þeirra er skrifuð með andheimsveldisákafa ("anti-imperialistic fervor").
Fyrirlestrinum líkur þar og spurningarnar hefjast. Edward og ég ákváðum strax að við munum aldrei aftur fara á fyrirlestur hjá borgarbókasafninu. Við erum orðin svo snobbuð, að við krefjumst akademískrar umræðu í lok fyrirlesturs, ekki heilalausra spurninga skammsýnna Bandaríkjamanna (þó ég sagði nú við Edward að við gætum þó sagst vera að halda sambandi við sauðsvartan almenninginn, til að skilja hvað drífur plebbana áfram þessa dagana, you know, keeping in touch with the regular joe... LOL). En í fullri alvöru. Ég ætla bara að endursegja fyrstu spurninguna, sem var dæmigerð fyrir spurningatímann.
“Kæri doktor Ferguson. Þú talar um hvernig Bandaríkin ættu að læra af reynslu Breta og verða að betra heimsveldi. Þó er mikill munur á Bandaríkjunum í dag og Bretlandi fyrir 100 árum, munur sem þú talar ekki um. Í fyrsta lagi, þá erum við stærra land landfræðilega séð. Í öðru lagi þá höfum við ekki stéttskipt samfélag (slitrótt lófaklapp kemur við þessa staðhæfingu, héðan og þaðan úr salnum) þar sem við sendum yngri syni og óskilgetna syni yfirstéttarinnar til útlanda þar sem þeir geta ekki fengið starf við hæfi heimanvið. Í þriðja lagi þá þurftu Bretar að berjast við fíla í Indlandi og Zuluhermenn með spjót í Afríku, meðan við þurfum að berjast við WMD (hver er þýðingin nú til dags á Íslandi á þessu? Weapons of mass distruction...) sem geta hitt borgir okkar. Í síðasta lagi þá þurfum við að berjast við trúarofstækismenn en ekki Bretar.”
Svar Dr. Fergusons. “Þakka þér fyrir góða spurningu. Þú ert heimsk heimsk og heimsk.” OK, kannski ekki alveg svona, en innihald svarsins var nokkuð svipað, aðeins að það tók fimm mínútur að flytja svarið, og fullt af löngum fjölatkvæðisorðum.
Lokaorð fyrirlestursins. Njáll varar Bandaríkjamenn við. Þeir eru of sjálfsöryggir og þetta sjálfsöryggi getur auðveldlega breyst í skelfingu ef eitthvað fer úrskeiðis. Hann endurtekur aftur að Bandaríkjamenn geta ekki leyst málin í Írak á nokkrum mánuðum, heldur á uppbyggingarstarfið eftir að taka mörg ár. Að lokum hvessir hann augun yfir áhorfendaþvöguna og segir með merkilegri röddu: “If you leave Iraq as nothing more than a battlefield with a ballotbox, the consequences will be dire. Empire is a serious business.”
Ég og Edward gengum út politically excited and morally confused. Niall Ferguson er hinn versti skálkur. Hann er einn af þessum hægrimönnum sem hafa öfgahægri skoðanir en tekst að fela það á bak við gífurlega sjarma. Hann nær auðveldlega til áhorfenda og tekst að lauma að þeim skoðunum sínum án þess að þeir taki eftir því. Allt í allt, þá var hann mjög áhugaverður, en þar sem ég er dedicated vinstrimanneskja gekk ég ekki út á skýi eins og eftir hann Eric Hobsbawm sem ég sagði frá hér fyrir neðan. En við verðum að vita hvernig óvinurinn hugsar (LOL. Nú er ég að festast í tvíhyggju, svart-hvítt hugsunarhætti kaldastríðsins, eins og goðið hann Eric Hobsbawm myndi orða það).
En látum Njál hafa síðasta orðið. Eins og dyggir lesendur þessa leiðara vita, þá komst Edward inn í Oxford og mun því yfirgefa okkur á næsta ári. Njáll, sem kenndi um árabil við skólann segir hann haldinn “the gloom and despondency of post-imperialistic decline”. Hahaha. Gott á þig Edward. Þrátt fyrir að þú eigir eftir að verða doktor þegar þú verður 24 ára (kemur í ljós að doktorsnámið er aðeins 2 ár í Bretlandi), þá verðum við í spennó New York, en þú í leiðinlegum smábæ í rigningarlandinu mikla. Og hananú!
13:26
Á mánudaginn í síðustu viku fór ég á fyrirlestur með sagnfræðingnum Eric Hobsbawm. Eiríkur, sem kannski einna þekktastur er á íslandi fyrir bók sína Öld öfganna, er þekktur hér í Bandaríkjunum fyrir þríleik sinn um nítjándu öldina. Æviágrip hans er að finna hér, en hann hefur verið kallaður af breska dagblaðinu The Guardian sem The Lion on the Left. Fyrirlesturinn sem Eiríkur hélt fyrir okkur bar heitið “Memory, Politics and the Rewriting of History in the 21st Century.”
Fyrirlesturinn var haldinn í lagaskólanum hérna í Kólumbíu. Það tekur okkur Edward langan tíma að finna þessa marmarahlöðnu byggingu og við göngum heldur seint inn í salinn. Við störum með skelfingu á mannþröngina sem hefur komið sér fyrir í salnum. Við beitum regnhlífinni hans Edwards með mikilli leikni og tekst að pota okkur á fín sæti á gólfinu framarlega í herberginu. Þar sitjum við við hliðina á prófessorum sem krumpa fínu jakkafötin sín við að sitja á gólfinu og óhreinka þau þegar nemendur “óvart” stíga á þá.
Eric Hobsbawm gengur inn í salinn og þögn slær á hópinn. Eiríkur er 87 krumpóttur gæi og það gustar af honum. Hann byrjar fyrirlesturinn á því að tala um hvernig sagnfræði sé orðin að aðaluppistöðu stjórnmála. Við þurfum að endurskrifa fortíðina til að koma undirstöðum á pólitíska hugmyndafræði. Þetta veldur því að “mythology is taking over knowledge” í því er sífellt meiri þörf fyrir hlutlausa sagnfræðinga sem þora að spyrja óþægilegra spurninga um fortíðina. Hlutverk sagnfræðinga verður því sífellt mikilvægara. “We historians are the monopolizing suppliers of the past.”
Það eru þrjár ástæður fyrir því að endurskrif fortíðarinnar eru svo algeng í nútímastjórnmálum. Í fyrsta lagi er það fall og fæðing hefðbundinna þjóðríkja. Í öðru lagi er það upphaf svokallaðra samsemdarpólitíkur (identity politics). Í þriðja lagi er það endir kalda stríðsins.
1. Fjölmörg þjóðríki hafa orðið til síðustu 15 árin eftir lok kalda stríðsins. Allar þessar nýju þjóðir þurfa á sögu að halda. Það hefur orðið mikil gerjun í sagnfræði í þessum löndum, sem öll reyna að skrifa sögu sína. Oft verður þó þessi saga aðeins til að upphefja þessi þjóðríki, eða “they only commemorate what suits the nation”. Þessi ríki hafa ekki enn kraft og stöðugleika til þess að gagnrýna eigin sögu.
2. Samsemdarpólitík, eða “identity politics”, hefur orðið að mikilvægum hluta stjórnmála síðustu þrjá áratugina. Samsemdarpólitík, eins og til dæmis réttindabarátta kvenna, kynþátta, samkynhneigðra, fatlaðra, þjóðarbrota og ýmiskonar menningarbrota, á mikinn rétt á sér, en erfitt er að stunda samsemdarrannsóknir innan háskóla vegna þeirra pólitísku afleiðinga sem þessar rannsóknir hafa í för með sér. Oft felast rannsóknir samsemdarsagnfræðinga í “commemoration, memorialization, mythification, identification and justification.” Samsemdarsaga er mikilvæg en þegar hún verður hluti af (þjóðernis)pólitík verður hún hættuleg. Eiríkur klykkir út með því að vitna í Orwell: “Those who control the present, control the past; those who control the past, control the future.”
3. Endir kalda stríðsins er mesta breyting sem heimurinn hefur séð á seinni hluta 20. aldarinnar. Við endalok kalda stríðsins standa sagnfræðingar frammi fyrir því að þurfa að (endur)skrifa sögu beggja hliða járntjaldsins. Til dæmis, við þurfum að skrifa Hitler og fasisma aftur inn í þýska sögu. Þeir Þjóðverjar sem bjuggu í fasistaríki Hitlers hafa hingað til gleymt hlut þeirra í ríkinu, hreinlega vegna þess að minningin var of sársaukafull. “Amnesia became the weapon of survival.” Við þurfum að brjóta múra þessa minnisleysis og skrifa sögu fasistaríkisins frá sjónarhóli Þjóðverja. Eiríkur bætir við, hálf írónískt, að skrif á Hitler hefur ekki reynst vandamál fyrir okkur hin sem búum í þeim löndum sem unnum stríðið. Þar hefur Hitler verið byggður upp sem antikristur.
Tvær setningar sem Eiríkur notar til að lýsa 20. öldinni: “the terrible 20th century”, “this century was one of unparallelled massacre and brutality.”
Skelfilegar spurningar vakna upp við rannsókn á 20. öldinni, spurningar sem við getum ekki svarað þar sem of stutt er liðið frá atburðum aldarinnar. En einhver verður að spyrja þessara spurninga (spurningar, eins og til dæmis: Hefði verið betra ef Þýskaland hefði unnið seinni heimstyrjöldina? Var sköpun Ísraelsríki mistök? Hve margir dóu í helförinni?). Og þeir sem þora að spyrja, eiga að geta gert það án þess að vera skotnir niður af samfélaginu. “A historian’s job has to be not creating myths but sweeping them away.”
Dæmi sem Eiríkur nefnir um nauðsyn tímafjarlægð sagnfræðingsins til að spyrja þesslags spurninga er saga 17. aldar Evrópu. Evrópa á þeim tíma fór í gegnum skelfileg trúarbragðarstríð, stríð þar sem kaþólikkar bárust á banaspjótum við mótmælendur. En í dag, þá byrjar enginn sagnfræðingur á því að merkja sig sem kaþólikka eða mótmælenda áður en hann hefur umfjöllun sína um stríðin. Af hverju? Nú, vegna þess að þessi málefni eru ekki lengur okkar eigin (nema ef til vill í Belfast). “However, the issues raised by the 20th century and the moral extremes of the century do not give us the relief of abstraction. Zionism, fascism, communism, hinduism, islam. These are political issues today.”
Hvernig eigum við eftir að sjá 20 öldina eftir hundrað ár? Sem baráttu kapitalisma og kommúnisma unna af kapítalisma? NEI. Sem upprisu og rétt Bandaríkjanna? NEI. Sem réttlætingu kristna guðsins yfir hins íslamska? NEI. Sem risu markaðarins? NEI. Eiríkur viðurkennir að hann getur ekki komið með alhæfingu fyrir 20. öldina, vegna þess að of stutt er liðið síðan öldinni lauk. Einnig erum við enn föst í hugsunarhætti kaldastríðsins þar sem allt er svart eða hvítt. Aðeins eftir nokkra áratugi eigum við eftir að öðlast þá fjarlægð að geta litið á heildarmyndina.
Síðan hefst hluti fyrirlestursins sem Edward og ég hlustuðum á með mikilli ánægju: articulate and erudite BushBashing!!! Eiríkur fer fínt inn í umfjöllun sína um stjórnmálin í dag. Hann byrjar á því að minnast á það að trúarleg og pólitísk bókstafstrú er ekki aðeins hægt að finna í smáþorpum í Rússlandi, Afghanistan og Textas, heldur einnig meðal fólks í valdastöðum í stærstu borgum Vesturlanda. Hann fer síðan að tala um imperíalisma og Bandaríkin. “Any world empire born of a revolution such as the US is likely to develop the condition that what it wants is right.” Nú til dags er orðræðan hér í Bandaríkjunum sú að stríðið í Írak sé rétt, að það sé “morally justified imposition of world order by a powerful empire.” Fyrirlesturinn lýkur því á þeirri staðhæfingu að “Rarely has it been more important for good historians to study the history of the 20th century.”
Fyrirlestrinum líkur og klappinu ætlar aldrei að ljúka. Margir standa líka upp fyrir Eric Hobsbawm, eitthvað sem er MJÖG óalgengt á akademískum fyrirlestri. Og þá hefjast spurningarnar.
Einn guttinn réttir upp hönd og spyr Eric Hobsbawm hvað honum finnst um Huntington, og kenningu hans um “the clash of civilizations", kenningu sem hefur verið mjög vinsæl hér í Bandaríkjunum og talar um hvernig það er óumflýjanlegt að Vesturlöndin og Íslam eigi eftir að berjast (heildartexta greinar Huntingtons er að finna hér). Svar Eiríks: “Huntington’s clash of cvilizations is bologne! It is mired in the black and white cold war moralism way of thinking.” Við hlógum dátt.
Seinna í spurningartímanum fer Eiríkur yfir að tala um markaðinn. Hann talar um hvernig við lítum nú á frjálsan markað sem upphaf og endi alls, sem lífsstíl sem eigi eftir að lifa að eilífu. En.... frjálsmarkaðsbókstafshyggja á líklegast ekki eftir að endast. Eiríkur minnir okkur á að þegar kalda stríðinu lauk með hruni kommúnismans, hafi flestir gleymt því að sú hlið sem vann var ekki fullkomin. Kapítalisminn fer nú í gegnum mikla krísu/breytingu/endurbyggingu.
Meira um Bandaríkin: “The US was not prepared to declare itself as a hegemonic superpower in the nineties, though the sway of international politics suggested it was. 9/11 changed that. America declared itself emphatically as the hegemonic power; quite predictably creating a backlash...”
Aðeins meira um Bandaríkin: Evrópa vann tvo sigra eftir seinni heimsstyrjöldina. Hún skapaði stórt svæði þar sem stríð er óhugsandi og hún skapaði svæði þar sem sósíalískt velferðarkerfi heldur uppi / er haldið uppi / lifir hlið við hlið kapitalísks markaðskerfis. “This is being jeapordized by today’s US politics. The problem in today’s international politics has become to contain the United States! The government of Bush is not rational.”
Stutt um kristna bókstafstrúarmenn: “most appalling nonsense”.
Aðeins meira um sagnfræðinga: “There is a thin line between historian as militant and historian as historian”.
13:26
(0) comments
laugardagur, apríl 5
Enn og aftur er ég komin langt afturúr í þessu verkefni mínu að skrifa líf mitt. Hvað get ég sagt? Látum endursögnina hefjast.
Laugardagur. Man ekki hvað gerðist. Hef líklegast verið að slæpast.
Sunnudagur. Eyði morgninum í að leika mér í tölvunni og þykjast vera að læra. Um hádegið tek ég þá ákvörðun að þetta gengur ekki lengur, hringi í Allison og Helenu, og við hefjum vídjógláp. Þar sem við erum einar stelpurnar í fyrsta skipti í langan tíma ákveðum við að fara alla leið og leigjum Sweet Home Alabama. SHA hefur þann heiður að vera leiðinlegasta og lélegasta mynd sem ég hef séð í langan tíma og myndin fer svo í taugarnar á okkur þremur feministunum að við förum aftur út og tökum Dangerous Liasons. Allar þrjár verðum við aftur ástfangnar af John Malkovich og Madame Merteuil er orðin að nýrri fyrirmynd okkar (eins og elsku Mme M segir: "I knew it was my mission to oppress your sex and avenge my own").
Mánudagur. Skrif skrif og aftur skrif. Tek mér fjögurra tíma hlé til að fara á fyrirlestur með Eric Hobsbawm, verð ástfangin af þessum 87 ára hrukkótta Breta, og fer í leiðinlega kennslustund um Jane Austen. Meiri skrif. og skrif og skrif.
Þriðjudagur. Vekjaraklukkan er stillt til að vekja mig klukkan sex um morguninn svo ég geti lokið við meistararitgerðaruppkastið mitt í tæka tíð við viðtalstíma Jean klukkan tíu um morguninn. Vakna klukkan hálfeitt. Hleyp í offorsi í tölvuna og byrja að hamra inn lokaorð ritgerðarinnar, svara í símann og hlusta á Allison og Helenu blaðra um að nemendafélag Kólumbíu sé að standa fyrir nektaralmanaki kvennemenda skólans, og hvað þær langi til að taka þátt. Umla áhugalaust í símann á móti meðan ég pikka inn í tölvuna þar til þær gefast upp á því að reyna að æsa mig upp og öskra "1 apríl". Viðbrögð: uml og pikk. uml og pikk. Ritgerð lokið klukkan hálffjögur. Kemst að því að prentarinn minn er bleklaus. Tekst að prenta út ritgerðina í fimmta prentaranum sem ég reyni í bókasafninu, læðist inn á skrifstofu enskudeildarinnar, lauma uppkastinu (ásamt afsökunarbeiðni) í pósthólf Jean, geng út, bíð eftir lyftunni og... hitti JEAN. Sem er afar næs. Og við förum inn á skrifstofuna og tölum um ritgerðina og um daginn og veginn og mér líður betur...nokkurn veginn. Fer heim, kveiki á tölvunni, kemst að því mér til mikillar skelfingar að Bloggerheimasíðan er niðri og ég get ekki skrifað um þessar skelfilegu klukkustundir, fæ svæsin bloggfráhvarfseinkenni og til að dreifa huganum djúphreinsa ég baðherbergið og læt litla Belgann minn elda fyrir mig mat. Kasta fjarstýringunni í sjónvarpið þegar ég kemst að því að í stað nýs Buffyþáttar er enn ein endursýningin og fer að lokum í heimsókn til Allisonar þar sem við og Edward skemmtum okkur í þrjá tíma við að lesa upphátt leikritið A Chaste Maid in Cheapside frá 1613. Allison vinnur leiksigur með smámælta Tim, Edward fer á kostum í hlutverki indverska elskhugans Touchwood Jr. og ég sýni mikla tilþrifi í hlutverki rússneska mafíósans Sir Walter Whorehounds.
Miðvikudagur. Letilegur dagur að öllu leyti. Morguninn hefst á kaffi frá Olive Tree delíinu og kennslustund með Jean. Að því loknu verst ég allra tilboða um lunch með liðinu og fer og stússast á Broadway áður en ég fer heim til að gera mest lítið, leggst upp í sófa og næ að horfa á hálfan X-Files þátt um mannætur og the Human Bat áður en ég þarf aftur að böggast út til að hitta Edward og fara á fyrirlestur með Niall Ferguson niðrí bæ. Eftir fyrirlesturinn erum við bæði tvö horrified og morally confused og ég þar að auki heimilislaus þar sem Hailey er búin að bjóða 20 hagfræðistelpum að koma í heimsókn heim til okkar að böggast um peningamál. Flækist fram og til baka milli Helenar og Allisonar allt kvöldið og deginum líkur á því að ég horfi á síðasta hálftímann í hafnarboltaleik starring Yankees og Blue Jays. Edward er stórmóðgaður. Apparently eyðilagði ég íþróttaleikinn með því að spyrja á þrjátíu sekúndna fresti hvað væri í gangi. Ég held líka að hann hafi ekki verið nógu ánægður með alla brandarana sem ég lét gossa um rassastærðina á Yankees hafnarboltaguttunum.
Fimmtudagur. Ah. dagurinn. Letilíf. Fiffa til í javatungumálinu á Rochesterheimasíðunni minni, gefst upp og set hana á netið þrátt fyrir að hún líti fáránlega út í Mozilla vafranum (nördafimmprósentin í netheimum verða bara að lifa án heimasíðunnar minnar). Fer í tíma. Fer heim, horfi á nokkrar Batmanteiknimyndir, mála mig, fer í eina af nýju skyrtunum mínum og hitti enskudeildina á barnum DingDong á 105 stræti og Columbus. Lendi í miklum pólitískum umræðum við Cólín um verkalýðsfélög og um sokka við Rishi, geri grín að Yankeestreyjunni hans Edwards, geng klukkan hálftólf, brýt Clarins meikflöskuna mína, ríf í hárið á mér í örvæntingu og fer að sofa.
Föstudagur. Mér til mikillar furðu vakna ég klukkan sex um morguninn. Hugsa með mikilli vanþóknun í fimm mínútur um duttlunga örlaganna sem láta mig sofa til eitt þegar ég á að vakna klukkan sex og vakna klukkan sex þegar ég má sofa til níu. Hoppa síðan endurnærð úr rúminu og dríf mig frammí stofu þar sem ég kveiki á nýjustu fréttunum frá stríðinu í Írak, horfi á fleiri Batmanteiknimyndir og einn Buffyþátt. Klukkan hálftíu er ég síðan mætt hress og sæt (þó ómáluð) niðrí La Maison Francaise niðrí skóla þar sem mikil ráðstefna er haldin um borgarskrif á miðöldum og endurreisnartímanum í Evrópu. Sit þar í góðum félagsskap fleiri nemenda sem allir yfirgefa staðinn í hléinu. Sérlega var velkomið að Allison og Edward skuli hafa farið. Greyin höfðu ekki farið að sofa nóttina áður, þar sem gleðskapurinn entist svo lengi hjá ákveðnum hóp enskunemenda, og það var hrein þjáning að sitja á milli þeirra (áfengislyktin, lyktin lyktin...) Ég, haldin uppi af kaffibollum frá Olive Tree Deli, held út til loka ráðstefnunnar. Á mælendaskrá voru:
Ung prófessorgella frá Yaleháskóla með afar lélegan fyrirlestur. Var mjög ánægð með að heyra hve lélegur fyrirlesturinn var, því að ef þessi kona fékk starf frá Yale (sem af ástæðum, of löngum og leiðinlegum til að greina frá hér, er oft nefndur sem besti og virtasti bókmenntafræðiskóli heims), þá er ég made kona.
Jean Howard.
Sætur strákur á sjöundaári í prógramminu í Kólumbíu, með skemmtilegan fyrirlestur um svalir og glugga í London í byrjun sautjándu aldar, og hvernig orðræðan vinnur úr þessum svæðum/stæðum/bilum/verum.
Þýskur listfræðingur með Powerpoint sýningu á Konstantínópel á fjórðu öldinni og hvernig keisararnir leikstýrðu skrúðgöngum.
Afar leiðinlegur fyrirlestur um túnisísku borgina Bejaija á 14. öldinni. Fyrirlesturinn líklegast enn leiðinlegri fyrir vikið því að höfundur hans komst ekki á staðinn og lét rannsóknaraðstoðarmann sinn lesa upp fyrir sig í mónótón. Ég hélt mér vakandi með því að að stara á aðstoðarmanninn, sem var líklegast rétt tæplega þrítugur, ekki feitur, en, shall we say, flabby, og klæddur í afar óheppilega þrönga, þunna peysu. Peysan lagði glettnislega áherslu á barm hans, sem hreyfðist í takt við lesturinn.
Gamall listfræðingur með powerpoint sýningu á kirkjum í Frakklandi. Listfræðingurinn hóf tölu sína á því að segja frá því hvernig skilningur okkar á arkítektúr hafi verið gjörbylt með tilkomu tölvutækninnar. Tölvutæknin gerir okkur kleyft að sjá byggingar á nýjan hátt, hátt sem bækur hafa ekki leyft okkur. Fór æsingurinn reyndar alveg með greyið. Honum fannst svo mikið til um nýju tæknina að hann eyddi tímanum fyrir framan skjávarpann, svo að helming tímans var hann fyrir ljósgeislanum og skjárinn var svartur, og hinn helming tímans var hann fyrir skjánum sjálfum. Fimm sinnum mundi hann eftir því að hann ætti kannski ekki að standa frammi fyrir myndinni og færði sig aðeins til hliðar en var ætið kominn aftur á sama stað hálfri mínútu síðar í spenning sínum. Tæknimaðurinn sem stjórnaði sýningunni og bar ábyrgð á myndunum sem sýndar voru virtist vera vanur fyrirlesaranum og brosti aðeins í kampinn þegar listfræðingurinn var í mesta hamnum fyrir framan myndirnar. Það sem ég sá af myndunum var mjög impressive. Leysigeislar voru notaðir til að taka myndir af byggingunum og endurskapa þær í virtual reality og notandinn gat ráðið hvert myndavélin færi. Þegar fyrirlestrinum lauk gekk ég að Andy, tæknimanninum og spurði hann hvar hann lærði að búa til svona myndir (Ég þarf kannski ekki að minnast á að hann var hár, myndarlegur, grannur, næpuhvítur, með svart hár, barta, svört kassagleraugu, klæddur í svarta skó, svarta sokka, svartar buxur og svartan rúllukragabol. Semsagt, menntaskólaástin!). Hann sagði mér að hann hefði átt tölvufyrirtæki áður en hann komast að því að "life is meaningless" og byrjað í listfræði. Og ég blikkaði hann og svaraði "from which point you have worn black turtlenecks and berets" og hann umlaði.
Anyways, langur listi og leiðinlegur. Þessu er að ljúka. Það er að fara koma laugardagur. Hlaupum yfir restina af föstudeginum. Fer að versla meik. Geng niður Broadway. Á 115 stræti hitti ég Matt og segi honum frá villta listfræðingnum og tölvuæsingnum. Á 113 stræti hitti ég Patriciu og kærastann hennar og blaðra um skólann og hvað við eigum að gera þegar ritgerðarsmíðum er lokið. Á 112 stræti hitti ég Ligu sem ég sný við og dreg hana með mér í verslunarleiðangur. Á leið okkar niður Broadway (já, ég geng alla leið niður á 72 stræti) förum við í the Wiz, Starbucks, the Gap, Victoria's Secret, quaint antíkbúð og Sephora. Og síðan er haldið heim á leið þar sem ég horfi á Strictly Ballroom, og heng í tölvunni og les og geri almennt ekki neitt og núna er komin laugardagsmorgun og ég er andvaka og ætli ég þurfi ekki að fara að sofa núna svo ég sé viðræðuhæf á morgun/í dag.
05:06
(0) comments
Við erum virkilegir snobbarar hérna í skólanum (and I like it...). Menntaskólakrakki frá New Jersey (college heitir það víst á enskunni) var að senda bréf til enskudeildarinnar þar sem hann var að auglýsa eftir leiðbeinanda við ritgerð. Bréfið hljóðar svo:
Hi,
I'm looking for a tutor in Medieval studys "Beowulf, The Inferno" to help me formalize my ideas for a collage term paper. If anyone is intrested please contact me as soon as possible, my number is xxx-xxx-xxxx cell
I will pay top-$$$$
Thanks
XXX
Athugasemd frá ritstjóra póstlista enskudeildarinnar: "This person needs more than a little help with spelling, too." hahahahahahaha
00:35
(0) comments
Ég hef ekki skrifað lengi. Að vissu leyti er það þessu Bloggerkerfi að kenna, þar sem heimasíðan ákvað sem aprílgabb að detta niður í þrjá daga. En einnig hef ég verið vurry vurry bissí. Svo að þið vitið, þá er ég búin að skila inn fyrsta uppkasti af meistararitgerðinni minni, setja upp heimasíðu um Rochester, og fara á eina ráðstefnu og tvo fyrirlestra í síðustu viku. Já, og fara í skólann líka. Nákvæmt yfirlit yfir fyrirlestrana verður skrifað um helgina og sett upp á netið, því að þetta voru stórskemmtilegir, pólitískir fyrirlestrar um stríðið í Írak, fluttir af Eric Hobsbawm og Niall Ferguson, tveimur Bretum á öndverðum meiði (já og auðvitað stórstjörnur í akademíunni og intelligensíunni). Er reyndar að velta því fyrir mér hvort að ég ætti ekki að koma upp lista yfir allar stórstjörnurnar sem ég hef slefað yfir síðan ég kom hingað til New York. Hingað til hef ég séð Jacques Derrida, J.Hillis Miller, Edward Said, Eric Hobsbawm og Niall Ferguson. Og eftir tvær vikur fæ ég að sjá Stephen Greenblatt. Ætla að koma mér upp svona Starspotting síðu! LOL. Núna vitið þið hvað ég er að gera af mér í NewYork. Ég er að verða grúppía!
Er enn atvinnulaus. Það verður sífellt ólíklegra að ég komi heim til Íslands í sumar. Gisp.
00:32
(0) comments
fimmtudagur, apríl 3
Well, apparently þá var það aðeins vefleiðarinn minn sem var dottinn niður. Ég sem er búin að bíða eins og patient bunny eftir að blogger lagaði vandamálið. En þegar ég fór að fiffa aðeins til, kom þetta skyndilega aftur... Anyways, klukkan er eftir miðnætti. Gotta go to bed...
00:29