Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

þriðjudagur, september 23
 
Svo virðist vera að ég sé að kynnast nýju og nýju fólki núna á þessu ári. Núna á föstudaginn var mér boðið í trúlofunarveislu til einnar Patriciu, sem stúderar endurreisnarbókmenntir hérna í Kólumbíu. Ég mætti galvösk á staðinn og komst að mér til mikillar skelfingar að ég hafði ekki lesið boðskortið mitt nógu vandlega. Ég held að ég hafi verið eina manneskjan á svæðinu sem ekki kom með gífurlega flókna og flotta heimabakaða tertu í tilefni dagsins.

Svo að auðvitað tek ég mér bara ódýrt þýskt freyðivín í hönd, yppi öxlum og drekk til heiðurs tilvonandi brúðhjónanna. Eftir tvö glös af þessum gáruga drykk er mér farið að líða ansi furðulega. Ég skipti yfir í rauðvínið, en allt kemur fyrir ekki, ég þarf að yfirgefa svæðið klukkan tíu þar sem mér leið ekkert sérstaklega vel. Munum öll að forðast þýska freyðivínið!

Reyndar komst ég að því daginn eftir að ákvörðun mín var sú akkúrat rétta. Becky og Jo, nýjar stelpur í prógramminu, höfði ekki mína forsjálni og voru í trúlofunarveislunni þangað til á miðnætti. Skömmu eftir að ég yfirgaf veisluna, þá byrjaði allt fólkið (sem enginn þekkti þar sem þetta voru allt vinir parsins frá því í "college") að skiptast á opinberum sögum um líf og daga parsins síðustu árin. Kvöldið endaði á því að ljóð sem parið hafði samið síðustu tvö árin voru lesin upp, sem og boðorðið leikið fyrir allan þann skara sem ekki hafði verið viðstaddur þegar það var upphaflega borið fram.

Ég dæsti af þakklæti þegar ég komst af þessu framhaldi. Becky sem sagði mér frá þessu daginn eftir, glotti andstyggilega þegar hún endurtók í hinum ýtarlegustu smáatriðum öll þau vemmilegheit sem þetta "out-of-state" pakk, vinahópur parsins, hafði tekið upp á. Becky er töff, bara svo að allir íslenskir lesendur þessa vefleiðara viti. Hún er 149.86 sentimetrar á hæð og hefur þróað létt-kaldhæðnislegan húmor (hvort að hann tengist eitthvað hæðinni, vil ég ekki tjá mig um, enda er ég enginn poppsálfræðingur...). Það sem einnig er afskaplega spennandi við hana er að hún er ef til vill ennþá betri gestgjafi heldur en Allison, Allison sem á þúsund blaðsíðna doðrant frá Emily Post sem kennir mannasiði og veisluhald. Það hlakkar í okkur Helenu, þar sem við eigum líklega eftir að sjá blóðuga baráttu tveggja gestgjafa áður en þessari önn líkur.

17:19

(0) comments föstudagur, september 19
 
Aaaaaaarrrrgh. Ég á að vera að lesa og læra og lesa og læra. Það sem ég hef gert í dag:
  • Eldað mér eggjaköku
  • Horft á tvo þætti af Star Trek
  • Tekið mér lúr
  • Farið út í búð og keypt mér kaffibolla
  • Lesið The New York Times afturábak og áfram
  • Spjallað í tvo tíma í símann við Allison og Helenu
  • Horft á annan Star Trek þátt
Og hvað er ég að fara að gera núna? Well, ég er að pæla að reyna að tengja PlayStation við sjónvarpið mitt, en Helena var svo góð að lána mér til lengri tíma gömlu leikjatölvuna sína...

17:15

(0) comments
 
Enn ein vikan í skólanum er nú liðin, og ég er að líða niður af þreytu. Það er ekkert eins mindnumbingly exhausting og að fara í þrjá tíma á einum degi. Og eins og við vitum öll, þá er ekkert eins gott fyrir þreytta sálu og að fara út að skemmta sér. Því ákvað ég að hoppa niðrí lestina í gær, fara niðrí Greenwich, og fara í billjard.

Mikil mistök það. Ekki er nóg með að gítarkunnátta mín virðist hafa staðnað við að geta spilað fyrstu þrjá tónana í Stál og hnífur, heldur virðist kunnátta mín með billjardkuða einnig hafa geispað golunni einhvern tímann í sumar. Og nú sit ég klukkan hálf ellefu við tölvuna og þykist vera að skrifa eitthvað, en geri í raun ekkert nema að geispa og geispa, og sigh ég verð að fara að sofa aftur.

Síðan er það auðvitað alveg hræðilegt, að allar bækurnar sem ég pantaði af Amazon fyrir haustið í haust, streyma núna inn um lúguna, og ég hreinlega veit ekki hvar ég á að byrja. Ég tek upp eina bók og hef lesturinn áköf, en næsta dag eru tvær jafn skemmtilegar komnar til mín, og ég hendi hinni fyrstu frá mér og tek hinar upp.

Schizophrenískur lestur...

Tíhí, ég get stafað s-c-h-i-z-o-p-h-r-e-n-i-a!

Bæði Allison og Helena eru að fara á alvöru amerísk "date" í kvöld. Ég er hins vegar á leiðinni í trúlofunarpartíi til einnar Patriciu, stelpu sem stúderar sautjándu öldina hérna í Kólumbíu og er á öðru ári eins og ég. Exciting, non?

10:42

(0) comments þriðjudagur, september 16
 
Aha! ég var að pakka upp úr ferðatöskunum mínum, og fann þá ljóðið sem afi minn samdi fyrir mig í tilefni af 25 ára afmælinu:

Brynhildur með brosin sín
bræðir hjörtun, kát og hýr.
Ævinlega óskin mín
ylji þér sem blærinn hlýr.

Þetta ljóð er komið á skrifborðið. Ég þarf á öllu að halda til að tapa ekki geðheilsunni nú þegar ég læri utanað enn aðra beygingarregluna í latínu.

16:44

(0) comments
 
Björk vinkona sem ég bjó með á Hjarðarhaganum hér forðum daga er nú komin til Norður Ameríku til framhaldsnám í umhverfisfræðum. Nánar tiltekið, þá er hún komin til höfuðborgar Vestur Íslendinga, Winnipeg í Kanada (einhvern veginn finnst mér eins og það ætti að vera hörkufrost þar núna...). Nú þegar ég les pælingar hennar um fyrstu dagana í nýjum skóla fæ ég algjört flashback. Einföldustu setningar vekja upp í mér hugrenningar eins og "Já" og "Akkúrat" og "Sammála".

Ein mest elegant útskýring á Norður Ameríku í boði Bjarkar:
  • Her drekka allir kaffi i 3 staerdum, small, medium og large plastmalum sem eru oll skreytt ad utan og svo faerdu pappa utan um malid thitt svo thu brennir thig ekki.

16:22

(0) comments
 
sum, esso, fui, futurum

Ég latínu læri.

Sigh. Ég hef alltof mikinn frítíma hérna í New York þessa stundina. Sit núna og þykist vera að lesa fyrir málstofur á fimmtudaginn, en er í raun að leika mér að nýja geisladiskabrennaranum mínum.

Byrjaði á Passíusálmum Hallgríms P. í gærkvöldi og skemmti mér vel. Kvöl og pína er merki hans, merki passíusálmaskáldsins.... Jæja, lélegur brandari a'tarna.

Hef komist að því mér til mikillar skelfingar að ég hef ekki haft samband við neinn heima á Íslandi, og er ekki vel. Hringdi í skyndingu til lykilfjölskyldumeðlima og lét vita af mér.

Sigh. Alltof heitt til að skrifa (léleg afsökun, vil í rauninni bara yfirgefa ykkur til að fara aftur í geisladiskabrennaraforritið mitt að fikta). Ég fer. Vale!

12:41

(0) comments laugardagur, september 13
 
Það eru svo sannarlega hasar og háskaleikir í litlu íbúðinni minni hér á the Upper West Side. Ég sat í mesta sakleysi í gærkveldi og horfði á mína fyrstu vídjómynd síðan ég kom til Bandaríkjanna. Þegar tíu mínútur voru á eftir myndinni, tökum við eftir stærsta skorkvikindi sem ég hef á ævinni séð skríða eftir gólfmottunni undir sófann.

Ég er auðvitað sjóuð í ýmsum skorkvikindum, eftir að hafa ferðast um hina myrku Asíu, og eftir að hafa búið í hinni myrku New Jersey sem unglingur. Kakkalakkar eru landlægir í NJ, og ég tel mig hafa ansi góð viðbrögð við að kremja þessi sentimetra löng brúnu kvikindi með fálmarana og kræklóttu fæturnar... EN. Þessi viðbjóður sem ég sá utanundir mér í gær var ÞRÍR sentimetrar. ÞRÍR sentimetrar. Og fór hratt yfir.

Ég hoppaði upp á sófann, og eftir mikla snúninga, tekst að hoppa úr sófanum, í gegnum stofuhurðina og stíg á hreina gólfið á ganginum. Ég flýti mér inn í skrifstofuna og set á mig skó. Ég öskra á Hayley sem kemur með tissjú og einbeittan svip. Við förum að ýta til húsgögnunum, fram og til baka. Sjáum við og við til pöddunnar þar sem hún skutlast til, en erum aldrei nógu snöggar að kremja hana.

Sögulok. Ég tek ónotaða brúsann minn af skordýraeitri og spreyja alla stofuna, fram og til baka, fram og til baka. Ég reyni að klára að horfa á myndina, en augun á mér svíða undir sætum ilmi eitursins, og ég gefst upp. Ég fer inn á skrifstofuna mína og reyni að glamra á gítarinn minn, og er ansi svekkt yfir því að gítarhæfileikar mínir virðast hafa farið aftur á bak þar sem ég hef ekki snert hljóðfærið í viku. Ég vil núna verða góður gítarleikari. En það er erfitt, þar sem ég kann ekki einu sinni að stilla kvikindið.

Sigh. Og í dag er hreinsidagurinn mikli. Er búin að skófla öllu út úr svefnherberginu mínu og sé nú gólfið í fyrsta skipti síðan ég kom hingað. Ferðatöskurnar mínar eru núna tómar og komnar upp í skáp, og bókahillurnar mínar nýju og góðu sem ég keypti í IKEA eru núna troðfullar. Sem útaf fyrir sig er áhyggjuefni, þar sem ég hef ekki enn keypt skólabækurnar mínar. Bókahillurnar eru fullar, ég er ekki enn búin að kaupa bækur að ráði fyrir haustið, og það er enn bókastafli af miðlungsbókum í svefnherberginu mínu, bókastafli sem ég er hægt og hægt að gera mér grein fyrir að muni vera kyrr og ósnertur næstu fimm árin.

Lífið sem fræðimanneskja er svo sannarlega erfitt. En ég er að læra latínu. Whooplee!

18:24

(0) comments miðvikudagur, september 10
 
Dude! Var að lesa Sparkle Motion! Til hamingju Þura og Þórður!

23:27

(0) comments
 
Það er greinilega massa erfitt að koma sér aftur í vefleiðaraskap eftir að hafa tekið sér mánaðarfrí. En núna hef ég enga afsökun lengur. Gæjarnir frá Time Warner komu á föstudaginn, og ég er aftur nettengd, og mér er því ekki til setunnar búið. Svo hér ég sit og skrifa.

Núna er önnur vikan í skólanum næstum lokið. Önnur vikan, en samt sú fyrsta þegar við tökum tillit til þess að í fyrstu vikunni gerðum við ekkert annað en að fara yfir lesefni annarinnar og kynnast kennurunum. Ég hef því hér með stórfréttir: Stundaskráin mín í vetur.

Ég er að taka tíma með nýráðinni ungri konu að nafni Molly Murray í sextándu alda ljóðafræði. Mollí er algjört æði. Þetta er svo innilega fyrsti tíminn sem hún kennir, og greyið er alltaf að mæta of seint, hleypur í gegnum fyrirlestrana sína og er alltaf jafn hissa þegar hún er búin og tíu mínútur eru eftir af tímanum. En hún veit allt allt og allt um ljóðafræði endurreisnartímabilsins. Eftir fimm ár ætla ég að verða alveg eins og hún. :)

Í annan stað þá sit ég tíma hjá kennara sem er á hinum endanum á kennaraferli sínum. Maðurinn, sem ber hið virðulega heiti Bob Hanning er að nálgast sjötugt og á þrjú ár eftir af kennslu við Kólumbíuháskóla. Bob er miðaldargutti og er að kenna mér allt um riddaramennsku og samskipti á miðöldum. Auðvitað hef ég afar takmarkaðan áhuga á því tímabili, en Bob er töff gutti, sem heimtar að í hverjum tíma komi einhver með mat sem allir við langborðið ógurlega geti naslað á meðan á kennslu stendur. Einnig vantar töluvert upp á að hann sé að taka eftir þeim málefnum í textanum sem ég og Allison, báðar lærimeyjar Jean elsku Howard, tökum eftir, svo sem konum...

Í þriðja stað þá er ég í námskeiði með nýjum prófessori við deildina, einum Alan Stewart. Alan, mikill vinur Jean, er að vinna að nákvæmlega sömu málefnum og hún, svo að kennslan hjá honum verður easy piecy japanese. Málstofan hjá honum ber nafnið "Trade and Traffic in the Early Modern Period" og innihald námskeiðsins er eftir því. Afar spennó.

Í fjórða stað, þá er ég loksins byrjuð að læra latínu. Ég er búin með þrjá tíma í þessum yndislega bekk og er farin að geta lesið einfaldar setningar á latínu. Það er algjört pain að læra fyrir tímann, þar sem að hingað til gengur kennslan út á að læra utan að málfræðibeygingar og reglur (og mun gera næstu árin.. sigh), en halló! ég er loksins byrjuð að læra latínu.

Ég skal sko segja ykkur að latínan gerir gæfumuninn. Það er eitthvað við hvernig þetta dauða tungumál hefur verið byggt upp í samfélagi okkar sem tungumál menningarelítunnar, tungumál sem allir "alvöru" fræðimenn eiga að geta lesið. Því hef ég alltaf fundið fyrir minnimáttarkennd yfir að geta ekki lesið fja... málið, og oft bölvað í sand og ösku fyrir að hafa valið svo nýmóðins skóla eins og MH sem krafðist ekki latínu sem skyldumáls. En í dag hef ég tekið minn stað sem upprennandi "alvöru" fræðikona. Ég finn hvernig bakið réttist og brjóstkassinn blæs út og í dag gekk ég um í fyrsta skipti í stuttu pilsi síðan ég var 15 ára. Furðuleg tilfinning a'tarna, að finna hvernig vindurinn blæs um nývaxaða fótleggina (já já já, ég veit, ég er komin til Bandaríkjanna... Í alvöru, allar konurnar hérna raka sig... ég hef alltaf verið veik fyrir staðalmyndum...)

Það spillir ekki fyrir að latínukennarinn okkar er ungur og myndarlegur maður. Todd elskan er á þriðja ári í klassískum fræðum, en auðvitað er hann giftur. Ég finn mér til mikilllar skelfingar að eftir að verða orðin svo gömul eins og ég er (25 ára fyrir tæpum tveimur vikum), þá þarf ég núna að líta á vinstri höndina á gæjum sem ég hitti til að athuga hvort að þeir séu enn til staðar á markaðnum. Pælum aðeins í þessu!

Hmmmm. Hvað meira get ég sagt eftir að hafa sagt frá skólanum mínum. Well, það gerðist svo sem ekkert merkilegt í síðustu viku nema að við og Allison gerðum ekkert nema að sakna Big John og Edwards sem báðir hafa yfirgefið staðinn. Núna stendur yfir mikil leit af strákum til að fylla upp í vinahópinn okkar, sem eins og er samanstendur aðeins af Litla Jón. Hingað til hafa komið til nokkrir frambjóðendur, but I'll keep you posted.

Já, og ég fór í brúðkaupið ógurlega á sunnudaginn. Algjört ÆÐI. Þetta var gyðingarbrúðkaup og einhvern veginn hafði ég búið mig undir að fara í afskaplega leiðinlega og þurra þjónustu. But helló dúdda mía. Þegar við mættum á staðinn var þegar byrjað að syngja. Fólk gekk um í trúarlegum kónga, með rabbíanum með kassagítarinn í fararbroddi og söng til heiðurs brúðinni. Og í brúðkaupinu sjálfu þá voru alveg milljón manns uppi á sviðinu (náfjölskyldan held ég) sem öll voru á flakki meðan á athöfninni stóð til að sinna krakkaskaranum. Og þegar kom í partíið eftir á. Halló! Jafnvel áttatíuára ömmurnar voru að tjútta eins og þær ættu lífið að leysa. Tónlistin minnti dáldið á austurevrópska sígaunatónlist, og allir dönsuðu og dönsuðu og dönsuðu. Hringdansa, kóngadansa, fólk fór í miðjuna og köstuðu hvoru öðru upp í loftið. Við fjögur frá Kólumbíu sátum á borðinu okkar og störðum skelfingu lostin á athöfnina, þar til ég og Kairós tókum af skarið og fórum inn í hringinn og létum dansinn taka völd. Kairós entist í tíu mínútur. Ég vildi segja að ég hafi enst í tuttugu, en mig grunar að það hafi verið frekar nálægt korterinu. Ég kom til baka á borðið, sveitt, másandi, með blautt hárið plastrað niðrá bak. Áttatíuára ömmurnar héldu áfram að dansa. KREISÍ!!! Ég skal segja ykkur það, að ef ég gifti mig nokkurn tímann (doubtful) í kirkju (highly improbable), að þá mun ég gifta mér að gyðingarsið. Mazeltov!

En snúum okkur aftur úr brúðkaupinu. Aðrar stórfréttir sem gerðust núna í síðustu viku, er það að ég var næstum því dáin. Á þriðjudaginn í síðustu viku fundum við Hayley fyrir furðulegri lykt í íbúðinni okkar. Á fimmtudaginn fer okkur að gruna að lyktin sé gas. Á föstudaginn er lyktin orðin óbærileg, okkur svíður í augun, og við eigum erfitt með andardrátt. Kemur í ljós að eitthvað fór úrskeiðis í gaspípum byggingarinnar, og það tók fja... Kólumbíupípulagningameistarana þrjá daga að laga það (vilja ekki vinna um helgar, greyin). Svo að ég gisti hjá Allison í tvær nætur, og í kvöld er í fyrsta skipti sem ég er heima að ráði, þar sem lyktin fór ekki úr íbúðinni fyrr en í gær, eftir að ég kastaði uppi öllum gluggum og hleypti inn umferðinni af Broadway.

Síðan er ég auðvitað með massa samviskubit yfir því hvað ég skuli vera í fáum tímum í vor. Við þurfum að taka átta námskeið áður en við fáum að taka munnlegu prófum okkar og útskrifast með merkisgráðuna M.Phil sem basically þýðir að ég eigi að vera að skrifa doktorsritgerð. Kemur í ljós að hver einasti framhaldsnemi skiptir þessu niður í þrjú námskeið á haustönn, þrjú námskeið á vorönn og skilur síðan eftir síðustu tvö námskeiðin til að halda sér við efnið á þriðja ári, skólaárið sem munnlegu prófin fara venjulega fram í kringum marsmánuð. Ég er auðvitað samt kominn í það skap að ég eigi að vera að taka fjögur fjögur námskeið, eitthvað sem er ekki hægt... að ég eigi að vera að taka erfiðari námskeið þessa önn, sem er hægt, en væri leiðinlegt, og í staðinn ætla ég að læra sjálfstætt. Segi ég núna á fyrstu viku skólaársins. More on that later. En off to bed with books I go. Mazeltov!

23:00

(0) comments miðvikudagur, september 3
 
Va! Jeg virdist vera komin a einhvern virus tolvupostlista i gegnum hotmail tolvupostfangid mitt. Jeg tharf nuna ad opna postinn minn tvisvar a dag til ad hreinsa ur postholfinu sem fyllist a sex tima fresti af einhverjum posti med titlum eins og "Re:thank you", "Re:your details" o.s.frv. Og thad versta er, ad jeg virdist vera ad dreifa thessum tolvuposti. Var nuna i dag ad fa skilabod ad postur sem jeg hef sent til einhvers tolvupostfangs a Akureyri hafi verid skilad aftur til min vegna mogulegrar virusarhaettu. Hallo! Thekki engan a Akureyri, en vaguely remember ad jeg skrifadi einni stelpu thar fyrir tveimur arum. Thetta er skaedur virus, og hver sem hefur fengid furdulegan post fra mjer undanfarid, jeg bidst hjer med afsokunar.

Jeg er loksins buin ad senda fra mjer ljodathydingarnar sem jeg var ad vinna fyrir Menningarmidstodina i Gerdubergi. Thetta er mikill ljettir, thar sem jeg er byrjud ad hugsa i ljelegum ljodlinum. The majestic breast of swans. The plovers embraced by the leafy tendrils of mournful willows. O.s.frv. Fyrir tha sem hafa ekki graena hvad jeg er ad tala um, tha er sagan thessi:

Jeg fjekk sem sagt starf vid ad "ritstyra" geisladiskabaeklingi med nyjum utgafum af logum Sigvalda Kaldalons. Sigvaldi gamli samdi oll sin log vid ljodlinur skalda fra aldamotunum 1900. Nu, the way I figure it, tha voru thessi ljodskald e.t.v. vinsael a thessum barbarisku timum, en i dag, eru thau oll longu urelt, og morg hver afar ljeleg. Svo ad i dag lifa thau adeins i gegnum fallegu login sem hann Sigvaldi samdi. Thad er sjerstaklega eitt alveg skelfilegt. Naesta faersla verdur tileinkud thvi ljodi og hvad nakvaemlega gerir thad afar ljelegt.

En nuna, nuna verd jeg ad thjota og kaupa baekur. Jeg var ad ljuka fyrsta timanum minum sem adstodarkennari, sem virdist vera afar rolegt starf, a.m.k. fyrir mig, thar sem kennarinn minn er rolegur m'kay grar gaei og thad eina sem hann virdist thurfa fra mjer er ad jeg fari yfir prof og ritgerdir fyrir hann. Og a eftir, sigh, a eftir tha er fyrsta malstofan min i tuttugustu aldar bokmenntum med Bruce Robbins, fyrrverandi viktorianskur fraedimadur sem faerdi sig yfir i tuttugustu oldina eftir ritstjornarskandal hja timaritinu sem hann ritstyrdi fyrir aratug sidan (very wild!). Og eftir thad, klukkan sex, tha fer Binna i sinn fyrsta LATINUtima!!!!

P.S. Schwartzenegger neitadi ad taka thatt i fyrstu rokraedum frambjodenda til rikisstjora Kaliforniu, rokraedur sem haldnar verda i dag. Hmmmmm.

13:17

(0) comments mánudagur, september 1
 
Welcome back to America. Dagarnir sidan jeg kom hingad hafa farid i leidinlega bureaukratiska hluti. Siminn minn er buinn ad vera ur sambandi i alveg oendanlega langan tima, og vidgerdarkarlarnir hafa komid og farid en aldrei getad lagad thad thvi ad thessi helgi er Labor Day Weekend og husvordurinn neitar ad koma til min med lyklana ad kjallaranum thar sem simakassinn er. Numer tvo, jeg er loksins buin ad fa atvinnuleyfi hjerna. Tok mig adeins heilan dag og otrulegar gonguferdir upp og nidur hverfid i Kolumbia. Ja, og sidast en ekki sist: netid mitt er dottid nidur. Sem thydir ad nuna sit jeg a stolinni tolvu ad pikka inn skilabod til ykkar: Time Warner Cable hefur thvi midur ekki tima til ad senda vidgerdarmann til okkar thar til a fostudaginn. So hasta la vista web log.

En adur en jeg haetti nuna (Allison starir a mig augum daudans thar sem jeg er ad eydileggja Law and Order marathonid med ad horfa ekki a thad), tha verd jeg ad segja ykkur fra thvi ad JEY! Jeg er 25 ara! Whoople. Hingad til er jeg buin ad fa gitar i ammaelisgjof (fra ommu), gitardot (pabbi og Ingibjorg), ljod (afi), vasapeningur til Bretlands (afi, Harpa fraenka og Ragnhildur stjupamma), geisladiskabrennari asamt fylgihlutum (Allison og Helena), kvoldverdur a Meridiano's asamt celebratory drinks a Abbey kranni og Underground kranni (Allison og Helena aftur!) og glasamottur (Little Jon). Ef jeg er ad gleyma einhverjum, latid mig vita ef thid viljid ad jeg uppfaeri listann og geri ykkur odaudleg hjer a thessum vefleidara.

Og gisp. Fyrsti skoladagur a morgun. I don't know how I will endure!

20:48

(0) comments

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur