Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

miðvikudagur, febrúar 12
 
X er skotin í Y. Sem í sjálfu sér væri ekki í frásögur færandi nema hvað að hún hefur átt í "óformlegu sambandi" við Z síðustu fjóra mánuðina. Við fyrstu sýn gæti þetta aðeins virst enn einn leiðinlegur ástarþríhyrningurinn, enn ein sagan af ungri stúlku sem getur ekki ákveðið hvaða mann hún vill velja, en bíðið bara. Því að Y er skotin í W, bestu vinkonu X. W hefur þó engan áhuga á Y. Eftir að hafa heyrt X (sem og P) tala um manninn síðustu fjóra mánuðina, og peppað hana upp í tíma og ótíma þegar ástarsorgin var að fara með hana, þá hefur W engan hug á að hefja samband við Y. Sérstaklega ekki þegar hún á eigin nokkurs-konar-kærasta í C. W er reyndar sérstaklega vinsæl innan deildarinnar. Ekki er nóg með að Y "fílar" hana (reyndar er það ekki víst. Nýjasta kenningin er sú að áhuginn sem Y sýnir W kemur til vegna þess að P missti út úr sér að Y væri "kynlaus" í síðasta partíi, og Y, sem er enn að reyna að ná sér eftir erfið sambandsslit við O, ákvað að sýna einhverjum áhuga til að sanna karlmennsku sína og valdi W þar sem hún er óneitanlega ótiltækanlegasta manneskja deildarinnar. En nóg um það. Þetta er, þegar allt kemur til alls, aðeins kenning. Höldum áfram sögunni:), heldur hefur M líka sýnt W ómældan áhuga og boðið henni á ótal stefnumót (já ég veit að það er tiltölulega flókið að bæta við enn einum karakternum inn svona seint í söguna, en til þess að einfalda málið, þá er M besti vinur Z). Rómantískt, haldið þið? Nei, nema hvað að M hefur líka elst við á sama tíma K, íbúðarfélaga W. K, það verður þó að segjast, hefur ekki svarað tilboðum M, þar sem hjarta hennar er staðfast bundið við Y (Y, bara svo að þig vitið, hefur engan áhuga á K á móti). En hvert er ég komin í söguna? Já, ég virðist vera komin í sjálfheldu hérna. Förum aftur í byrjun sögunar. X er skotin í Y en er á sama tíma í sambandi við Z. Tölum nú aðeins um Z. Hann er sjálfur afar skotin í L, en ekkert verður úr því, því að hún er að "deita" J, barnæskuvin X. L er þó ekki nógu hress með það samband og X hefur átt í miklum erfiðleikum með að komast hjá því að lenda í einkasamræðum við J, þar sem X hefur engan áhuga á því að svara erfiðum spurningum um samband við konur almennt og L sérstaklega. Og svo framvegis. Og í kringum þennan darraðadans standa nokkrir ósjálfbjarga og afar óspennandi karakterar, sem skemmta sér konunglega við að horfa á herlegheitin.

23:16

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur