Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

föstudagur, febrúar 28
 
Stórfréttir! Ég var loksins að fara yfir hotmailpósthólfið mitt og henda út stærstu póstunum. Því að ég var hætt að fá bréf, það er orðið það fullt. Ekki það að það skiptir máli. Ég hef ekki skrifað pabba í mánuð, ömmu og afa í tvo mánuði, og vinkonur mínar á Íslandi og elsku stelpurnar í vinnunni í Garðabæ. Well forget about it. Ég virðist vera afar lélegur penni. Ég nota tækifærið hér með og lýsi því yfir að ég hugsa um ykkur öll á hverjum degi (well, að minnsta kosti annan hvern dag...).

Aðrar stórfréttir. Systir mín er afar lélegur pistlahöfundur. Hún skrifar nýjustu fréttir frá listaheiminum í Wales að meðaltali aðra hverja viku, sem þýðir það að ég er eini loyal lesandinn hennar. Nýjustu tölur frá heimsóknum hennar: Ég á 43.1 prósent heimsókna af síðunni, Íslendingarnir staðföstu eru með 37.2 prósent og hún sjálf með 13.1 prósent.

Fréttir frá Íslandi. Núna er allt búið að vera vitlaust á netinu í nokkrar vikur út af gettubeturkeppninni. Og ég komst að því að hægt væri að sjá hana á netinu. Svo að ég er diligent manneskja, kveiki á tölvunni klukkan þrjú í dag, og fer að horfa, og missi áhugann eftir hálfa mínútu. Ekki nógu skemmtilegt. Og hvar eru konurnar? Og íslenska lagið í söngvakeppninni. Svisslingurinn lét mig vita að ég hefði getað nálgast lögin á útvarpsvefnum, en því miður var búið að taka þau niður. But I thank you for the thought. Eftir mikla umhugsun hef ég komist að því að mig langar svo sem ekkert sérstaklega að heyra sigurlagið. Þó legg ég til að allir fari að stofna undirskriftarlista til að berjast fyrir því að sungið verði á íslensku. Annað er bara hallærislegt.

Hvað meira? Jú, ég reyndi að elda nepalskan mat í fyrsta skipti í eitt ár í dag. Disaster. Tók tvo tíma að bjarga málunum. Og einn lítra af jógúrt til að vega upp á móti hnefafyllinni af engifer sem ég óvart sturtaði í kássuna. Endaði sem alþjóðlegur pottréttur, með kínverskum hrísgrjónum á botninum, mexíkóskum baunum næst, gervinepalskri kássu með bandarískri jógúrt þar á eftir, og svissneskum osti á toppnum.

Hmmm. Hvað er svo fleira sem ég get sagt frá: Já, ég er á leiðinni í háttinn í fyrsta skipti í viku fyrir klukkan eitt um nóttina. Vikan ógurlega er hér með officially lokið. Ég er búin að skila af mér öllu. Skilaði ritgerðarbleðlinum mínum í dag, fimm blaðsíðna sudda með póstmódernískum, foucaultískum pælingum um höfundarsköpun Rochesters. Er afar skemmtilegur, þó ég segi sjálf frá. Meistaraverkið bar heitið Rochester, Publication and Problems of Author(ity). Ritgerðin endaði auðvitað á því að ég reif Foucault í tætlur (ah, the hubris of the lowly MA student). Lesiði bara:
  • Using the example of Rochester’s poetry and how the name of its author has influenced its dissemination, one could agree with Foucault and say that the author “impedes the free circulation.” Yet could we not also say that it is in the drastic temporal variation of publication and circulation that an exciting possibility of varying meanings within the text is created? Is it not the society’s reaction to the poetry of Rochester that provides the critic and reader with a means to freely compose, decompose and recompose the text? Yes, we could limit the author’s function to being just a system of classification. But we must also remember that this classification is dynamic and continually shifts between timeperiods. Instead of disdaining this (de)limitation of the author, let us rejoice in it. If we take the next theoretical step from Foucault’s idea of the author, the author him/herself becomes a plural and fluid identity, a created and constructed discourse that interacts with society, the reader, as well as the texts attributed to him/her.

Ég sver, mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég les þetta. Það er gaman að pæla í kenningum. Hef tekið þá ákvörðun að ég er búin að tapa mér í sögulegri greiningu síðustu mánuðina, og ætla því að snúa við blaðinu (hahaha) og skrifa bara kenningarlegar ritgerðir hingað til. Það er alveg ástæðulaust að láta sér leiðast í framhaldsnámi með því að skrifa einfaldar ritgerðir sem hver einasti blaðamaður með an ounce of common sense hefði getað skrifað.

Og á morgun, á morgun er stelpukvöld þar sem við þrjár aðalgellurnar í enskudeildinni ætlum að fara á fancy, dýran restaurant. Ég sver, það er alveg massa leiðinlegt að eiga strákavini. Ég, Helena og Allison höfum ekki getað náð þessari kvenlegri talorku sem aðeins estrógen geta valdið í tvo mánuði. Það eru alltaf einhverjir guttar í kringum okkur. Játvarður, Stóri Jón, Litli Jón, Árni. Fínir strákar allir saman. But jeez, sometimes a girl just needs female company.

LOL. Þetta er allt mjög sundurlaust. The inevitable result of a sleepless week.

Og random thought að lokum. Ég hef ekki enn getað íslenskað nafnið hennar Allisonar. Og beygingin er líka flókin. Réttast væri kannski að segja "hér er Allison, um Allison, frá Allison, til Allisonar". En ég var að pæla. Ástæðan fyrir að ég hef ekki íslenskað nafnið hennar er að það er duldið íslenskt. Eins og Ómar Ragnarsson, you know? En hvað gerist þá við beyginguna. Ætti ég að beygja þetta "hér er Allison, um Allison, frá Allisyni, til Allisonar"? Endilega tjáið ykkur um þetta háalvarlega málefni.

00:59

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur