laugardagur, febrúar 22
Operation Pigeon. Það eru dúfnavandræði á 540 West. Dúfnapar hefur sest að í holarúminu í byggingunni okkar. Þið munið ef til vill eftir því hvað mér fannst það sætt þegar þær sváfu á gluggasyllunni (damn, þetta er vitlaust orðið. En var ég ekki búin að minnast á það að ég er búin að tapa íslenskunni...) meðan ég hamraði á lyklaborðið á tölvunni. Well it ain't cute anymore. Vandræðin hófust fyrir tveimur dögum þegar ég steikti beikon og egg í eldhúsinu. Skyndilega fara byrja byrja brunaviðvörunarkassarnir (íslenskuvandræði again) báðir að pípa og ég hleyp til, opna alla glugga í íbúðinni og stend fyrir neðan kassana og hoppa og kasta til handklæði fram og til baka þangað til þeir hætta að pípa. Anyhoo, fer aftur inn í eldhúsið, og eru ekki litlu dúfurnar tvær búnar að koma sér fyrir á eldavélinni. Ég veit ekki hver var hræddari, þær eða ég. Og málið með dúfur, þær hafa gott minni. Núna vita þær að þær geta komist inn um gluggann. Þær flugu aftur inn í eldhúsið í gær og Hayley rak þær í burtu. Í morgun voru þær aftur mættar á staðinn, og ekki nóg með að þær flögruðu um eldhúsið, heldur fóru þær inn í stofuna, svefnherbergi Hayleyjar og skrifstofuna hennar. Við erum ekki happy chickies. Allir gluggar í íbúðinni eru núna lokaðir, og það er ekki gott þar sem skyndilega hefur núna fer míníhitabylgja yfir New York borg, og hitinn er að kæfa mig.
In other news. Helen átti afmæli í gær og hélt upp á það heima hjá sér. Við gáfum henni græjur (loksins, loksins getum við hangið heima hjá henni, því að Allison má ekki lengur halda partí. Ekki nóg með að nágrannarnir hennar hafa kallað til lögregluna einu sinni vegna hávaða (furðulegt hvað fjórir framhaldsnemar í bókmenntum geta talað hátt um bókmenntir. Og allir, ég var ekki þar á svæðinu, I am a good girl) heldur fékk hún nafnlaust bréf frá nágrönnunum í gær) og svipu. Helen, by the way, is a natural. Eftir hálftíma gat hún smellt svipunni, og hitt hvað sem er. Hún notaði auðvitað tækifærið og rústaði lampanum sem hún hefur verið pirruð yfir síðan hún flutti inn. Ég fór heim snemma, þar sem ég þarf að læra í dag, og átti í miklum erfiðleikum með að sofna þar sem Hayley var með partí í stofunni.
Ahem. Þetta er afar sundurslitinn og vondur texti. But I plod on. Því að núna komum við að stórfréttunum. Hayley braut glas. Mitt glas. Sá hlær best sem síðast hlær. Þegar hún sagði mér frá því í morgun, suitably penitent, og lofar að kaupa handa mér nýtt glasasett, hlæ ég andstyggilega og nota línuna hennar "Don't worry about it". Hahahahahahaha. Am still laughing.
Já, og annað sem kannski skiptir engu máli, þá uppgötvaði ég teiknimyndaþátt í morgun. Sherlock Holmes in the 22. Century. Brilljant. Sherlock Holmes hefur verið klónaður af The New Scotland Yard sem þurfa á hjálp hans að halda við að berjast gegn klónaðri útgáfu af Professor Moriarty. Og til þess að hjálpa baráttunni gegn vondu köllunum hefur lögreglan einnig forritað vélmenni með persónuleika Dr. Watsons og bætt við fullt af nifty eiginleikum í honum, því að hann getur skannað alla hluti með augunum sínum og interfeisað við allar tölvur á svæðinu. Þátturinn í dag, The Sign of the Four, með nákvæmlega sama söguþráð og upphaflega sagan, nema hún gerist á tunglinu.
13:11