Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

sunnudagur, febrúar 2
 
Ég er í kúlasta genginu í meistaranáminu hérna í Kólumbíu. Núna á föstudaginn var haldinn stór fundur í deildinni, þar sem allir meistaranemar voru kallaðir saman til að heyra reglurnar um hvernig og hvenær á að skila meistararitgerðunum. Ég starði undrandi á allt fólkið sem gekk inn í stofuna, helminginn af hverjum ég hafði aldrei séð áður. Og síðan komu þau, gengið mitt, Helena, Allison, Edward og Little Jon. Ég, eins og alþjóð veit, hef verið afar upptekin síðustu dagana við að skrifa fyrirlestur sem ég á að halda næsta miðvikudag. Þess vegna hafði misst af partíinu á fimmtudaginn, sem samkvæmt síðustu fréttum hafði enst til klukkan sex á föstudagsmorgni. Mér til mikillar furðu, voru engir þreytumerki á genginu mínu. En engar áhyggjur. The truth will be revealed. Að loknum fundi býður Allison mér appelsínusafa og réttir mér brúsann sinn. Eftir að hafa tekið stóran gúlsopa skil ég allt. Vodkabragðið blómstrar í munninum, ég fæ skyndilegt hláturskast og hugsa með mér: "I'm so cool. Yo coolness..." Meðan höfuð deildarinnar situr og útskýrir alvarlega fyrir okkur hvernig við eigum að fá meistaragráðurnar okkar, sitja nokkrir fáráðlingar í fremstu röð og sötra appelsínusafa með vodka. Jafnvel í menntó var ég ekki svona bold. Og síðan fór ég aftur á bókasafnið. Meðan hinir héldu áfram djamminu.

Annars stendur fyrirlesturinn í stað, svo ég sinni upplýsingaskyldu minni. Er búin að berja mig í gegnum þrettán fræðibækur og tíu fræðigreinar á síðustu þremur dögum, og lesa innilega leiðinlega leikritið "Englishmen for My Money" þrisvar sinnum, og sit núna sveitt við tölvuna, þar sem ég veit að í kvöld VERÐ ég að vera komin með fyrsta uppkast af greininni minni. En meira um þetta síðar.

14:27

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur