Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

sunnudagur, febrúar 23
 
Þetta er nú alveg eðal. Núna undanfarið hafa allir íslenskir vefleiðarar talað um lítið annað en forkeppnina í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fór fram einhvern tímann í síðustu viku. Svo loksins gefst ég upp, fer á stúfana, og reyni að komast í alvöru upplýsingum um hver vann, með hvaða lag, og HVORT SUNGIÐ VAR Á ÍSLENSKU. Svo það fyrsta sem ég geri, netsavvy sem ég er, er að slá inn eurovision.is á vafrann minn. Og viti menn! Er ég ekki flutt skyndilega tvö ár aftur í tímann, komin í formlega heimasíðu Two Tricky með Angel sællar minningar. Ég hvet alla til að kíkja á þessa síðu, sérstaklega fréttasíðuna. Síðasta fréttin er frá þriðjudeginum 15. maí 2001, klukkan 13:20. Þar segir m.a.:
  • Flestir voru að vonum ánægðir með frammistöðu Dana á laugardagskvöldið þótt Ísland fengi bara þrjú stig og þar með var þulurinn okkar, Gísli Marteinn Baldursson, settur í mikla klemmu við að reyna að halda uppi móral þjóðarinnar. En ekki voru allir jafn kurteisir og Gísli Marteinn.

Mánudagurinn 14. maí 2001 er bissí. Þar kemur fram að mikil reiði sé líka í Noregi vegna slælegs gengi norsku keppendanna og að allir séu sammála um að þetta sé auðvitað út af símakosningunni, þar sem fyrstu lögin í keppninni séu þau sem engin stig fengu, meðan efstu lögin komu öll síðast fram. Höfundur Angels gefur einnig opinbera yfirlýsingu þann daginn um að þetta sé allt honum að kenna, en ekki söngvaranna og dansaranna.

Á sunnudeginum 13. maí 2001 er aðeins ein stutt frétt, enda allt Ísland enn harmi slegið út af ósigrinum daginn áður.
  • Two Tricky, sem lenti í neðsta sæti Evrópusöngvakeppninnar í Kaupmannahöfn í gærkvöldi, kemur heim til Íslands í kvöld.
    Gunnar Ólafsson söngvari sagði í útvarpsfréttum í hádeginu að hópurinn hefði helst þá skýringu á því að áhorfendur Angel gáfu þeim ekki stig að Evrópa væri ekki tilbúin fyrir Ísland. Hins vegar fyndu Íslendingarnir mikinn áhuga erlendra þjóða á laginu og erlendir flytjendur hefðu verið steinhissa á slöppu gengi Íslands í keppninni... Íslendingar fengu eitt stig frá Norðmönnum og tvö stig frá Danmörku og fá því ekki að taka þátt í Evrópusöngvakeppninni á næsta ári.

Jafn lítið er að gerast á vefnum sjálfan keppnisdaginn, laugardaginn 12. maí 2001, enda eru allir að undirbúa sig fyrir keppnina. Segir vefurinn frá því að gífurleg spenna sé meðal Íslendinga á Portúgal. Hafa um hundrað farþegar Úrvals-Útsýnar og Plúsferða í Albufeira hafa þegar skráð sig í sérstakt Júróvisjón-teiti á vegum ferðaskrifstofanna þá um kvöldið.

Lík ég þessari ferð afturábak í Íslendingasögunni á frétt sem birtist þegar bjartsýnin fór yfir um, föstudaginn 11. maí 2001.
  • Danska síðdegisblaðið BT hefur gert könnun og reiknað út hvaða lönd það verða sem mesta möguleika eiga á efstu sætunum í Evróvisjónsöngkeppninni sem fram fer í Kaupmannahöfn í kvöld. Þar tróna Danir sjálfir efstir á blaði, Svíar eru í öðru sæti, Grikkir í því þriðja og í fjórða sæti lendir Angel með Two Tricky. "Vinnan okkar er að skila sér. Við höfum verið jákvæð og dugleg við að kynna okkur," sagði Einar Bárðarson, höfundur lagsins, í kvöld eftir generalprufu sem að sögn tókst frábærlega og ekki síst hjá íslenska hópnum. Fagnaðarlátum 20 þúsund forsýningargesta ætlaði aldrei að linna: "Þetta var frábært," sagði Einar og Gunnar Ólason, söngvari hópsins, var ekki síður ánægður: "Ég skemmti mér bara vel á sviðinu." Gunnar hefur vakið mikla athygli ytra og er af mörgum talinn einn besti söngvari keppninnar. Fjörutíu þúsund áhorfendur verða í Parken í Kaupmannahöfn á morgun. þegar keppnin fer fram og er framlag Íslendinga annað í röðinni. Eru það viss vonbrigði fyrir hópinn sem heldur hefði viljað koma fram seinna í keppninni því reynslan sýnir að því seinna sem sungið er því meiri líkur eru á sigri.

En allir, endilega látið mig vita hvort sungið verður á íslensku í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva núna í ár, og hvort að íslenska ríkissjónvarpið sjónvarpi keppninni í kringum netið.

09:43

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur