mánudagur, febrúar 17
Er að leka niður af þreytu. Hef ekki sofið almennilega í tvær og hálfa viku. Gisp. Og það er alltof mikill snjór úti á götunum. Það er afar furðulegt að sjá götu New York borgar svona algjörlega tómar. Æstir undergraduate nemar leika sér hérna í snjókasti úti á Broadway, og enginn truflar þá. Lowe Library er núna orðinn staðurinn til að renna sér niður tröppurnar á sleðum. Meðan við graduate nemar göngum framhjá, hristum höfuðin og tölum um hvað við erum orðin gömul. Og það er búið að bjóða mér í fyrsta bókapartíið mitt. Jenny Davidson, fúli kvennabókmenntaprófessorinn sem fékk okkur til að koma í tíma þrátt fyrir að búið væri að loka háskólanum (fimm mættu af þrettán), var að bjóða mér Allison í partí í tilefni af útkomu skáldsögunnar hennar. Whoople!
Og netið er AFTUR niðri. Er núna að hringja inn á Kólumbíutengingunni sem er afar hægvirk og pirrandi. Tvær dúfur kurra núna einum metra við hliðina á mér, hinum megin við glerið á skrifstofunni minni. Og Belle and Sebastian spilar í græjunum. Life is good. Og ég er farin að sofa núna. Hef intense viðtal við elsku Jean á morgun varðandi MA kynninguna mína.
Fyrir þá sem hafa áhuga, þá virðist sem ég hafi affeministast. Kemur í ljós að MA ritgerðin mín um kvenrithöfunda er núna orðin af afar leiðinlegri ritgerð um tvo KARLrithöfunda og hvernig þeir lýsa útlendingum á leiksviðinu í lok sextándu aldar. Og hverjir eru þessir gæðingar? Well. Annar er Haughton, með leiðinlegasta leikrit í heimi, sællar minningar. Og hinn? Goddamn Sjeikspír. Hvað er ég búin að koma mér út í? Gisp.
23:18