föstudagur, febrúar 14
Annars er klukkan núna hálftvö um morguninn og ég vil engan veginn fara að sofa, því að ég veit að ég þarf að læra muchos muchos mikið á morgun, og því fyrr sem ég fer að sofa, því styttra er í það að ég vakni til að fara að læra (does this make any sense?). Anyways, svo ég ætla að nota tækifærið til að lýsa þessari síðustu viku mikilla þjáninga og tilfinningalegra raskana. Exciting.
Byrjum á því að fara til baka í tímann, segjum sem svo tvær vikur.
Föstudagurinn 31. janúar - þriðjudagurinn 4. febrúar: A blur. Ritgerðasmíð
Miðvikudagurinn 5. febrúar: Held fyrirlesturinn minn. Er svo þreytt þegar honum líkur að ég man hreinlega ekki hvað ég geri þann dag. Held að ég hafi farið heim og sofið, og horft á sjónvarpið þá um kvöldið með sæta Belganum mínum.
Fimmtudagurinn 6. febrúar: Vakna endurnærð og frísk og óumræðanlega glöð yfir að fyrirlestrinum mínum er lokið. Geng um götur Nýju Jórvíkur (valhoppa væri kannski betra orð í þessu tilviki) og nýt þeirrar furðulegu tilfinningu að ég hef ekkert að gera. Líður eins og skólanum sé lokið. Enda í massa partíi heima hjá Allison þar sem Big John á afmæli og dansa eins og ég eigi lífið að leysa (er þetta rétt orðatiltæki... hmmm.)
Föstudagurinn 7. febrúar: Tek því rólega. Hef það ennþá á tilfinningunni að ég þurfi ekkert að gera, but am rudely awakened, þegar ég vakna með herkvælum (again: er þetta rétt orð. Íslenskan mín er alveg farin (aaarrgh þetta er ísenska: gone)) þegar vekjaraklukkan tístir klukkan tvö þrjátíu um daginn og ég uppgötva að ég á að vera í hóplestri á bókasafninu. Eyði kvöldinu í vídjóglápi (Rambó 3 sællar minningar). Sem er kannski eins gott, þar sem allir hinir, sem fóru í hið óumflýjanlega partí heima hjá Allison, fengu tvær burly New York löggur í heimsókn klukkan fimm um nóttina eftir kvörtun frá TVEIMUR nágrannaíbúðum.
Laugardagurinn 8. febrúar: Gengið okkar ákveður að reyna á það að við séum vinir, þó að áfengi komi ekki við sögu. Förum öll niður á Chelsea Piers, risastóra íþróttamiðstöð neðarlega á Manhattaneyju, þar sem við öllum reynum að hitta hafnarbolta úr vél. Kemur í ljós að ég er undrabarn í hafnarbolta. Týpískur endir: White Horse Pub, bjór og suddamatur, og síðan aftur upp í Kólumbíuhverfið þar sem við, förum á vídjóleigu, tökum tvær vídjómyndir, förum heim til mín, gleymum að horfa á myndina og drekkum rauðvín í staðinn. Damage: eitt rauðvínsglas brotnar og kampavínið hennar Haileyjar er óvart drukkið. Gain: Ég kemst að því að ég sé hörku hafnarboltakappi og við stofnum formlega rapphópinn "Morningside Crew".
Sunnudagurinn 9. febrúar: Vakna í sófanum hennar Helenar. Í hinum sófanum liggur forever unnamed manneskja sem hefur eytt síðustu sjö klukkustundum "worshipping the porcelain god". Kemst að því að ég sagði faux pas kvöldið áður og að Big John sé ekki nógu hress með mig. Hræðilegt, þar sem ég elska Big John út af lífinu. Er þreytt og í hálfgerðu panikkasti þar sem ég hef komist að því að meistararitgerðarkynningin mín er eftir eina viku, ekki tvær, og vegna þess að ég þarf að fara heim og taka til áður en Hailey kemur heim úr skíðaferðalaginu sínu. Er afar þreytt allan daginn, og í vondu skapi út í Hailey þar sem hún tekur undarlega illa í hvarf kampavínsins og í brotna glasið.
Mánudagurinn 10. febrúar: Hef komist að þeirri niðurstöðu að ég eigi engan samastað í framhaldsnámi í bókmenntum. Hvað er ég að gera hérna? Segi brandara í bekknum hans Edwards Saids og eyði næstu þremur tímunum í að hafa áhyggjur af því að sá brandari hafi kannski ekki verið viðeigandi. Eyði muchos muchos pening til þess að kaupa kampavínsflösku, glös, ásamt afmælisgjöf handa Hailey og hef komist að þeirri niðurstöðu að ég sé versti herbergisfélagi í heimi. Þori ekki heim um kvöldið, heldur heng heima hjá Allison til klukkan tvö um nóttina, drekk eitt rauðvínsglas, og sofna yfir late-nite TV.
Þriðjudagurinn 11. febrúar: Vekjaraklukkan mín er týnd. Vakna of seint til að fara að hitta Jean Howard til að tala um meistararitgerðina. Panikkast proper. Hef alltof mikið að lesa fyrir morgundaginn. Veit ekki lengur hvað ég á að skrifa meistararitgerðina um. Kemst að því að íslenskan mín er algjörlega farin þegar ég kemst að því að um daginn skrifaði ég "grænur Íslendingur" án þess að gera mér grein fyrir því að það sé málvilla og að lýsingarorðið sé vitlaust beygt. Lendi í miklum hasar í enskudeildinni þegar kemur í ljós að vegna rafrænna mistaka hef ég ekki fengið ávísunina mína fyrir næstu tvo mánuðina. Reiknast sem svo að ég eigi eftir að lifa af fram í maí, með miklum sparnaði, þar sem safna loksins kjarki að líta á bankareikninginn minn (í fyrsta skipti í síðan í október) og sé að með styrknum frá Kólumbíu sem ég hef ekki enn fengið hef ég svo mikið sem 7000 bandaríkjadali í heiminum og verð því annaðhvort að nýta mér LÍN, eða fá vinnu í sumar. Staðfesti það því loksins að ég verð gjaldþrota í vor, og er enn sem komið er sumaratvinnulaus aumingi. Uppgötva það að ég veit ekki hvað bókmenntafræðingar gera á sumrin. Einset mér það að ég ætla ekki að vinna í þjónustustarfi. Very very down. Það góða við daginn: Hitti Edward í kaffistofunni í skólanum sem faðmar mig og fer með mig á Amsterdam Café, býður mér upp á Stellu Artois og ostafranskar, og talar við mig um Íslendingasögur og svissneska heimavistarskóla. Hef komist að því að ég er góður herbergisfélagi. Það er Hailey sem er fífl. Ætla aldrei að tala við hana aftur.
Miðvikudagurinn 12. febrúar: Líður betur þegar ég vakna klukkan níu og uppgötva að mér hefur tekist að lesa allt fyrir tímann hjá Jean. Fer og tala við elskuna í klukkutíma um hvað ég á að skrifa í meistararitgerðinni minni, og henni tekst að koma í veg fyrir að ég skrifi um nýtt efni. Nýtt meistararitgerðarefni: Leiðinlegasta leikrit í heimi (sjá fyrir neðan). Lífið er dans á rósum. Fer á bókasafnið, heng þar í hálftíma á netinu, þangað til ég uppgötva að ég þurfi ekkert að gera. Fer heim, tek langa sturtu, lendi í miklum háskaleik með háreyðandi kremi (very dangerous, I have to say) og eyði kvöldinu í að horfa á Angel og tala við sæta Belgann minn. Byrja aftur að tala við Hailey.
Fimmtudagurinn 13. febrúar: Vakna of seint. Les eina fantasíuskáldsögu með feminískum undirtónum. Kemst að því, mér til mikillar gleði, að ég er ekki eins debauched og hinir vinir mínir sem lentu óvart á sukkerí heima hjá Allison kvöldið áður (öll okkar sukkerí eru nebbnilega "óvænt"). Feel very superior. Fer í tíma. Kemst að því að ég er uppfull af hugmyndum. Er loksins að komast í "intellectual mode". Líður eins og ég sé "a heap of undigested thoughts" sem krauma undirniðri, og kemst að þeirri niðurstöðu að með þessu áframhaldi, muni ég öskra EUREKA þann 17. apríl 2003 og byrja að skrifa hugmyndafræðilegt verk sem á eftir að breyta heiminum. My euphoria is checked for a while, þegar ég uppgötva klukkan fimm að ég eigi ekki eftir að hafa tíma til að læra þann daginn, þar sem ég þarf að mæta í endurreisnarlestrarhóp. Eyði þremur leiðinlegum klukkustundum í að tala um sextándualdar þýðingar á verkum Óvíds (eftir Marlowe og Golding, you know) og tveimur skemmtilegum klukkustundum eftir það að tala við ungverska undrabarnið Andras um Silence of the Lambs, ungverska hommabari og samfélagslega uppbyggingu á verkum og persónu Shakespeares á Vesturlöndum nútímans. Kem heim klukkan hálfeitt (nei, nú er ég kominn í nýjan dag... -->)
Föstudagurinn 14.febrúar: Vaguely concerned. Sit núna við tölvuna og vil ekki fara að sofa. Því að á morgun þarf ég að:
Skrifa stutta lýsingu á bókinni Nobody's Story sem fjallar um hvernig konur hurfu af bókmenntamarkaðnum á 18. öldinni.
Hamra saman kynningu á meistararitgerðinni sem ég get sent til Jean svo hún samþykki það og ég get skilað þessu inn til deildarinnar á þriðjudaginn.
Mæta á fyrirlestur í kvennafræðideildinni í Kólumbíu til þess að meta það hvort að fyrirlesarinn eigi það skilið að fá starf við skólann.
Þvo öll fötin mín. ALLT er óhreint.
Mæta í suddalegt Valentínusardagspartí heima hjá Allison þar sem við ætlum að borða Fondue á gólfinu. Mikil plön þar í gangi, þar sem við þrjár aðalgellurnar á svæðinu höfum ákveðið að hafa þær leynireglur að ef einhver manneskja missir brauðið ofan í ostinn, þurfi sú manneskja að kyssa sessunaut sinn. Strákarnir vita þetta auðvitað ekki.
Þetta eru semsagt tvær vikur í lífi meistaranemans. Talk about an emotional rollercoaster...
02:04