mánudagur, janúar 6
Er ég eina manneskjan sem fer á Google til að kvarta yfir því að mér leiðist? Og vitið þið hvað. Google getur ekki hjálpað mér. Þegar ég skrifa "I am bored" og ímynda mér að stafirnir tali við mig á tölvuskjánum í tómri og vélrænni rödd nokkurs konar æææ aaaaaaam boooooooooorrrrd, þá fæ ég upp þessa massa leiðinlegu síðu sem fær mig til að leiðast jafnvel enn meira. Íslenska leitin "mér leiðist" kemur með aðeins skemmtilegri síður. Eftir þessar venjulegu algjörlega ólæsanlegar unglinga-ísensku-mérlíðursvoilla bloggsíður kemur upp síða sem vekur upp smá áhuga neðst niðri í maganum. Gott mál og vandað
- nokkur vandmeðfarin atriði í daglegu máli. Þakka þér fyrir MA!