Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

miðvikudagur, janúar 8
 
Dagurinn í dag hefur verið formlega útnefndur sem Joseph Fiennes dagurinn. Við erum búnar að liggja í leti í allan dag og horfa á bíómyndir með þessum über leikara. Það útskýrir líka ef til vill hvað ég er óvenju þreytt og dofin og hef EKKERT að segja. Jú, nema að græna skrímslið hefur grafið klærnar sínar í magann á mér. Helena, thank you very much, er orðinn alvöru fræðikona.

Fyrsta greinin hennar Helenu hefur verið samþykkt til birtingar í bókmenntatímaritinu Extrapolation. Akademíski heimurinn er stórfurðulegur, og ég er aðeins byrjuð að skilja hann. Það fyrsta sem ég lærði þegar ég byrjaði hérna í Kólumbíu er að það er gífurlega mikilvægt fyrir ungt fræðifólk að fá greinar birtar í fræðitímaritum. Því fleiri greinar sem birtar hafa verið, því líklegra er að ungur fræðimaður fái vinnu í góðum skóla eftir útskrift. Og þegar við höfum verið ráðin við skóla, verður þessi krafa sífellt mikilvægari. Prófessorkerfið virkar svo. Fyrst er fræðimaður ráðinn sem lektor. Lektorsstaðan endist í fimm til sjö ár, og að þeim tíma loknum, fer skólinn yfir frammistöðu lektorsins til að ákveða hvort hann verði endurráðinn. Ef frammistaðan er talin vera nógu góð, er fræðimanninum veitt dósentstaða. Ef honum er ekki veitt dósentstaða, verður greyið að byrja upp á nýtt í nýjum skóla. Og það eru sjaldan veitt mörg tækifæri. Fræðimaðurinn fær mögulega annað tækifæri, við aðeins slakari háskóla í lektorsstöðuna, en ef honum er ekki veitt dósentstaða í þessum nýja stað, er hann ekki ráðinn aftur, neins staðar. Háskólar telja þá að fræðimaðurinn er ekki nógu góður til að verða prófessor og hann endar uppi sem suddalegur kennari við einhvern menntaskólann. En nóg um það, ef dósentstaða er veitt, endist hún einnig í fimm til sjö ár. Eftir það, ef dósentinn hefur staðið sig nógu vel, fær hann prófessorstöðu og sú staða felur í sér æviráðningu og prófessorinn getur farið að slaka á og A. orðið letingi sem gerir ekki neitt, eða B. farið að einbeita sér að skapa sér nafn og virðingu meðal annarra fræðimanna.

Ungur lektor við háskóla, ef hann vill vera endurráðin eftir sjö ára reynslutímann, verður að birta að minnsta kosti eina grein á ári í virtu tímariti. Oft eru skólar með lista yfir tíu eða svo tímarit sem skólinn telur vera best, svo fræðimaðurinn verður að birta greinar í þeim tímaritum, en ekki öðrum. Einnig verður lektorinn alltaf að vera að vinna að einhverri bók. Að minnsta kosti ein bók verður að vera gefin út af virtu fræðiútgáfufélagi meðan á reynslutímanum stendur. Þetta er auðvitað á sama tíma meðan lektorinn er í fullri kennslu, en lektorar kenna miklu meira en dósentar, hvað þá prófessorar sem hafa mjög litla kennsluskyldu.

Og Helena er komin á þessa akademísku braut. Hún er orðin útgefin fræðikona. Bleugh. Til hamingju Helena!

23:32

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur