sunnudagur, janúar 26
Annars er allt að verða vitlaust hérna í Kólumbíu. Ég þarf að skila af mér tuttugumínútna fyrirlestri í næstu viku, um leikrit sem ég hef aldrei heyrt um áður, skrifuðu af manni sem ég hef ekki græna hver er. Og þessi fyrirlestur eru fyrir Jean Howard, í námskeiði sem er troðfullt af stúdentum sem ég ber mikla virðingu fyrir. Þetta verður erfið vika. Er farin á bókasafnið að lesa.
Og by the way, Theory of the Novel eftir George Lukács er hæglesnasta bók sem ég hef nokkurn tímann lesið. Ég er komin á blaðsíðu 86, eftir fjögurra tíma lestur. Djísus!
13:58