Sigh. Ég hef alltof mikinn frítíma hérna í New York þessa stundina. Sit núna og þykist vera að lesa fyrir málstofur á fimmtudaginn, en er í raun að leika mér að nýja geisladiskabrennaranum mínum.
Byrjaði á Passíusálmum Hallgríms P. í gærkvöldi og skemmti mér vel. Kvöl og pína er merki hans, merki passíusálmaskáldsins.... Jæja, lélegur brandari a'tarna.
Hef komist að því mér til mikillar skelfingar að ég hef ekki haft samband við neinn heima á Íslandi, og er ekki vel. Hringdi í skyndingu til lykilfjölskyldumeðlima og lét vita af mér.
Sigh. Alltof heitt til að skrifa (léleg afsökun, vil í rauninni bara yfirgefa ykkur til að fara aftur í geisladiskabrennaraforritið mitt að fikta). Ég fer. Vale!
12:41