Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

þriðjudagur, september 16
 
sum, esso, fui, futurum

Ég latínu læri.

Sigh. Ég hef alltof mikinn frítíma hérna í New York þessa stundina. Sit núna og þykist vera að lesa fyrir málstofur á fimmtudaginn, en er í raun að leika mér að nýja geisladiskabrennaranum mínum.

Byrjaði á Passíusálmum Hallgríms P. í gærkvöldi og skemmti mér vel. Kvöl og pína er merki hans, merki passíusálmaskáldsins.... Jæja, lélegur brandari a'tarna.

Hef komist að því mér til mikillar skelfingar að ég hef ekki haft samband við neinn heima á Íslandi, og er ekki vel. Hringdi í skyndingu til lykilfjölskyldumeðlima og lét vita af mér.

Sigh. Alltof heitt til að skrifa (léleg afsökun, vil í rauninni bara yfirgefa ykkur til að fara aftur í geisladiskabrennaraforritið mitt að fikta). Ég fer. Vale!

12:41

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur