miðvikudagur, september 10
Það er greinilega massa erfitt að koma sér aftur í vefleiðaraskap eftir að hafa tekið sér mánaðarfrí. En núna hef ég enga afsökun lengur. Gæjarnir frá Time Warner komu á föstudaginn, og ég er aftur nettengd, og mér er því ekki til setunnar búið. Svo hér ég sit og skrifa.
Núna er önnur vikan í skólanum næstum lokið. Önnur vikan, en samt sú fyrsta þegar við tökum tillit til þess að í fyrstu vikunni gerðum við ekkert annað en að fara yfir lesefni annarinnar og kynnast kennurunum. Ég hef því hér með stórfréttir: Stundaskráin mín í vetur.
Ég er að taka tíma með nýráðinni ungri konu að nafni Molly Murray í sextándu alda ljóðafræði. Mollí er algjört æði. Þetta er svo innilega fyrsti tíminn sem hún kennir, og greyið er alltaf að mæta of seint, hleypur í gegnum fyrirlestrana sína og er alltaf jafn hissa þegar hún er búin og tíu mínútur eru eftir af tímanum. En hún veit allt allt og allt um ljóðafræði endurreisnartímabilsins. Eftir fimm ár ætla ég að verða alveg eins og hún. :)
Í annan stað þá sit ég tíma hjá kennara sem er á hinum endanum á kennaraferli sínum. Maðurinn, sem ber hið virðulega heiti Bob Hanning er að nálgast sjötugt og á þrjú ár eftir af kennslu við Kólumbíuháskóla. Bob er miðaldargutti og er að kenna mér allt um riddaramennsku og samskipti á miðöldum. Auðvitað hef ég afar takmarkaðan áhuga á því tímabili, en Bob er töff gutti, sem heimtar að í hverjum tíma komi einhver með mat sem allir við langborðið ógurlega geti naslað á meðan á kennslu stendur. Einnig vantar töluvert upp á að hann sé að taka eftir þeim málefnum í textanum sem ég og Allison, báðar lærimeyjar Jean elsku Howard, tökum eftir, svo sem konum...
Í þriðja stað þá er ég í námskeiði með nýjum prófessori við deildina, einum Alan Stewart. Alan, mikill vinur Jean, er að vinna að nákvæmlega sömu málefnum og hún, svo að kennslan hjá honum verður easy piecy japanese. Málstofan hjá honum ber nafnið "Trade and Traffic in the Early Modern Period" og innihald námskeiðsins er eftir því. Afar spennó.
Í fjórða stað, þá er ég loksins byrjuð að læra latínu. Ég er búin með þrjá tíma í þessum yndislega bekk og er farin að geta lesið einfaldar setningar á latínu. Það er algjört pain að læra fyrir tímann, þar sem að hingað til gengur kennslan út á að læra utan að málfræðibeygingar og reglur (og mun gera næstu árin.. sigh), en halló! ég er loksins byrjuð að læra latínu.
Ég skal sko segja ykkur að latínan gerir gæfumuninn. Það er eitthvað við hvernig þetta dauða tungumál hefur verið byggt upp í samfélagi okkar sem tungumál menningarelítunnar, tungumál sem allir "alvöru" fræðimenn eiga að geta lesið. Því hef ég alltaf fundið fyrir minnimáttarkennd yfir að geta ekki lesið fja... málið, og oft bölvað í sand og ösku fyrir að hafa valið svo nýmóðins skóla eins og MH sem krafðist ekki latínu sem skyldumáls. En í dag hef ég tekið minn stað sem upprennandi "alvöru" fræðikona. Ég finn hvernig bakið réttist og brjóstkassinn blæs út og í dag gekk ég um í fyrsta skipti í stuttu pilsi síðan ég var 15 ára. Furðuleg tilfinning a'tarna, að finna hvernig vindurinn blæs um nývaxaða fótleggina (já já já, ég veit, ég er komin til Bandaríkjanna... Í alvöru, allar konurnar hérna raka sig... ég hef alltaf verið veik fyrir staðalmyndum...)
Það spillir ekki fyrir að latínukennarinn okkar er ungur og myndarlegur maður. Todd elskan er á þriðja ári í klassískum fræðum, en auðvitað er hann giftur. Ég finn mér til mikilllar skelfingar að eftir að verða orðin svo gömul eins og ég er (25 ára fyrir tæpum tveimur vikum), þá þarf ég núna að líta á vinstri höndina á gæjum sem ég hitti til að athuga hvort að þeir séu enn til staðar á markaðnum. Pælum aðeins í þessu!
Hmmmm. Hvað meira get ég sagt eftir að hafa sagt frá skólanum mínum. Well, það gerðist svo sem ekkert merkilegt í síðustu viku nema að við og Allison gerðum ekkert nema að sakna Big John og Edwards sem báðir hafa yfirgefið staðinn. Núna stendur yfir mikil leit af strákum til að fylla upp í vinahópinn okkar, sem eins og er samanstendur aðeins af Litla Jón. Hingað til hafa komið til nokkrir frambjóðendur, but I'll keep you posted.
Já, og ég fór í brúðkaupið ógurlega á sunnudaginn. Algjört ÆÐI. Þetta var gyðingarbrúðkaup og einhvern veginn hafði ég búið mig undir að fara í afskaplega leiðinlega og þurra þjónustu. But helló dúdda mía. Þegar við mættum á staðinn var þegar byrjað að syngja. Fólk gekk um í trúarlegum kónga, með rabbíanum með kassagítarinn í fararbroddi og söng til heiðurs brúðinni. Og í brúðkaupinu sjálfu þá voru alveg milljón manns uppi á sviðinu (náfjölskyldan held ég) sem öll voru á flakki meðan á athöfninni stóð til að sinna krakkaskaranum. Og þegar kom í partíið eftir á. Halló! Jafnvel áttatíuára ömmurnar voru að tjútta eins og þær ættu lífið að leysa. Tónlistin minnti dáldið á austurevrópska sígaunatónlist, og allir dönsuðu og dönsuðu og dönsuðu. Hringdansa, kóngadansa, fólk fór í miðjuna og köstuðu hvoru öðru upp í loftið. Við fjögur frá Kólumbíu sátum á borðinu okkar og störðum skelfingu lostin á athöfnina, þar til ég og Kairós tókum af skarið og fórum inn í hringinn og létum dansinn taka völd. Kairós entist í tíu mínútur. Ég vildi segja að ég hafi enst í tuttugu, en mig grunar að það hafi verið frekar nálægt korterinu. Ég kom til baka á borðið, sveitt, másandi, með blautt hárið plastrað niðrá bak. Áttatíuára ömmurnar héldu áfram að dansa. KREISÍ!!! Ég skal segja ykkur það, að ef ég gifti mig nokkurn tímann (doubtful) í kirkju (highly improbable), að þá mun ég gifta mér að gyðingarsið. Mazeltov!
En snúum okkur aftur úr brúðkaupinu. Aðrar stórfréttir sem gerðust núna í síðustu viku, er það að ég var næstum því dáin. Á þriðjudaginn í síðustu viku fundum við Hayley fyrir furðulegri lykt í íbúðinni okkar. Á fimmtudaginn fer okkur að gruna að lyktin sé gas. Á föstudaginn er lyktin orðin óbærileg, okkur svíður í augun, og við eigum erfitt með andardrátt. Kemur í ljós að eitthvað fór úrskeiðis í gaspípum byggingarinnar, og það tók fja... Kólumbíupípulagningameistarana þrjá daga að laga það (vilja ekki vinna um helgar, greyin). Svo að ég gisti hjá Allison í tvær nætur, og í kvöld er í fyrsta skipti sem ég er heima að ráði, þar sem lyktin fór ekki úr íbúðinni fyrr en í gær, eftir að ég kastaði uppi öllum gluggum og hleypti inn umferðinni af Broadway.
Síðan er ég auðvitað með massa samviskubit yfir því hvað ég skuli vera í fáum tímum í vor. Við þurfum að taka átta námskeið áður en við fáum að taka munnlegu prófum okkar og útskrifast með merkisgráðuna M.Phil sem basically þýðir að ég eigi að vera að skrifa doktorsritgerð. Kemur í ljós að hver einasti framhaldsnemi skiptir þessu niður í þrjú námskeið á haustönn, þrjú námskeið á vorönn og skilur síðan eftir síðustu tvö námskeiðin til að halda sér við efnið á þriðja ári, skólaárið sem munnlegu prófin fara venjulega fram í kringum marsmánuð. Ég er auðvitað samt kominn í það skap að ég eigi að vera að taka fjögur fjögur námskeið, eitthvað sem er ekki hægt... að ég eigi að vera að taka erfiðari námskeið þessa önn, sem er hægt, en væri leiðinlegt, og í staðinn ætla ég að læra sjálfstætt. Segi ég núna á fyrstu viku skólaársins. More on that later. En off to bed with books I go. Mazeltov!
23:00