föstudagur, september 19
Enn ein vikan í skólanum er nú liðin, og ég er að líða niður af þreytu. Það er ekkert eins mindnumbingly exhausting og að fara í þrjá tíma á einum degi. Og eins og við vitum öll, þá er ekkert eins gott fyrir þreytta sálu og að fara út að skemmta sér. Því ákvað ég að hoppa niðrí lestina í gær, fara niðrí Greenwich, og fara í billjard.
Mikil mistök það. Ekki er nóg með að gítarkunnátta mín virðist hafa staðnað við að geta spilað fyrstu þrjá tónana í Stál og hnífur, heldur virðist kunnátta mín með billjardkuða einnig hafa geispað golunni einhvern tímann í sumar. Og nú sit ég klukkan hálf ellefu við tölvuna og þykist vera að skrifa eitthvað, en geri í raun ekkert nema að geispa og geispa, og sigh ég verð að fara að sofa aftur.
Síðan er það auðvitað alveg hræðilegt, að allar bækurnar sem ég pantaði af Amazon fyrir haustið í haust, streyma núna inn um lúguna, og ég hreinlega veit ekki hvar ég á að byrja. Ég tek upp eina bók og hef lesturinn áköf, en næsta dag eru tvær jafn skemmtilegar komnar til mín, og ég hendi hinni fyrstu frá mér og tek hinar upp.
Schizophrenískur lestur...
Tíhí, ég get stafað s-c-h-i-z-o-p-h-r-e-n-i-a!
Bæði Allison og Helena eru að fara á alvöru amerísk "date" í kvöld. Ég er hins vegar á leiðinni í trúlofunarpartíi til einnar Patriciu, stelpu sem stúderar sautjándu öldina hérna í Kólumbíu og er á öðru ári eins og ég. Exciting, non?
10:42