þriðjudagur, september 16 Björk vinkona sem ég bjó með á Hjarðarhaganum hér forðum daga er nú komin til Norður Ameríku til framhaldsnám í umhverfisfræðum. Nánar tiltekið, þá er hún komin til höfuðborgar Vestur Íslendinga, Winnipeg í Kanada (einhvern veginn finnst mér eins og það ætti að vera hörkufrost þar núna...). Nú þegar ég les pælingar hennar um fyrstu dagana í nýjum skóla fæ ég algjört flashback. Einföldustu setningar vekja upp í mér hugrenningar eins og "Já" og "Akkúrat" og "Sammála".
Ein mest elegant útskýring á Norður Ameríku í boði Bjarkar:
Her drekka allir kaffi i 3 staerdum, small, medium og large plastmalum sem eru oll skreytt ad utan og svo faerdu pappa utan um malid thitt svo thu brennir thig ekki.