þriðjudagur, september 16
Aha! ég var að pakka upp úr ferðatöskunum mínum, og fann þá ljóðið sem afi minn samdi fyrir mig í tilefni af 25 ára afmælinu:
Brynhildur með brosin sín
bræðir hjörtun, kát og hýr.
Ævinlega óskin mín
ylji þér sem blærinn hlýr.
Þetta ljóð er komið á skrifborðið. Ég þarf á öllu að halda til að tapa ekki geðheilsunni nú þegar ég læri utanað enn aðra beygingarregluna í latínu.
16:44