þriðjudagur, júlí 1
Well, ég er að fara til tannlæknis eftir fimmtíu mínútur og hlakka massa mikið til. Ég er búin að hafa áhyggjur af tanngarðinum mínum núna í níu mánuði samfleytt. Einhvern veginn er þetta alltaf þannig að tennurnar eru í fínu lagi þangað til að farið er til útlanda og enginn aðgangur að tannlæknum er til staðar; þá fara draugaverkirnir að byrja og paranoian yfir kaffiblettum á gómnum. En núna reddast þetta. Whooplee. Og síðan ætla ég að biðja um sleikjó!
10:15