Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

miðvikudagur, júlí 16
 
Það var verið að bjóða mér í mitt fyrsta bandaríska brúðkaup. Það er ekkert grín að vera boðin í bandarískt brúðkaup. Troðfullt umslag barst inn um lúguna mína í gærdaginn og ég gróf upp úr því flennistórt kremlitað boðskort sem tilkynnti mér að Mr. and Mrs. Gurman buðu mér vinsamlegast að fagna með mér merkisbrúðkaupi dóttur þeirra Hönnu og ástinni hennar honum Joe. En þá er ekki sögunni lokið. Því að einnig barst með leiðbeiningar um hvernig átti að finna kirkjuna (eða synagóguna í þessu tilviki) sem er staðsett einhversstaðar í New Jersey; hvernig átti að finna hótelið sem er staðsett í nágrenninu; hvernig átti að bóka hótelið undir hópafslætti; hvernig átti að finna bestu gjafirnar fyrir hjónakornin (macys.com eða weddingchannel.com); hvernig átti að haga sér og klæða sig í synagógunni svo okkur yrði ekki hent út (hógvær klæðaburður og engin myndataka á laugardögum, og sjö fleiri atriði sem ég man ekki alveg eftir).

Ég er núna strax byrjuð að hafa áhyggjur af þessu. Hvernig kem ég mér út úr New York og til New Jersey. Það eru engar lestir í Bandaríkjunum og ég þyrfti að leigja bíl. Og það þýðir að ég þurfi að komast að því hvaða fleiri frá skólanum fara til þess að hægt verði að leggja í púkk fyrir bílaleigubíl. Og að KEYRA. Hello! Ég hef ekki keyrt bíl að ráði síðan 1999. Og núna á ég að fara að bruna á bandarískum þjóðvegum, á the New Jersey Turnpike, to be precise. Sigh.

Annars hef ég yfir engu að kvarta. Hayley herbergisfélagi (33 ára frá Kaliforníu) hefur farið í fimm brúðkaup á þessu eina ári sem við höfum búið saman. Og í tvö skipti var hún brúðarmær, og eitt skipti aðalbrúðarmær (Matron of Honor...). Og þetta eru ekki nein smá útlát. Skipulagningin hefst þremur mánuðum fyrr hjá vinkonum brúðarinnar. Kaupa þarf kjólinn sem brúðurin hefur valið (já, brúðarmeyjarnar borga sjálfar fyrir kjólana, sama hve ljótir þeir séu); skipuleggja þarf fundi með fylgdarmönnum brúðgaumans um partíið sem haldið er fyrir brúðhjónin áður en af brúðkaupinu verður; skipuleggja þarf einkapartí fyrir brúðurina þar sem brúðarmeyjarnar leigja sal og kaupa mat og bjóða ÖLLUM vinkonum brúðarinnar í smá fyrir-giftingarveislu (nota bene: einnig þarf að fylgja með góð fyrir-brúðkaupsgjöf til brúðarinnar); hjálpa þarf foreldrum brúðgumans (ef á þarf) við að halda "the rehearsal dinner" (alltaf haldinn daginn fyrir brúðkaupið; ekki í raun æfing, bara setið og étið og borðað á kostnað foreldra gæjans); hjálpa þarf foreldrum brúðarinnar við að skipuleggja brúðkaupið og brúðkaupsveisluna (ef á þarf).

En ég er ekki brúðarmær. Thank god. Heldur bara suddagestur sem ætlar að skemmta sér vel að sjá sína fyrstu synagógu, og sitja síðan pent í giftingarveisluni og glápa á sætu gyðingastrákana.

05:43

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur