mánudagur, júlí 14
Stórfréttir! Ég og Ása fórum á merkismyndina The Hulk í gær. Suddaleg mynd og ekki áttahundruð króna virði. Olli mér miklum vonbrigðum. En ein pæling vaknaði upp við áhorf myndarinnar: Af hverju er Hulkurinn hárlaus? Ég meina, hann er með hárlausa bringu, hárlausa lappir, og síðast en ekki sítt, nauðarakaða handarkrika. Hvað kemur til? Mín persónulega skoðun er sú að Hulkurinn er eins og við fórnarlambafeministarnir einnig fórnarlamb fegurðarímynda samfélagsins og hefur lesið of mikið af Cosmo. Hvað finnst þér?
15:46