mánudagur, júlí 14
Og Hello! Loksins blasir heimsfrægð á Íslandi við þessari eðalsíðu. Í nýjasta eintaki Veru er fjallað um bloggfyrirbærið á Íslandi. Í þremur mismerkilegum greinum eru bloggsíður landsmanna greindar og rýndar, og ritsýni úr þeim bestu birt (lesist: ritsýni meðal annars frá yours truly).
EN, ónei! Heimsfrægð mín og virðing mun eflaust bíða eftir sér. Því að textinn sem þeir völdu sem dæmi um ritsnilli mínu (and doubt it not children, I can be purrrty darned eloquent) er alveg útúrkú og sýnir lélega þekkingu á íslensku og íslenskri málfræði (þó ekki stafsetningu, hjúkkit).
Jubbs, ætli þetta þýði ekki að nú mun hefjast enn eitt tímabilið þar sem ég kvarta yfir lélegri íslenskukunnáttu minni hérna á opinberum vettvangi, auðvitað í þeirri von um að einhver hughreysti mig, þó því miður það hafi ekki gerst hingað til. En alltaf reynir kona að fiska...
15:54