fimmtudagur, júlí 24
Mein Gott! Hvernig getur Reykjavík verið leiðinleg. Ég er alveg búin að sjá það að ég eigi ekki eftir að hafa frá neinu markverðu að segja þangað til ég kem aftur til stórborgarinnar góðu í vestrinu. Sigh. Það er erfitt að vera "þjóðvillingur" (nýtt orð sem ég lærði í hinni stórmerkilegu bók Uppgjör við umheiminn eftir Val Ingimundarson sem ég gluggaði í í gær. Þjóðvillingur. Merkilegt.
Ég fór nefnilega á Dýraspítalann í Víðidal í gær að ná í hormónapillur fyrir kisuna mína sem er komin á breytingarskeiðið (really). Samtal mitt við dýralækninn var einhvern veginn svona:
B: Sko, héddna, kötturinn minn var orðinn hárlaus þegar ég kom frá Bandaríkjunum í vor, og hún, sko...
D: Já, já, hérna eru pillurnar og til það er afar auðvelt að gefa kettinum þínum hana [hefur upp tæknilegar útskýringar sem fara inn um eitt eyrað og út um hitt hjá mér. Jemeina, pillur og kattagjöf. Christ Bananas!]
B: [truflar kurteislega] Sko, gætirðu kannski xeroxað leiðbeiningarnar fyrir mig, því að annars verð ég svo nervous að gefa kisu... ahem... héddna hér.
D: Ekki málið. Býrðu í Bandaríkjunum?
B: Já.
D: Mikið ertu rosalega dugleg að tala íslensku [sagt með afar condescending tón; sama tón og ég myndi nota til að segja ellefu ára stelpu að hún sé rosalega dugleg að lesa þótt að hún sé að stauta sig fram úr bókinni á algjörlega óafsakanlegum hraða].
B: Thank you, það er sometimes erfitt, héddna, en ég reyni mitt besta, you know!