Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

þriðjudagur, júlí 29
 
Jæja. Það þýðir greinilega ekkert að heimsækja þessa síðu þar til ég kem aftur heim til NY þann 26. ágúst næstkomandi.

Til frekari skýringar birti ég hér með ferðaáætlun mína:

Siglufjörður: 30. júlí - 1. ágúst
London: 20. ágúst - 21. ágúst
Cardiff, Wales: 21. ágúst - 26. ágúst
Keflavík: 1.5 tími þann 26. ágúst
New York: 26. ágúst fram í hið óendanlega (Loksins, loksins)

Þar til ég sný aftur til minna heimahafa hef ég afskaplega lítið að segja og afskaplega lítið að gera.

Úuuuuu! En stórfréttir! Ég kem líklegast ekki aftur til Íslands í bráð, þar sem pabbi var að fá vinnu í Lúxembúrg, og flytur þangað í október og verður þar næstu árin. Þar með er ég orðin heimilisleysingi á Íslandi, og sumarfríin mín, ef þau verða einhver, munu koma til með að eiga sér stað á meginlandi Evrópu. (Já, já, ég er massa tríst yfir þessu fyrirkomulagi... ahem).

En núna er ég auðvitað bara að teygja lopann. Ekkert markvert hefur skeð frá því að ég skrifaði síðast fyrir viku síðan, og við heyrumst aftur í lok ágúst. Úgga!

15:05

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur