Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

fimmtudagur, júlí 3
 
Ég held ég sé orðin geðveik. Í gær, eftir vinnu, tók ég eftir því að glósurnar mínar í spássíunni á þýsku ástarsögunni minni voru mikið til þýðingar á sömu orðunum aftur og aftur. Auðvitað er það ekki gott verklag, svo ég hljóp út í Mál og menningu og keypti tvö stykki af glósubókum. Og þegar heim var komin settist ég niður og skrifaði niður öll orðin sem ég glósaði í fyrsta kafla í glósubókina. Úr þessum níu blaðsíðum komu 24 blaðsíður af glósum, 476 orð thank you very much (eða ætti ég að segja "danke schön"?).

Ég er semsagt búin að reikna þetta allt út. Það tók mig þrjá daga, líklegast um 8 klukkutímar allt í allt að fara í gegnum fyrsta kaflann. Í bókinni eru 26 kaflar. Þetta þýðir að það á eftir að taka mig 75 daga að klára bókina, og þar sem ég býst fastlega við því að hraði minn í þýskulestri eigi eftir að aukast þegar á líður, þá er væntanlega hægt að helminga þennan tíma.

Athyglisverð orð í þýsku sem ég hef lært á síðustu dögum:
  • sehnsüchtig: með þrá
  • schmerzhaft: sársaukafullt
  • zittern: að titra
  • die Ohrfeige: löðrungurinn
  • der Rassehengst: hreinræktaði graðfolinn
  • die Brüste: brjóstin
  • der Fluch: blótsyrðið
  • weiblich: kvenlegt
  • herzförmig: hjartalaga
  • das Glied: tippið
  • die Peitsche: svipan
  • feucht: rakt

10:53

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur