Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

mánudagur, júlí 14
 
Ekkert skrifað í rúmlega viku... Ekki mér að kenna. Ég hef verið úti á landi. REally... En nú hef ég sem sagt snúið aftur í siðmenninguna.

Glöggir lesendur spyrja eftilvill hvað manneskja eins og ég (óforskammað borgarbarn sem aldrei hefur séð fjós nema í Hollywood myndum sem gerast á nítjándu aldar Írlandi... Ah, Tom Cruise í Far and Away... ahem...) Síðastliðna viku hef ég löglega afsökun fyrir að hafa ekki bætt inn í þessa stórmerkilega síðu. Ég hef ekki getað komist á netið því að ég hef verið úti í óbyggðum Íslands, að predika yfir krökkum í sveitaþorpum landsins um heilbrigt líferni og æskilega framtíð þjóðarinnar, þeirra og kattanna þeirra. (Já, já, ég er greinilega mjög súrhúmorísk eftir þessa lífsreynslu). Ferðin gekk ágætlega. Týpíski dagurinn í þessari heimsreisu Jafningjafræðslunnar innihélt fimm tíma keyrslu, fimm tíma fræðslu og fimm tíma að sitja í sundlaugum landsins og spila TP, betur þekkt sem Trivial Pursuit.

Ég gerði auðvitað taktísk mistök í þessari ferð: Ég mætti hress með aðeins einn suddalegan náttkjól sem ég hef átt síðan ég var þrettán ára, en uppgötvaði strax á fyrsta degi að ég átti að sofa í sama herbergi og ferðafélagar mínir, ein stelpa og tveir strákar. En þar sem ég er þroskuð kona gerði ég gott úr þessu og fór bara að sofa seinna en allir aðrir og á fætur á undan öllum öðrum svo að enginn sæi bleiku hjörtun á hvíta bómullnum...

Þegar ég kom loksins aftur í bæinn á föstudaginn fór ég strax niðrí miðbæ til þess að halda upp á endurkomu mína til í siðmenninguna, og fór í fyrsta skipti núna í sumar á Sirkús. Um það kvöld hef ég aðeins eitt að segja: Sirkús stendur enn fyrir sínu, sama hvað fólk segir. Hvað er skemmtilegra en að hanga með listaspírum og wanna-be gurus og sötra fokdýran bjór í funky húsgagnainnréttingu?

15:43

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur