Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

fimmtudagur, júlí 17
 
Ekkert að gerast í dag. Nema ef til vill að ég uppgötvaði mér til mikillar skelfingar að ég hef misst af "besta sumardegi sumarsins" eins og eitthver snepillinn orðaði það svo vel í dag. Yessirree. Í dag, þegar allir Reykvíkingar urðu skyndilega veikir af dularfullu veikinni sem aðeins virðist hrjá okkur þegar viðrar vel; fengu frí úr vinnunni; flykktust til rónanna á Austurvelli; drukku bjór; og kvörtuðu yfir yfirgengilegri hitasvækjunni og flúðu aftur inn í hús klukkan fjögur, þá, þá var ég, Binna, inní húsi, að vinna við tölvuna og fussaði og sveiaði yfir vitleysunni í vinnufélögum mínum sem hurfu hver á eftir öðrum. Því þegar allt kemur til alls, þá spáði veðurstofan jafn góðu veðri fram yfir helgina. Og hvað gerist svo: Veðrið var ekki gott í dag. Sigh. Og núna er ég uppnuminn af þessum séríslenska ótta og kvíða að ég hafi misst af eina góða veðrinu í sumar og að það verði aldrei eins gott veður aftur í sumar og að ég sé ekki nógu sólbrún og bla og bla og bla.

Ég er að segja ykkur. Bandaríkjamenn eru ekki að skilja þennan íslenska ótta. Þegar ég fór til Bandaríkjanna í ágúst á síðasta ári, þá skildu vinir mínir ekki af hverju ég var svo æst í að komast út á hverjum morgni þegar ég sá sólina skína. Ég reyndi að segja þeim það að við verðum að grípa hvert tækifæri til að njóta sólarinnar því að hver veit hvenær við sjáum hana aftur og þeir störðu á mig furðu lostnir, núðu vísifingrinum við ennið og tautuðu í barm sér: ella estas loca (hahaha: spænskukunnáttan mín eftir að hafa búið í hálfspænsku samfélagi Harlem).

Crap. Fer í sund á morgun.

Já og Þórey systir er komin aftur heim til Íslands, stutthærð, rauðhærð, og með milljón teiknimyndir í farteskinu sem hún teiknaði sjálf. Gisp. Hvað er ég að pæla að fara í svona leiðinlegt nám. Aldrei nokkurn tímann á fólk eftir að skemmta sér vel yfir fræðigreinunum mínum eins og yfir teiknimyndum. Sigh enn og aftur.

En þó, I do not quite yet despair. Stephen Greenblatt, maðurinn sem "bjó til" hugtakið um nýsöguhyggjuna, hann var að fá hálfa milljón dollara í fyrirgreiðslu fyrir ævisögu sína um Shakespeare. Í maí síðastliðnum fór ég á fyrirlestur hjá þessari fyrirmynd okkar fræðimanna þar sem hann var að reyna að útskýra ákvörðun sína að skrifa svona "populist" bók um ævi rithöfundar sem ekkert er vitað um og sem verður þar af leiðandi byggð á tilgátum og líkindum og skáldskap fremur en staðreyndum. Vissulega hafði Greenblatt eitthvað til málanna að leggja þegar hann benti á það felist ákveðin mótsögn í því að bókmenntafræðingar hafa löngum litið á ævisögur og ævisögulega bókmenntarýni sem skammarlegar, sem eitthvað fyrir sauðsvartan almúgan, sem eitthvað sem er ekki þess virði að starfa við, á meðan að ævisögur og ævisöguleg rýni er eitthvað sem er langvinsælasta túlkunaraðferð samfélagsins. EN skiljanlega læðist sá grunur að þessi eðal póstmódernisti, Greenblatt sjálfur, hafi eytt löngum tíma í að reyna að réttlæta fyrir sjálfum sér og öðrum þá ákvörðun að skrifa þessa bók, bók sem eins og áður kemur fram á eftir að gefa honum muchos muchos money í framhaldi. Fyrirlesturinn var sem sagt afar klénn.

En Greenblatt má nú eiga það. Hann er lifandi eftirmynd George Bush. Sama hvaða efasemdir ég hafði um efni þessa ákveðna fyrirlesturs, þá skemmti ég mér konunglega við að horfa á andlit Georges Bushs skringilega afmyndað: það leit greindarlega út!

LOL. I amuse myself.

21:15

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur