Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

laugardagur, júní 14
 
Sigh. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hvað það skiptir miklu máli að vera með sítengingu á internetið þegar haldið er úti einhvers konar vefleiðara. Þegar tölvugimpið tengist netinu í gegnum 56K módem í gegnum lélegu símalínurnar í Smáíbúðarhverfinu hverfur einhvern veginn glansinn af netinu og ég finn mér eitthvað annað að gera. Ég er ekki að segja að það er auðvelt. Fyrstu tvær vikurnar hérna á Íslandi þjáðist ég beinlínis af afvötnunareinkennum (skyldi að ef til vill kallast aftengslaeinkenni?). Ég skalf af löngun til að komast á netið, að finna fingur mína hamra með stöðugum og kröftugum takti á plasttakka lyklaborðsins. Ég sá í hverri einustu gangstéttarsprungu tengingar símalína og rafmagnssnúra. Ég fór ekki á Matrix II, því að ég vissi að minningarnar sem myndin myndi vekja yrðu mér ofviða. En í síðustu viku náði ég nokkurs konar jafnvægi. Ég er ekki að segja að þetta sé auðvelt. Ef ég kemst í internettengda tölvu núna, þá á ég það til að tapa mér í tilgangslausu en stórkostlegu vafri. Ég flökti á milli afkima netsins í algleymingi. Ég... hemm hemm. Farið að verða aðeins of klénn texti... Let's move on.

Ég get sem sagt upplýst það að síðustu tvær vikurnar og næsta eina og hálfa mánuðinn er ég starfsmaður Jafningjafræðslunar (staðsett í Hinu húsinu í Reykjavík). Hvernig það starf mun verða get ég ekki sagt til þar sem þessar fyrstu tvær vikur hafa farið í það að kynnast hópnum sem ég mun starfa með og að sitja ýmis konar fyrirlestra um málefni sem tengjast unglingum á Íslandi. Mér finnst námskeið æði...

Einnig er ég aftur orðinn "stoltur" starfsmaður Hagstofu Íslands, þar sem ég vinn á kvöldin við að hringja út og spyrja fólk um vinnu og tölvunotkun. Þessar spurningar eru auðvitað, eins og ég flýti mér til að benda á, stórmerkilegar fyrir framhaldandi þjóðarhag og þjóðarhamingju. Svo ef þið kæru lesendur lendið í rannsókn frá Hagstofu Íslands, svarið þið greiðlega og skilmerkilega því að hvert svar skiptir máli!

Þessar tvær vinnur þýða það að síðan ég kom til Íslands hefur meðal vinnudagur minn verið tólf tímar. Sem er ansi hart þar sem ég er orðin soft eftir að hafa verið nemandi í Bandaríkjunum í eitt ár. Ég er búin að missa niður þennan íslenska harðneskjuskap sem allir hérna virðast hafa, að geta mætt í vinnu dag eftir dag, unnið yfir sig, og allt það án þess að kvarta og jafnvel gera lítið úr vinnunni við vini og fjölskyldu. Ég vil ljúfa lífið aftur. New York, engar áhyggjur, ég kem aftur í lok ágúst.

Síðan er ég með þrjátíu bækur sem ég verð að lesa í sumar, tvö tungumál sem ég verð að læra (þýsku og latínu), verkefni sem ég þarf að starfa að á Þjóðarbókhlöðunni (meira um það seinna) og eitt handrit sem ég þarf að lesa yfir. Sigh ég er overworked and underpaid.

En ég verð núna að drífa mig þar sem pabbi ætlar að gefa mér far niðrí bæ ef ég slekk á tölvunni innan fimm mínútna (Ah, New York þar sem neðanjarðarlestirnar svifu fram hjá á fimm mínútna fresti og hálftíma leigubílafar kostaði fimmhundruð krónur). Því hef ég ekki tíma til að segja þær sögur sem ég er búin að ákveða að megi fara inn á þennan vefleiðara (það kemur nefnilega í ljós að það er mjög erfitt að skrifa um fólk hér á Íslandi, þegar ég er á Íslandi. Allt spurning um persónuvernd beibí!). Svo "hasarinn og háskaleikurinn í smáþorpinu" sem ég hef orðið fyrir síðan ég kom hingað aftur til Reykjavíkur bíður til næsta skiptis. En til að halda í ykkur áhuganum ætla ég að birta niðurstöður internetprófa sem ég var að taka. Því að ég veit að allir hafa jafn mikinn áhuga á mér og ég sjálf. Er það ekki?


You are The Merovingian-
You are The Merovingian, from "The
Matrix." Wit and danger, with a French
twist. You are adamant about the slightly
materialistic things- power, wealth, posession.
Dominating, aren't we?
What Matrix Persona Are You?
brought to you by Quizilla



You are the typical feminist, depressed, artist.
You go against the crowd and do everything you
can to be different. Too bad noone notices.
Try communicating with people, not just looking
down on them.
What kind of typical high school character from a movie are you?
brought to you by Quizilla

10:29

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur