fimmtudagur, júní 19
Ofurfyndið! Í dag sat ég á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar á Grandhótelinu í Sóltúni. Bríet hafði verið beðin um að koma með kveðju til flokksins í tilefni af 19. júní, og ég verð að segja að kveðjurnar okkar voru kannski aðeins of kaldar. Einhvern veginn var ávarpið sem við sömdum í gær massa flott og yfirvegað þegar við lásum það yfir í tölvunni. En þegar þetta var lesið upp fyrir fullan sal af Samfylkingarþingmönnum og öðrum bigwiggum í kaffidrykkju, var það skyndilega orðið miklu neikvæðara en við héldum. En þetta var samt fínt! Vegna þess að allar athugasemdirnar sem við höfðum fram að leggja um starf Samfylkingarinnar í þágu jafnréttis síðustu árin áttu fullkomlega rétt á sér. Og Kiddý elskan sem flutti ávarpið var algjört æði og var mjög yfirveguð. Annað en við Fríða sem sátum aftast í salnum og reyndum að fela á okkur stressuðu hendurnar.
Bærinn var hálfbleikur í dag í tilefni dagsins og það var fínt. Ég á auðvitað bara svört föt, en gekk stolt um í bleiku pottloki. Eða að minnsta kosti á það að heita bleikt. Húfan er svo gömul og upplituð og fúin að hún er hálf grá og guggin þessa dagana.
En aftur að Samfylkingunni. Það var gaman að sjá að Össur hefur greinilega farið til ímyndarfræðings. Hann gengur ekki lengur um með þverslaufu heldur með mjög myndarlegt bindi. Og ég verð líka að viðurkenna að gæinn kom mér mikið á óvart. Ég hef ekki séð hann halda ræðu áður, og maðurinn var lifandi, hress, skemmtilegur, orðhvass... þangað til auðvitað að hann fór að tala um nauðsyn landvarna á Íslandi þegar ég missti áhugann. Og Ingibjörg Sólrún er alltaf jafn skelegg, þó eitthvað var hún í rólegu skapi þegar hún kom upp í ræðupúltið eftir Össuri. Myndaði skemmtilegt mótvægi. I wonder, hvaða baktjaldamakk er í gangi í jafnaðarflokk Íslands?
Já og það kom mörg yndisleg skot frá bæði Össuri og Ingibjörgu á Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græna. En engar á Framsóknarflokkinn. Hmmm. Ætli þetta þýði eitthvað sérstakt? Verð að hugsa... LOL.
Og á morgun. Á morgun fer ég út á land á ættarmót. Kannski. Er ennþá að velta þessu fyrir mér. Hvort ætli það sé skemmtilegra að slaka á í sveitinni og lesa um helgina, eða fara á útskriftir í háskólanum á laugardaginn, og grillveislu meðal gamalla Kvennalistakvenna á föstudaginn. Verð að hugsa meira. Eða sofa kannski frekar. Hmmmmm.
21:01