föstudagur, júní 6
Loksins loksins! Ég er komin með internettengingu hérna heima og get semsagt byrjað að skrifa aftur. Ég er búin að vera á Íslandi í tíu daga núna og mér líður eins og ég hafi verið hérna síðustu fimm mánuði. Ah, gamla Ísland. Sigh. En ekki núna. Ég ligg afvelta eftir að hafa fengið lambalæri í fyrsta skipti í ár og ætla að vera ansi halló núna á föstudagskvöldi og hoppa upp í rúm með kisu og fara að lesa.
19:10