föstudagur, júní 27
I'll be damned. Það eru stórfréttir í gangi hér í Bloggerheiminum. Blogger er búinn að skipta um útlit á hólfunum sínum. Ég veit bara varla hvað ég á að segja lengur. En gisp.
Enn ein vikan búin og aðeins sex vikur áður en ég fer aftur til Bandaríkjana. Hjúkkit maður. Ég er að fara yfirum af vinnu og íslenskan mín hefur versnað meira á síðasta mánuði en allt árið á undan. Af hverju? gætuð þið spurt ykkur. Nú, vegna þess að sem starfsmaður Jafningjafræðslunnar er ég umkringd ungu fólki (únglíngum, tíhí!) daginn út og inn, og er farin að nota "skilrrru?" "þú'st" og "hddna" í hverri einustu setningu sem kemur út úr mínum rósarmunni. Og ég sem hélt að gamla góða Ísland myndi endurvekja málhæfileika mína. Oh well.
En annars stórfréttir í veðrinu í gær. Kemur í ljós að ofsahitinn hérna á Íslandi er alveg eins merkilegur og okkur öll hafði grunað. Ef tekið er meðaltal af hitastiginu hérna í júnímánuði, fram að 26. júní, kemur í ljós að meðalhitinn í Reykjavík er 11.2°C. Aðeins einu sinni áður hefur meðalhitinn í júní í Reykjavík farið yfir ellefu gráður síðan mælingar hófust. Það var árið 1941 þegar meðalhitinn var 11.1°C. Nú hefst því mikil spenna. Mun veðurguðunum í Reykjavík takast að slá fyrra met sitt? Við fylgjumst spennt með þessu næstu dagana!
(ah, New York, 28 stiga hiti í gær, sól og blíða. Hvar hafar dagar lífs míns hita sínum glatað? (dude, ég er svo kúl með afbökuðu tilvitnanirnar mínar og enskuslettunum, að ég er að farast ma'r... ok, ég er greinilega að fara yfirum. Föstudagur. Er farin heim. Að lesa Harry Potter V.))
14:20