Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

mánudagur, júní 30
 
Halló! Mér hitnar hreinlega um hjartaræturnar. Hver segir að netverjar hjálpi hverjum öðrum ekki á neyðarstundu. Nú kom hún elsku Maríanna mér til hjálpar (you out there me dear? thank ye kindly!). Ég var semsagt búin að senda harðorða kvörtun til Bloggerfólksins til þess að skynda sig til að laga tungumálaerfiðleikana á forritunu, med det samme. Og sat síðan og beið eftir svari. Og hvað kemur svo í ljós! Spurningarmerkin sem komu í stað íslensku stafanna voru mér að kenna þar sem ég var ekki búin að láta Blogger vita af því að ég tala íslensku, ekki ensku. Ahem. En allt er vel sem endar vel. O.s.frv.

Annars var gaman í gær. Ég sat heima hjá Hörpu frænku og las sósíópólitíska ádeilu á kjör lægri stéttanna í Englandi 19. aldarinnar. Bar þessi ádrepa nafnið "Tælandi samningurinn" og segir frá ungu Ariel Summers sem gerir þann samning við jarlinn í hverfinu að ef hann kostar hana til náms, muni hún gefa honum líkama sinn. En svo deyr gamli jarlinn, og ungi og myndarlegi og grimmdarlegi og vel vaxni óskilgetinn sonur jarlsins krefst réttar síns sem erfingi gamla mannsins.

Það sem er kannski einnar helst merkilegast við þessa bók (fyrir utan auðvitað slef slef myndina framan á) er sú staðreynd að hún er á þýsku og ber réttu heiti "Der verfuhrerischer Handel". Það tók mig svo mikið sem TVO tíma til að fara í gegnum rétt tæplega þrjár blaðsíður í þessum sudda. Er sem sagt búin að taka þá ákvörðun að hvert einasta orð sem ég skil ekki, leita ég uppi í orðabók, og glósa það samviskusamlega í spássíuunum. Og þar sem ég býst fastlega við því að not mín fyrir orðabókina munu fara minnkandi eftir því sem á líður blaðsíðuna, mun ég, ef allt gengur eftir björtustu vonum, ljúka við þennan 387 blaðsíðna doðrant í lok sumars. GISP.

Og Harry Potter V er búinn. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Svo ég segi ekki neitt.

05:34

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur