Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

föstudagur, maí 16
 
Well, ég fer ekki til Parísar. Reyndi að taka út pening á bankakortinu mínu í gær, og, horrors of horrors... Innistæðan er ekki nægileg fyrir þessa úttekt. Ég eyddi fjórum klukkutímum í gær að skipuleggja áætlanir hvernig ég gæti verið hérna í næstu tvær vikurnar án þess að eyða neinu (áætlanirnar snerust að mestu leyti um hrísgrjónapokana mína tvo sem ég keypti í september og gleymdi, svo og niðursuðudósunum mínum fimm frá því guð má vita hvenær. Já og síðan á ég heilan poka af proscuttio sneiðum í frystinum. Bleugh.) En allt kom fyrir ekki. Ég þarfnast fés! Svo að núna á seinustu dögum New York dvalar minnar vippa ég upp vísakortinu, pabbi vírar til mín pening til að ég hafi eitthvað konkret í höndunum og ég get hætt að hugsa upp áætlanir hvernig ég get eldað þurru kartöflurnar tvær í ísskápnum. Og oh well, París bíður betri tíma!

Annars ekkert merkilegt að frétta. Fór í kaffiboð heim til kennara míns í gær. Það er ótrúlegt hvað við eigum mikið sameiginlegt, og ég fór á taugum þegar ég uppgötvaði að hún er aðeins sex árum eldri en ég og strax orðinn lektor... Já, og Edward Said gaf mér stórt og feitt A. Sem ég hélt fyrst að væri pró forma, að hann hefði gefið öllum. En í matarboðinu hitti ég sem sagt tvær sem voru með mér í bekk sem fengu lágt lágt lágt. Og ég segi ykkur það, ég er svo petty, skapið mitt batnaði med det samme. Ofurfyndið! LOL.

Fór síðan á New York State Ballet í gær í boði Fulbright. Kemur í ljós að sætin sem þau gáfu mér voru bæði langt aftur í merinni, sem og í vitlausri röð. Allison tók sér sem sagt sæti fyrir framan Binnu gömlu sem var ekki nógu ánægð með þetta uppátæki Fulbright. Og ballettinn sjálfur. Feugh. Nú man ég af hverju ég er afar diskúltúreruð. Fólk í funky búníngum að hoppa um sviðið og geifla sig (ég sver, eitt danssporið var eins ot "powerwalking", ofurfyndið) is not my cup of tea.

Og jájá, það gerðist fullt af skemmtilegu gær, en ég er enn svo ánægð með peningaleysið (really, mikill léttir. Ég veit í fyrsta skipti í fimm mánuði hvað ég á mikið á bankareikningnum mínum) að ég held ég fari núna til að vígja vísakortið.

10:46

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur