Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

fimmtudagur, maí 1
 
Well, en snúum okkur að öðrum málefnum. Ég er semsagt búin að skila inn meistararitgerðinni minni, þrjár ritgerðir eiga að skila sér í næstu viku (mánudagur er talinn vera opinber skiladagur, en kennarar hafa gefið frest til miðvikudags). Af þeim er komið uppkast að einni, hálftuppkast að annari og hugmynd af þriðju. Kennslu í skólanum líkur svo næsta mánudag. Sem þýðir að eftir mikið svefnleysi enn og aftur næstu dagana get ég loksins gert það sem ég hef beðið eftir í marga mánuði: farið í sólbað!

Já, og áður en ég slekk nú á tölvunni til að fara í næstnæstsíðasta tíma minn í meistaranáminu, langar mig að deila með ykkur afar sorglegri sögu. Edward Said er geðveikur. Algjörlega. Farinn yfirum. Með lausa skrúfu. Illa steiktur. O.s.frv. Ég skil hann reyndar upp að vissu marki. Eins og við vitum öll, þá þjáist hann af magakrabba. Og hann er að kenna þennan áfanga gegn læknisráði. Sem þýðir að hann hlýtur að þjást afar mikið þegar hann situr í tímum. Enda sjáum við nemendur hvernig hann verður sífellt pirraðri eftir því sem líður á kennslustundina, sem tekur tvo klukkutíma. Hann byrjar tímann sem algjört ljúfmenni, en endar í reiðikasti.

Síðasti tími endaði semsagt þegar hann skellti hnefanum í borðið, kastaði öllum út tíu mínútur fyrir lok kennslustundarinnar, og öskraði að við værum "bókstaflega að drepa hann" (kannski ekki besta orðavalið undir kringumstæðunum), að við værum steinar sem kynnum ekki að lesa, kynnum ekki ensku, og hvað værum við að gera hérna í bókmenntanámi þegar við tökum ekki þátt í umræðum um bókmenntir í tíma (greinilega búinn að gleyma því að í hvert skipti sem einhver nemandi safnar kjarki, dregur djúpt andann og reynir að segja eitthvað, endar það alltaf á því að Said stoppar hann af og segir afhverju þessi skoðun sé algjörlega fíflaleg o.s.frv.). Nú eigum við að skila ritgerð til hans í næsta tíma, ég er petrified with fear (haha, petrified=steinrunnin, get it? steinar? hahaha), og ég þori varla að sitja aftur í kennslustund hjá honum.

Gisp. The life of the beleaguered graduate student!

15:21

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur