Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

sunnudagur, maí 11
 
Lítið hefur verið skrifað þessa dagana. Því að skólinn er búinn, ég forðast að kveikja á tölvunni, og mér dettur ekki í hug að skrifa neitt merkilegt. Svo að öll loforð hafa verið svikin. Þrátt fyrir að ég er búin í ritgerðarsmíðum, þá mun ég ekki hefja aftur upp raust mína sem annálaskrifari í Nýju Jórvík... Sigh. En ætli það komi ekki allt í ljós.

Anyways, við héldum upp á ný meistararéttindi okkar á föstudaginn. Öll vorum við loksins búin að skila og hittumst heima hjá Allison klukkan sjö (Allison, Helen, Edward, Big John, Little Jon og Arne. Kvöldið gekk auðvitað í kringum sama gamla brandarann.
  • "Why hello Master Edward."
  • "And hello Master Bryn."
  • "Dude, I ain't no master. Call me Mistress."
  • "Bryn that just sounds so filthy."
  • "Oh, and why is that, Master Edward? Is that perhaps because of the patriarchal structures of society? You know that in the seventeenth century, Mistress was a common form of address for women, as Master was, and why have those two meanings diverged so radically in the past centuries? Does that perhaps denote a certain trends that we can trace to a common root..."
  • "Why Mistress Bryn, dance with me!"
Þetta var síðan endurtekið í nokkrum útgáfum yfir kvöldið. Sigh. Ég veit ekki hvað við gerum þegar Edward og Big John yfirgefa okkur núna í sumar, Edward til að fara í doktorsnám í Oxford, og Big John til að gefa út geisladiskinn sinn í Kaliforníu og verða massa ríkur. En nóg um það.

Kvöldið hófst á veitingastaðnum Mama Mexico, sem var cheesy troðfullur veitingastaður með framkvæmdastjóra sem var lítill, feitur, með rætingslegt yfirvaraskegg, og kolsvart sítt-að-aftan hár, klæddur í rjómagulann jakka, svarta skyrtu og hvítt bindi. Grrr. beibí yeah. Þar pöntuðum við könnu eftir könnu af sangría og margarítum, og skemmtum okkur konunglega, þar sem eitt gengi af maríötsjum fór um staðinn og serenadaði borðin. Eftir að hafa hellt niður svo sem fimm glösum milli okkar á dúkana, svo að litlu þjónarnir í mexíkönsku þjóðbúningunum gat komið og skipt um dúka, gekk einhver vitleysingurinn frá veitingastaðnum um með Tequila flösku og hellti oní gesti og gangandi. Og við opnuðum ginin. Já, og Master Edward fékk þá snilldarhugmynd að koma með allar mexíkósku blöðrurnar sem flugu um loftið, og opnaði nokkrar, saug inn helíumið og óákveðnir aðilar við borðið töluðu með Andrésarandar önd næstu fimm mínúturnar (alas, ekki ég...). Og reikningurinn ekki það hár þrátt fyrir að við höfum sjö setið við borðið og verið muchos fullos. 222 bandaríkjadalir og 37 sent.

Hvað svo? Hvað svo? Spyrjið þið ef til vill. Well, ekkert meira frá að segja nema förum til Big Johns sem býr í íbúð sem er alveg eins og íbúðin hennar Miss Havershams (þið vitið, Dickens, Great Expectations). Og síðan förum við til Allisons. Og síðan fara allir á Underground bar. Aftur til Allisons. Gönguferð í Morningside Park til klukkan tíu um morguninn þegar aftur er farið heim til Allisons. Nema ég. Ég endaði í miðri þessari keðju. Þegar allir fóru í neðanjarðarbarinn fór ég heim, klukkan tvö, til að vakna snemma daginn eftir þegar enginn annar var vakandi, sitja og horfa sjónvarp og borða tvær samlokur frá Skanky Deli og drekka fjóra kaffibolla frá þeim, lesa eina bók um indverskan feminisma, sitja horfa meira á sjónvarp, láta mér leiðast, enda uppi hjá Allison að horfa á Stargate og Goodfellas og geispa og fara alltofsnemma heim til að sofa meðan aðrir halda áfram.

Gvvvöð. Verð þreytt bara að lesa yfir síðustu tvo dagana, og er að pæla að fara og sitja smá í sófanum. Þetta er ekki alveg eðlilegt! Ég er alveg farin að velta því fyrir mér hvenær þessari lethargíu lýkur. Er ég kannski orðinn heimakær köttur?

13:51

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur