Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

sunnudagur, maí 25
 
Júróvisjón er stórfurðuleg keppni. Á hverju ári keppa öll þessi lönd í hver sé hallærislegur, og áhorfendur skemmta sér konunglega yfir herlegheitunum. Gæði laganna eru yfirleitt hverfandi og þess vegna hefur komið upp þessi hefð júróvisjónpartía þar sem fólk getur drukkið frá sér ráð og rænu og þegar að lokalögunum kemur eru lögin þolanleg. En í ár... Vegna tímamismunar sáum við júróvisjón að degi til, í gegnum þokkalega internettengingu í boð latneska ríkissjónvarpsins, svo að júróvisjón partístemningin var ekki alveg að gera sig. Ég sá aðeins eina mínútu af íslenska laginu þar sem það var svo framarlega og ég var að böggast með tölvutenginguna, og hreinlega gerði mér ekki grein fyrir því að það væri íslenska lagið og eyddi næstu þrem tímunum í að bíða eftir því. Ég sé reyndar ekki mikið eftir því að hafa misst af því lagi, en Austurríki, ég hefði viljað fá að sjá Austurríki... Alltaf jafn cheesy!

Annars er mikil sorg í New York þessa dagana. Little John og Big Jon eru farnir, Arne fer í dag, Helena er í burtu næstu fimm dagana, og ég sjálf fer á þriðjudaginn (já elskurnar, ég er að fara koma). OG, ég er ekki enn búin að sjá Matrix. Pælið í bömmer!

Og halló! Lagið frá Tyrklandi! Eitt lélegasta lag keppninnar. Ég er núna endanlega búin að missa trú á smekk evrópskra kjósenda, sérstaklega þar sem mér hefur verið sagt að þetta lag eigi eftir að verða mjög vinsælt í klúbbum í Hollandi og Belgíu.

Og hápunktur keppninnar: Rússneski fréttamaðurinn sem hóf stigagjöfina á að segja (með rússneskum hreim auðvitað): "We in Russia do not have televoting and our votes come from a jury. But don't worry, since they are all very respected entertainment people..."

12:02

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur