föstudagur, maí 9
Hræðilegt hræðilegt hræðilegt. Það er ekkert gaman að vera búin í skólanum. Ég er búin að eyða síðustu tveimur dögum í að hafa áhyggjur af því að það sé eitthvað sem ég er að gleyma, að ég hafi óvart ekki tekið nógu marga áfanga, að ritgerðirnar sem ég skrifaði hafi verið hræðilegar [ókei ókei, hef reyndar engar áhyggjur af því...] en ég meina, ég get ekki slakað á. Það er furðulegt að vera búin. Lethargían hefur tekið yfir. Og þar sem allir eru ennþá að skrifa, þá eyði ég dögunum í áfallahjálp, að lesa yfir annarra manna ritgerðir og reyna að koma með athugasemdir sem eru ekki of langar, þar sem tímaleysið hrjáir alla og þeir geta hvort eð er ekki breytt neinu by the time that I get to them (LOL, hello arrogant-much!)
Ég skilaði semsagt síðustu tveimur ritgerðunum í skólann á miðvikudaginn. Eftir að hafa farið þrisvar sinnum aftur á skrifstofuna til að vera viss um að ég hafi sett ritgerðirnar alveg örugglega í rétt pósthólf, fór um mig mikill léttir. Og tómleiki (god, sounds dire). Anyways, þá um kvöldið fór ég á fyrirlestur hjá Julie Crawford, sem er ungprófessor hérna í Kólumbíu og stúderar kvennabókmenntir á sautjándu öldinni. Eftir fyrirlesturinn var smá reception hjá einum samkennara hennar, og ég mætti galvösk á staðinn og snúsaði við aðra framhaldsnemendur og prófessora í tvo tíma. Alveg brilljant. Ég og Jean töluðum saman mikið um Feneyjar og Indland, og ég kynntist gæja sem ég tek áfanga hjá á næsta ári, Bruce Robbins, eða Bruce eins og hann bað mig um að kalla sig með rauðvínsglasið í einni hendinni og Gouda ostinum í hinni (Gouda ostur er sem sagt the most exotic cheese sem er í boði hérna í Bandaríkjunum). Eins og venjulega er ég með þeim síðustu sem yfirgef staðinn þar sem ég skemmti mér alltaf svo vel á svona functions og gekk út með Matt, Eugene og Binu (tíhí, eins gott að ég skipti um nafn þegar ég flutti hingað), og við töluðum saman um áfallahjálp og Said í hálftíma áður en ég pillaði mér heim til að kveikja á vídjótækinu og horfa á Angel.
En ekki var þetta kvöld fyrir engilinn minn. Við erum semsagt þrjú í deildinni sem kláruðum nokkurn veginn á réttum tíma, og Little Jon og Arne komu sem sagt til mín þá um kvöldið og við sátum að sumbli fram á nótt með Heineken og Kentucky Jim búrbon í volgu dæetkóki. God, mikið vona ég að fleiri klári sem fyrst, því að eftir tveggja tíma maraþon þar sem ég ryksugaði og skúraði alla íbúðina og henti öllum lausahlutum inni í skápa, lenti ég aftur á sumbli með sama furðulega tvíeykinu í dag, þar sem við fórum á milli öldurhúsa hér í hverfinu, en allar stúdentastofnanir Kólumbíuháskóla virðast hafa valið daginn í dag sem daginn til að bjóða öllum upp á ókeypis pitsu og bjór. Fólk er furðulegt. Og það er ekki eins gaman að hanga með strákum og með konum. Ég vil fá Allison og Helenu aftur, thank you very much!
Og hef ég áhyggjur? Of course. Núna tekur við stressið að fara á morgun niður á ISSO, International Students and Scholars' Office, til að endurnýja vísað mitt, fá atvinnuleyfi fyrir næsta haust. Já og einnig þarf ég að endurnýja leigusamninginn minn. Já og ég þarf að fara að finna leigjenda í íbúðinni minni í sumar, því að... já, binna er ekki lengur atvinnulaus aumingi. Hún er komin með svo mikið sem tvær vinnur heima í gömlu góðu Reykjavík, og þarf því einnig á morgun að taka ákvörðun um hvorri vinnunni hún tekur. Báðar áhugaverðar og báðar illa borgaðar. Ah, the life of the humanities specialist... Og þá hefst skrípaleikurinn. Hringja heim til Íslands, tala við fólk, taka ákvörðun, hringja í símafyrirtækið til að aftengja símann, hringja í sjónvarpsfyrirtækið til að loka fyrir sjónvarpinu, leita að leigjenda, hafa áhyggjur af því hvort ég fái ódýrt flug heim, ég er ekki að nenna að flytja enn og aftur, væri það kannski alveg ömurlegt að ég myndi bara hanga hérna og gera ekki neitt?
00:45