Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

mánudagur, maí 19
 
Hef ekki frá neinu skemmtilegu að segja. Helgin hefur verið vitlaus. Útskriftin er á morgun, og allir hafa verið að standa í hörkuundirbúningi síðustu dagana. Ég held ég hafi ekki sofið hálfa nóttina síðustu fimm dagana. Búin að versla hins vegar ansi mikið. Fór í Harlem og keypti föt. Fór í Chinatown og keypti útskriftargjafir handa öllum. Fór í vínbúðina og keypti alltofmikið. Ha? spyrjið þið ef til vill? Af hverju vín? Nú, í gær var gott veður í fyrsta skipti í einn mánuð, og við héldum risastórt kokkteilboð fyrir okkur sjö vinina sem erum að útskrifast og foreldrana sem voru á staðnum. Ég er núna sólbrennd og illa farin, en kokkteilboðið var mikið success. Hélt uppi hörkusamræðum við gamla gengið og sniðgekk matinn sem Allison hafði eldað síðustu dagana (sjávarréttir, thank you very much. Vissuð þið að það þarf að sjóða lobstera lifandi. Og að þeir öskra. Ég held að ég eigi aldrei eftir að jafna mig). En hvítvínið var gott. Foreldrar Edwards komu með ansi mikinn fjársjóð frá villunni sinni í Frakklandi.

Og bla og bla og bla. Ég útskrifast á morgun, og síðan hefjast kveðjustundirnar þar sem við föðmum þá sem við eigum aldrei eftir að sjá aftur, sem og auðvitað þá sem við eigum eftir að hanga með næstu sex árin. Og síðan hefst pappírsvinnan enn á ný, og ég undirbý brottför mína til Íslands. Gisp. Sigh. Bleugh.

19:16

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur