þriðjudagur, maí 13
Ég var að fá meistararitgerðina mína aftur til baka. Fékk ágætiseinkunn frá elsku Jean minni, en annar lesandinn gaf mér ágætiseinkunn/mínus (mjög flókið einkanakerfi fyrir ritgerðina, og ég er í engu ástandi til að útskýra það). Það var því mikil sorg á bænum í dag. Ég keypti mér comfort food fyrir fjörutíu dali, og lagðist í vídjógláp. Horfði á Tomb Raider sem er enn jafn léleg, og á Die Hard III sem er enn jafn góð. Fékk síðan support frá Allison, Helenu og Arne, og við slúðruðum um annan lesanda minn, sem er enginn annar en David Kastan, ein af súperstjörnunum í deildinni minni, mikið autoritet um Shakespeare þar sem hann hefur ritstýrt öllum leikritum hans og skrifað milljón bækur um guttann, er velborgaður, ríkur og nennir greinilega ekki að lesa ritgerðir fyrsta árs nema. Athugasemdirnar sem hann skrifaði voru engar. Venjulega skila lesendur inn einni til þremur blaðsíðum af athugasemdum með einkunnargjöf sinni, en hann lét sér nægja tíu línur sem voru illa stafsettar og greinilega engin hugsun lögð í þær (wow Bryn, bitter-much!). Er búin að hlusta á allt safnið mitt af þunglyndislögum og planleggja það að spyrja Jean um manninn. Því að þetta er ekki Kosher!
En í góðum fréttum, Kastan er fífl sem reynir við alla kvennemendur skólans og lítur svo hátt á sjálfan sig að hann hefur ekki viljað kenna í háskólanum síðustu þrjú árin þar sem hann er að vinna við "rannsóknir". Hann er einkakennari Júlíu Styles, sem eins og allir vita gengur í Kólumbíuháskóla og missir oft af tímum þar sem hún er stórleikkona í Hollívúdd.
Já, og Jean var að bjóða mér í kvöldverðarboð, ásamt Allison, Patriciu (öðrum fyrsta árs nema) og Joanne (annars árs nemi frá Bretlandi, öfgakúl gothari!). Jean er æði æði skæði. Ég á auðvitað í ástar/hatarsambandi við hana þar sem hún gagnrýnir ritgerðirnar mínar og bendir mér á hvar ég get gert betur, hvar ég er vitlaus, og hvar ég er brilljant. Ég hef aldrei verið gagnrýnd fyrir ritskrif mín. Jean er fyrsti kennarinn sem hefur gert það. Ever! Svo að það er enginn furða að jafn arrogant manneskja og ég eigi stundum erfitt með að þola það. En ég og Allison erum þó búin að nefna okkur sem lærimeyjar hennar, og höfum stofnað the Jean Fan Club, þar sem við erum Jeanites!
Og hell! Mér til ólýsanlegrar ánægju virðist ég enn vera atvinnulaus. Skrifaði á föstudaginn til tilvonandi vinnuveitandans míns þar sem ég tók starfinu, en hef ekki enn fengið nein svör! Svo að ég hef all the time in the world að hanga í New York í sumar, eyða LÍN sjóðnum mínum, lesa Shakespeare, heimsækja söfn og verða beturlesinn doktorsnemi.
Og fjórðu stórfréttirnar! Fór á heilsugæslustöðina í Kólumbíu. Ég er ekki með Conjunctivities eða Diabetic Kidney Disease. Nei, en ég er hins vegar hypochondriac sem hefur sofið ansi óreglulega síðustu dagana. Og Dr. Rudy leit meiraðsegja á fótinn minn sem ég rak svo illilega í fyrir tveimur mánuðum og hefur verið bólginn síðan. Kemur í ljós að ég braut ekki neitt (hjúkkitt) og það sem ég hélt að væri bólga og ónýtur vöðvi, er ekkert annað en vatnssöfnuður sem á að hverfa á næstu mánuðum (ef ekki, þá get ég alltaf farið til læknis og látið stinga á það... oj).
01:05