föstudagur, maí 2
Ég er í afar vondu skapi í dag. AFAR. Sem er stórfurðulegt, þar sem ég er aldrei í vondu skapi. Ég reyndi að bæta úr skapinu mínu með því að fara í bíó í dag, í stað þess að skrifa, og gleymdi öllu í þá tvo tíma sem það tók fyrir X-fólkið að berjast við vondu kallana, en síðan var myndin búin og ég komst að því mér til mikillar furðu að skapið hafði ekki batnað. Gisp. Ég á auðvitað að fara að skrifa og láta töfra orðanna bæta úr þessu, but guess what, am not going to. TNN er með stöðugar sýningar á StarTrek: The Next Generation í kvöld. Er farin inn í stofu til að glápa og vorkenna sjálfri mér (og reyna að finna ekki vondu lyktina í íbúðinni minni sem hefur ekki verið skúruð í mánuð v.þ. að ég og Hayley erum báðar í prófum). Já, og þið sem lásuð ekki MA ritgerðina mína, well it's too late. Hef tekið hana af vefnum þar sem það er ekki nógu sniðugt að hafa hana opinbera ef ég ætla að reyna að fá hana birta. Gisp. Sigh. Gisp.
21:33